Nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Tinni Sveinsson skrifar 9. ágúst 2021 10:15 Erla Björg er nýr ritstjóri fréttastofunnar og Kolbeinn Tumi fréttastjóri allra miðla. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar. „Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira