Mourinho og þrír leikmenn Roma sendir í sturtu í æfingaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. ágúst 2021 09:01 Mourinho lætur nokkur vel valin orð falla í samskiptum við dómara leiksins, Figueroa Vazquez. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Það var mikill hiti í mönnum þegar Real Betis tók á móti Roma í æfingaleik fyrir komandi tímabil í gær. Real Betis fór með sigur af hólmi, 5-2, eftir að José Mourinho, þjálfari Roma, og þrír leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið. Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2. Ítalski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2.
Ítalski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira