Fótbolti

PSG byrjaði tímabilið á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn PSG fagna marki gegn Sevilla á undirbúningstímabilinu.
Leikmenn PSG fagna marki gegn Sevilla á undirbúningstímabilinu. Fran Santiago/Getty Images

Stórveldið Paris Saint-Germain byrjaði tímabilið með 2-1 útisigri gegn Troyes í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það voru þó heimamenn sem að voru fyrri til að brjóta ísinn, en eftir aðeins níu mínútna leik tók Dylan Chambost hornspyrnu sem fann ennið á Oualid El Hajjam, og hann skallaði boltann í netið.

Gestirnir voru þó ekki lengi að svara, en eftir tæplega 20 mínútna leik var staðan orðin jöfn. Ander Herrera átrti þá góða sendingu inn fyrir vörn Troyes og fann þar samherja sinn Achraf Hakimi sem kláraði færið vel.

Aðeins tveim mínútum síðar kom Kylian Mbappe boltanum á Mauro Icardi sem kom PSG í 2-1.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og það voru því gestirnir frá París sem að tóku stigin þrjú. Bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik á nýju tímabili og PSG er því með þrjú stig í heildina, en Troyes án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×