Handbolti

Áhlaup norska liðsins kom aðeins of seint

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nora Mørk skoraði tíu mörk fyrir Noreg gegn Rússlandi en vantaði meiri hjálp frá samherjum sínum.
Nora Mørk skoraði tíu mörk fyrir Noreg gegn Rússlandi en vantaði meiri hjálp frá samherjum sínum. getty/Dean Mouhtaropoulos

Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson stýrir, leikur um bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó eftir tap fyrir Rússlandi, 26-27.

Norðmenn töpuðu einnig fyrir Rússum í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá vann norska liðið bronsið.

Í bronsleiknum á sunnudaginn mætir Noregur Svíþjóð sem tapaði fyrir Frakklandi, 29-27, fyrr í dag.

Norska liðið var þremur mörkum undir í hálfleik, 11-14, eftir að það rússneska skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks.

Rússar komust mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik, 22-26. Norðmenn komu þá með sterkt áhlaup og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-27.

Í lokasókn Rússlands fékk Veronica Kristiansen afar klauflega brottvísun þegar leiktöf á rússneska liðið var yfirvonandi og 28 sekúndur eftir. Dómararnir settu þá höndina niður, Rússar náðu að spila út tímann og fögnuðu eins marks sigri, 26-27.

Anna Vyakhireva skoraði níu mörk fyrir Rússland og þær Kseniia Makeeva og Ekaterina Ilina sitt hvor fjögur mörkin.

Nora Mørk skoraði tíu mörk fyrir Noreg en aðrir sóknarmenn liðsins náðu sér ekki á strik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×