Yngsti verðlaunahafi Breta á ÓL heppin að vera á lífi eftir brettaslys í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2021 10:00 Sky Brown með bronsmedalíuna sína. getty/Jean Catuffe Sky Brown sem varð yngsti verðlaunahafi Bretlands á Ólympíuleikunum í gær var hætt komin eftir slys sem hún lenti í á síðasta ári. Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira