Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 07:35 Tsimanouskaya leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar á Haneda flugvelli í Tókýó á laugardagskvöld. Hún er nú í öruggu skjóli að sögn Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Getty Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó. Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó.
Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira