Handbolti

Lærimeyjar Þóris enn með fullt hús stiga eftir sigur á heimsmeisturunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marki fagnað í dag.
Marki fagnað í dag. vísir/Getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á því hollenska á Ólympíuleikunum í dag.

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska liðsins líkt og undanfarin ár og hans konur hófu leikinn betur og leiddu leikinn með þremur mörkum í leikhléi, 16-13.

Hollenska liðið firnasterkt og vann sig aftur inn í leikinn fljótlega í síðari hálfleiknum og um miðbik síðari hálfleiks voru liðin farin að skiptast á að hafa forystuna.

Fór að lokum svo að norska liðið náði aftur yfirhöndinni og vann leikinn að lokum með tveggja marka mun, 29-27.

Nora Mörk var atkvæðamest í norska liðinu með níu mörk.

Noregur hefur unnið alla leiki sína í riðlakeppninni og tryggði sér með sigrinum efsta sæti A-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×