Fótbolti

Óvíst hvort Blikar fái að leika á heimavelli gegn Aberdeen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar fagna marki í gær.
Blikar fagna marki í gær. Vísir/Hulda Margrét

Óvissa ríkir um hvort heimaleikur Breiðabliks gegn Aberdeen í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu verði leikinn á heimavelli félagsins, Kópavogsvelli.

Frá þessu er greint á Fótbolti.net í dag.

Þar er haft eftir Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra Breiðabliks, að Blikar séu þó vongóðir um að fá undanþágu fyrir því að spila leikinn á sínum heimavelli í Kópavogi.

Náist ekki samkomulag um undanþágu mun leikurinn fara fram á þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvelli, en í samtali Fótbolta.net við Eystein kemur fram að Laugardalsvöllur sé eini völlur landsins sem uppfylli þau skilyrði sem Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, setur um leikvelli í 3.umferð Sambandsdeildarinnar.

Blikar unnu glæstan sigur á Austria Vín í 2.umferð forkeppninnar í gær og fór sá leikur fram á Kópavogsvelli. 


Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sem skutu Blikum áfram í Evrópu

Breiðablik vann frækinn 2-1 sigur á atvinnumannaliði Austria Vín frá Austurríki á Kópavogsvelli í kvöld og komst þannig áfram í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×