Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Lykilatriði í fjarvinnu er að ná tökum á vinnudeginum okkar, klæða okkur og skipuleggja daginn. Við þurfum líka að passa vel upp á að einangrast ekki. Vísir/Getty Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu. Fyrir þann hóp sem hlakkaði mikið til að mæta aftur til vinnu í ágúst og hitta vinnufélagana, gæti fjarvinnan virkað nokkuð niðurdrepandi. En þá er bara um að gera að spyrna við fótum og koma í veg fyrir að einmanaleikatilfinningin geri vart við sig. Hér nokkur ráð. 1. Veldu þér annan viðverustað einu sinni í viku Í stað þess að vera alla daga heima við, veltu fyrir þér hvaða valkosti þú hefur yfir vikuna til að vinna annars staðar. Til dæmis að vinna á kaffihúsi. Á bókasafni. Í Perlunni. Háskólanum. Það felst ákveðin upplyfting í því fyrir okkur að vinna reglulega innan um annað fólk. Sumir gætu líka valið að hitta einn vinnufélaga á kaffihúsi einu sinni í viku. Báðir aðilar að vinna í fjarvinnu en taka spjall í návígi þess á milli. Ef það er leyfilegt er líka upplagt að mæla sér mót á vinnustaðnum einu sinni í mánuði. Til dæmis í stutt spjall við yfirmann eða að taka stuttan fund með vinnufélaga. 2. Nýttu þér sveigjanleika fjarvinnunnar Í flestum tilvikum býður fjarvinnan upp á meiri sveigjanleika en ella. Það að vera bundin í vinnunni á milli klukkan 09-17 er að minnsta kosti ekki algilt. Nýtt þér þennan sveigjanleika með því að brjóta upp daginn og gera eitthvað sem þú átt jafnvel erfiðari með að gera ef þú værir ekki í fjarvinnu. Til dæmis að byrja morguninn í kaffi hjá kunningja klukkan níu. Taka smá spjall og stilla vinnudaginn í samræmi. Eða að nýta tímann sem annars hefði farið í að keyra til og frá vinnu og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað dettur þér í hug? Gott er að miða við að gera eitthvað þar sem þú hittir eða sérð annað fólk. Þótt ekki væri nema göngutúr þar sem annað fólk er líka á ferli. 3. Skipuleggðu betur „eftir vinnu” tímann þinn Þegar að við erum að vinna á vinnustaðnum okkar, hefjast oft einhver hlaup eftir vinnu. Að skutla eða sækja krakkana. Að versla í matinn. Fara í ræktina. Þegar að við erum að vinna ein heima er ágætis ráð að huga betur að tímanum þínum utan vinnu. Velja að gera eitthvað sem tryggir félagsskap eða í það minnsta að þú sjáir annað fólk. Þetta þýðir í raun að við eigum ekki að stara á tölvuna á daginn og sjónvarpsskjáinn á kvöldin. Frekar eigum við að hitta fólk og vera í samskiptum. Hitta vin örstutt á kaffihúsi? Kíkja í stutta heimsókn? Bjóða vinum til þín? Því það er ekkert allt flókið og fyrst við gátum vanið okkur á fjarvinnu getum við alveg búið til nýjar og einfaldar hefðir líka. Hvernig væri til dæmis að fá vinafólk með börnin í einfaldan kvöldmat, fullorðnir spjalla og krakkarnir leika en samt fara allir heim klukkan átta? 4. Virk tenging við vinnufélaga Á mörgum vinnustöðum eru vinnufélagar virkir í rafrænum samskiptum allan daginn og upplifa því ekki einangrun né einmanaleika í fjarvinnu. Þetta getur þó verið afar mismunandi og fer bæði eftir vinnustöðum og því starfi sem við sinnum. Eins getur það verið mismunandi eftir því hvernig persónuleikar við erum. Sum okkar eru hlédræg og feimin, þótt við njótum þess almennt að vera innan um fólk á vinnustaðnum og upplifa félagsskapinn sem þar er. Þegar að þetta hverfur, upplifa margir einmanaleikatilfinningu. En þá er um að gera að hugsa aðeins út fyrir boxið. Þótt okkur kunni jafnvel að finnast við fara aðeins út fyrir þægindarrammann. Einfalt ráð gæti verið að senda eina vinalínu á dag, eða annan hvern dag, á einhvern í hópnum. Bara til að spyrja hvað sé að frétta. Þeim sem finnst þetta erfitt skref og glíma til dæmis við feimni er bent á að ofhugsa málin ekki. Því í Covid hafa allir lært að félagsskapur og samskipti skipta máli, þótt þau séu rafræn. 5. Nýttu tæknina Síðan er um að gera að nýta sér tæknina og taka stutta fundi eða létt spjall með vinnufélaga eða vini yfir daginn: Myndrænt. Til dæmis gætir þú spurt vinnufélaga hvort þú mættir hringja á Teams eða Zoom bara örstutt til að fá álit eða endurgjöf á verkefni sem þú ert að vinna. Sá hópur fólks sem á erfitt með að taka þetta skref, er til dæmis feimið eða „kann ekki við það“ er bent á að æfa sig með því að heyra myndrænt í vini eða fjölsyldumeðlim í nokkrar mínútur á dag. Aðalmálið er að heilu vikurnar í fjarvinnu endi ekki með því að þú nánast sjáir aldrei fólk! Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Hollráð Sóleyjar: „Ekki fyrir alla að vinna í fjarvinnu“ Sóley Kristjánsdóttir viðskiptastjóri hjá Gallup er í fjarvinnu eftir að konan hennar fór í sóttkví. Hún velti strax fyrir sér hvaða tækifæri fælust í aðstæðunum og deilir með okkur hollráðum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum. 20. mars 2020 10:00 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Fyrir þann hóp sem hlakkaði mikið til að mæta aftur til vinnu í ágúst og hitta vinnufélagana, gæti fjarvinnan virkað nokkuð niðurdrepandi. En þá er bara um að gera að spyrna við fótum og koma í veg fyrir að einmanaleikatilfinningin geri vart við sig. Hér nokkur ráð. 1. Veldu þér annan viðverustað einu sinni í viku Í stað þess að vera alla daga heima við, veltu fyrir þér hvaða valkosti þú hefur yfir vikuna til að vinna annars staðar. Til dæmis að vinna á kaffihúsi. Á bókasafni. Í Perlunni. Háskólanum. Það felst ákveðin upplyfting í því fyrir okkur að vinna reglulega innan um annað fólk. Sumir gætu líka valið að hitta einn vinnufélaga á kaffihúsi einu sinni í viku. Báðir aðilar að vinna í fjarvinnu en taka spjall í návígi þess á milli. Ef það er leyfilegt er líka upplagt að mæla sér mót á vinnustaðnum einu sinni í mánuði. Til dæmis í stutt spjall við yfirmann eða að taka stuttan fund með vinnufélaga. 2. Nýttu þér sveigjanleika fjarvinnunnar Í flestum tilvikum býður fjarvinnan upp á meiri sveigjanleika en ella. Það að vera bundin í vinnunni á milli klukkan 09-17 er að minnsta kosti ekki algilt. Nýtt þér þennan sveigjanleika með því að brjóta upp daginn og gera eitthvað sem þú átt jafnvel erfiðari með að gera ef þú værir ekki í fjarvinnu. Til dæmis að byrja morguninn í kaffi hjá kunningja klukkan níu. Taka smá spjall og stilla vinnudaginn í samræmi. Eða að nýta tímann sem annars hefði farið í að keyra til og frá vinnu og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað dettur þér í hug? Gott er að miða við að gera eitthvað þar sem þú hittir eða sérð annað fólk. Þótt ekki væri nema göngutúr þar sem annað fólk er líka á ferli. 3. Skipuleggðu betur „eftir vinnu” tímann þinn Þegar að við erum að vinna á vinnustaðnum okkar, hefjast oft einhver hlaup eftir vinnu. Að skutla eða sækja krakkana. Að versla í matinn. Fara í ræktina. Þegar að við erum að vinna ein heima er ágætis ráð að huga betur að tímanum þínum utan vinnu. Velja að gera eitthvað sem tryggir félagsskap eða í það minnsta að þú sjáir annað fólk. Þetta þýðir í raun að við eigum ekki að stara á tölvuna á daginn og sjónvarpsskjáinn á kvöldin. Frekar eigum við að hitta fólk og vera í samskiptum. Hitta vin örstutt á kaffihúsi? Kíkja í stutta heimsókn? Bjóða vinum til þín? Því það er ekkert allt flókið og fyrst við gátum vanið okkur á fjarvinnu getum við alveg búið til nýjar og einfaldar hefðir líka. Hvernig væri til dæmis að fá vinafólk með börnin í einfaldan kvöldmat, fullorðnir spjalla og krakkarnir leika en samt fara allir heim klukkan átta? 4. Virk tenging við vinnufélaga Á mörgum vinnustöðum eru vinnufélagar virkir í rafrænum samskiptum allan daginn og upplifa því ekki einangrun né einmanaleika í fjarvinnu. Þetta getur þó verið afar mismunandi og fer bæði eftir vinnustöðum og því starfi sem við sinnum. Eins getur það verið mismunandi eftir því hvernig persónuleikar við erum. Sum okkar eru hlédræg og feimin, þótt við njótum þess almennt að vera innan um fólk á vinnustaðnum og upplifa félagsskapinn sem þar er. Þegar að þetta hverfur, upplifa margir einmanaleikatilfinningu. En þá er um að gera að hugsa aðeins út fyrir boxið. Þótt okkur kunni jafnvel að finnast við fara aðeins út fyrir þægindarrammann. Einfalt ráð gæti verið að senda eina vinalínu á dag, eða annan hvern dag, á einhvern í hópnum. Bara til að spyrja hvað sé að frétta. Þeim sem finnst þetta erfitt skref og glíma til dæmis við feimni er bent á að ofhugsa málin ekki. Því í Covid hafa allir lært að félagsskapur og samskipti skipta máli, þótt þau séu rafræn. 5. Nýttu tæknina Síðan er um að gera að nýta sér tæknina og taka stutta fundi eða létt spjall með vinnufélaga eða vini yfir daginn: Myndrænt. Til dæmis gætir þú spurt vinnufélaga hvort þú mættir hringja á Teams eða Zoom bara örstutt til að fá álit eða endurgjöf á verkefni sem þú ert að vinna. Sá hópur fólks sem á erfitt með að taka þetta skref, er til dæmis feimið eða „kann ekki við það“ er bent á að æfa sig með því að heyra myndrænt í vini eða fjölsyldumeðlim í nokkrar mínútur á dag. Aðalmálið er að heilu vikurnar í fjarvinnu endi ekki með því að þú nánast sjáir aldrei fólk!
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Hollráð Sóleyjar: „Ekki fyrir alla að vinna í fjarvinnu“ Sóley Kristjánsdóttir viðskiptastjóri hjá Gallup er í fjarvinnu eftir að konan hennar fór í sóttkví. Hún velti strax fyrir sér hvaða tækifæri fælust í aðstæðunum og deilir með okkur hollráðum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum. 20. mars 2020 10:00 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00
Hollráð Sóleyjar: „Ekki fyrir alla að vinna í fjarvinnu“ Sóley Kristjánsdóttir viðskiptastjóri hjá Gallup er í fjarvinnu eftir að konan hennar fór í sóttkví. Hún velti strax fyrir sér hvaða tækifæri fælust í aðstæðunum og deilir með okkur hollráðum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum. 20. mars 2020 10:00
Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01