Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Lykilatriði í fjarvinnu er að ná tökum á vinnudeginum okkar, klæða okkur og skipuleggja daginn. Við þurfum líka að passa vel upp á að einangrast ekki. Vísir/Getty Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu. Fyrir þann hóp sem hlakkaði mikið til að mæta aftur til vinnu í ágúst og hitta vinnufélagana, gæti fjarvinnan virkað nokkuð niðurdrepandi. En þá er bara um að gera að spyrna við fótum og koma í veg fyrir að einmanaleikatilfinningin geri vart við sig. Hér nokkur ráð. 1. Veldu þér annan viðverustað einu sinni í viku Í stað þess að vera alla daga heima við, veltu fyrir þér hvaða valkosti þú hefur yfir vikuna til að vinna annars staðar. Til dæmis að vinna á kaffihúsi. Á bókasafni. Í Perlunni. Háskólanum. Það felst ákveðin upplyfting í því fyrir okkur að vinna reglulega innan um annað fólk. Sumir gætu líka valið að hitta einn vinnufélaga á kaffihúsi einu sinni í viku. Báðir aðilar að vinna í fjarvinnu en taka spjall í návígi þess á milli. Ef það er leyfilegt er líka upplagt að mæla sér mót á vinnustaðnum einu sinni í mánuði. Til dæmis í stutt spjall við yfirmann eða að taka stuttan fund með vinnufélaga. 2. Nýttu þér sveigjanleika fjarvinnunnar Í flestum tilvikum býður fjarvinnan upp á meiri sveigjanleika en ella. Það að vera bundin í vinnunni á milli klukkan 09-17 er að minnsta kosti ekki algilt. Nýtt þér þennan sveigjanleika með því að brjóta upp daginn og gera eitthvað sem þú átt jafnvel erfiðari með að gera ef þú værir ekki í fjarvinnu. Til dæmis að byrja morguninn í kaffi hjá kunningja klukkan níu. Taka smá spjall og stilla vinnudaginn í samræmi. Eða að nýta tímann sem annars hefði farið í að keyra til og frá vinnu og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað dettur þér í hug? Gott er að miða við að gera eitthvað þar sem þú hittir eða sérð annað fólk. Þótt ekki væri nema göngutúr þar sem annað fólk er líka á ferli. 3. Skipuleggðu betur „eftir vinnu” tímann þinn Þegar að við erum að vinna á vinnustaðnum okkar, hefjast oft einhver hlaup eftir vinnu. Að skutla eða sækja krakkana. Að versla í matinn. Fara í ræktina. Þegar að við erum að vinna ein heima er ágætis ráð að huga betur að tímanum þínum utan vinnu. Velja að gera eitthvað sem tryggir félagsskap eða í það minnsta að þú sjáir annað fólk. Þetta þýðir í raun að við eigum ekki að stara á tölvuna á daginn og sjónvarpsskjáinn á kvöldin. Frekar eigum við að hitta fólk og vera í samskiptum. Hitta vin örstutt á kaffihúsi? Kíkja í stutta heimsókn? Bjóða vinum til þín? Því það er ekkert allt flókið og fyrst við gátum vanið okkur á fjarvinnu getum við alveg búið til nýjar og einfaldar hefðir líka. Hvernig væri til dæmis að fá vinafólk með börnin í einfaldan kvöldmat, fullorðnir spjalla og krakkarnir leika en samt fara allir heim klukkan átta? 4. Virk tenging við vinnufélaga Á mörgum vinnustöðum eru vinnufélagar virkir í rafrænum samskiptum allan daginn og upplifa því ekki einangrun né einmanaleika í fjarvinnu. Þetta getur þó verið afar mismunandi og fer bæði eftir vinnustöðum og því starfi sem við sinnum. Eins getur það verið mismunandi eftir því hvernig persónuleikar við erum. Sum okkar eru hlédræg og feimin, þótt við njótum þess almennt að vera innan um fólk á vinnustaðnum og upplifa félagsskapinn sem þar er. Þegar að þetta hverfur, upplifa margir einmanaleikatilfinningu. En þá er um að gera að hugsa aðeins út fyrir boxið. Þótt okkur kunni jafnvel að finnast við fara aðeins út fyrir þægindarrammann. Einfalt ráð gæti verið að senda eina vinalínu á dag, eða annan hvern dag, á einhvern í hópnum. Bara til að spyrja hvað sé að frétta. Þeim sem finnst þetta erfitt skref og glíma til dæmis við feimni er bent á að ofhugsa málin ekki. Því í Covid hafa allir lært að félagsskapur og samskipti skipta máli, þótt þau séu rafræn. 5. Nýttu tæknina Síðan er um að gera að nýta sér tæknina og taka stutta fundi eða létt spjall með vinnufélaga eða vini yfir daginn: Myndrænt. Til dæmis gætir þú spurt vinnufélaga hvort þú mættir hringja á Teams eða Zoom bara örstutt til að fá álit eða endurgjöf á verkefni sem þú ert að vinna. Sá hópur fólks sem á erfitt með að taka þetta skref, er til dæmis feimið eða „kann ekki við það“ er bent á að æfa sig með því að heyra myndrænt í vini eða fjölsyldumeðlim í nokkrar mínútur á dag. Aðalmálið er að heilu vikurnar í fjarvinnu endi ekki með því að þú nánast sjáir aldrei fólk! Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Hollráð Sóleyjar: „Ekki fyrir alla að vinna í fjarvinnu“ Sóley Kristjánsdóttir viðskiptastjóri hjá Gallup er í fjarvinnu eftir að konan hennar fór í sóttkví. Hún velti strax fyrir sér hvaða tækifæri fælust í aðstæðunum og deilir með okkur hollráðum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum. 20. mars 2020 10:00 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fyrir þann hóp sem hlakkaði mikið til að mæta aftur til vinnu í ágúst og hitta vinnufélagana, gæti fjarvinnan virkað nokkuð niðurdrepandi. En þá er bara um að gera að spyrna við fótum og koma í veg fyrir að einmanaleikatilfinningin geri vart við sig. Hér nokkur ráð. 1. Veldu þér annan viðverustað einu sinni í viku Í stað þess að vera alla daga heima við, veltu fyrir þér hvaða valkosti þú hefur yfir vikuna til að vinna annars staðar. Til dæmis að vinna á kaffihúsi. Á bókasafni. Í Perlunni. Háskólanum. Það felst ákveðin upplyfting í því fyrir okkur að vinna reglulega innan um annað fólk. Sumir gætu líka valið að hitta einn vinnufélaga á kaffihúsi einu sinni í viku. Báðir aðilar að vinna í fjarvinnu en taka spjall í návígi þess á milli. Ef það er leyfilegt er líka upplagt að mæla sér mót á vinnustaðnum einu sinni í mánuði. Til dæmis í stutt spjall við yfirmann eða að taka stuttan fund með vinnufélaga. 2. Nýttu þér sveigjanleika fjarvinnunnar Í flestum tilvikum býður fjarvinnan upp á meiri sveigjanleika en ella. Það að vera bundin í vinnunni á milli klukkan 09-17 er að minnsta kosti ekki algilt. Nýtt þér þennan sveigjanleika með því að brjóta upp daginn og gera eitthvað sem þú átt jafnvel erfiðari með að gera ef þú værir ekki í fjarvinnu. Til dæmis að byrja morguninn í kaffi hjá kunningja klukkan níu. Taka smá spjall og stilla vinnudaginn í samræmi. Eða að nýta tímann sem annars hefði farið í að keyra til og frá vinnu og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað dettur þér í hug? Gott er að miða við að gera eitthvað þar sem þú hittir eða sérð annað fólk. Þótt ekki væri nema göngutúr þar sem annað fólk er líka á ferli. 3. Skipuleggðu betur „eftir vinnu” tímann þinn Þegar að við erum að vinna á vinnustaðnum okkar, hefjast oft einhver hlaup eftir vinnu. Að skutla eða sækja krakkana. Að versla í matinn. Fara í ræktina. Þegar að við erum að vinna ein heima er ágætis ráð að huga betur að tímanum þínum utan vinnu. Velja að gera eitthvað sem tryggir félagsskap eða í það minnsta að þú sjáir annað fólk. Þetta þýðir í raun að við eigum ekki að stara á tölvuna á daginn og sjónvarpsskjáinn á kvöldin. Frekar eigum við að hitta fólk og vera í samskiptum. Hitta vin örstutt á kaffihúsi? Kíkja í stutta heimsókn? Bjóða vinum til þín? Því það er ekkert allt flókið og fyrst við gátum vanið okkur á fjarvinnu getum við alveg búið til nýjar og einfaldar hefðir líka. Hvernig væri til dæmis að fá vinafólk með börnin í einfaldan kvöldmat, fullorðnir spjalla og krakkarnir leika en samt fara allir heim klukkan átta? 4. Virk tenging við vinnufélaga Á mörgum vinnustöðum eru vinnufélagar virkir í rafrænum samskiptum allan daginn og upplifa því ekki einangrun né einmanaleika í fjarvinnu. Þetta getur þó verið afar mismunandi og fer bæði eftir vinnustöðum og því starfi sem við sinnum. Eins getur það verið mismunandi eftir því hvernig persónuleikar við erum. Sum okkar eru hlédræg og feimin, þótt við njótum þess almennt að vera innan um fólk á vinnustaðnum og upplifa félagsskapinn sem þar er. Þegar að þetta hverfur, upplifa margir einmanaleikatilfinningu. En þá er um að gera að hugsa aðeins út fyrir boxið. Þótt okkur kunni jafnvel að finnast við fara aðeins út fyrir þægindarrammann. Einfalt ráð gæti verið að senda eina vinalínu á dag, eða annan hvern dag, á einhvern í hópnum. Bara til að spyrja hvað sé að frétta. Þeim sem finnst þetta erfitt skref og glíma til dæmis við feimni er bent á að ofhugsa málin ekki. Því í Covid hafa allir lært að félagsskapur og samskipti skipta máli, þótt þau séu rafræn. 5. Nýttu tæknina Síðan er um að gera að nýta sér tæknina og taka stutta fundi eða létt spjall með vinnufélaga eða vini yfir daginn: Myndrænt. Til dæmis gætir þú spurt vinnufélaga hvort þú mættir hringja á Teams eða Zoom bara örstutt til að fá álit eða endurgjöf á verkefni sem þú ert að vinna. Sá hópur fólks sem á erfitt með að taka þetta skref, er til dæmis feimið eða „kann ekki við það“ er bent á að æfa sig með því að heyra myndrænt í vini eða fjölsyldumeðlim í nokkrar mínútur á dag. Aðalmálið er að heilu vikurnar í fjarvinnu endi ekki með því að þú nánast sjáir aldrei fólk!
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Hollráð Sóleyjar: „Ekki fyrir alla að vinna í fjarvinnu“ Sóley Kristjánsdóttir viðskiptastjóri hjá Gallup er í fjarvinnu eftir að konan hennar fór í sóttkví. Hún velti strax fyrir sér hvaða tækifæri fælust í aðstæðunum og deilir með okkur hollráðum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum. 20. mars 2020 10:00 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00
Hollráð Sóleyjar: „Ekki fyrir alla að vinna í fjarvinnu“ Sóley Kristjánsdóttir viðskiptastjóri hjá Gallup er í fjarvinnu eftir að konan hennar fór í sóttkví. Hún velti strax fyrir sér hvaða tækifæri fælust í aðstæðunum og deilir með okkur hollráðum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum. 20. mars 2020 10:00
Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01