Íslandsmeistararnir úr leik eftir tap í Noregi 29. júlí 2021 17:55 Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt eru komnir áfram í næstu umferð. Vísir/Bára Dröfn Bodö/Glimt var með 3-0 forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda og því ljóst að von Valsmanna var veik. Þeir norsku voru töluvert sterkari aðilinn í leik kvöldsins, rétt eins og hér heima, og náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik með marki Ulriks Saltnes eftir hornspyrnu. Valsmönnum gekk erfiðlega fram á við og sköpuðu sér fá færi í leiknum. 1-0 stóð í hálfleik en þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik tvöfaldaði Brede Möe forystu Bodö/Glimt þegar hann fylgdi eftir eigin skoti sem Hannes Þór Halldórsson hafði varið. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk fínt tækifæri til að laga stöðuna fyrir Valsmenn undir lok leiks er hann slapp í gegn en vippaði boltanum yfir markið. Skömmu síðar, í uppbótartíma, innsiglaði Elias Hagen 3-0 sigur Bodö/Glimt sem unnu einvígið 6-0 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodø/Glimt sem eru komnir í 3. umferð í forkeppninni. Annað hvort Connah's Quay frá Wales eða Prishtina frá Kósóvó bíður Bodö þar en þeir síðarnefndu unnu fyrri leik liðanna 4-1. Sambandsdeild Evrópu Valur
Bodö/Glimt var með 3-0 forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda og því ljóst að von Valsmanna var veik. Þeir norsku voru töluvert sterkari aðilinn í leik kvöldsins, rétt eins og hér heima, og náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik með marki Ulriks Saltnes eftir hornspyrnu. Valsmönnum gekk erfiðlega fram á við og sköpuðu sér fá færi í leiknum. 1-0 stóð í hálfleik en þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik tvöfaldaði Brede Möe forystu Bodö/Glimt þegar hann fylgdi eftir eigin skoti sem Hannes Þór Halldórsson hafði varið. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk fínt tækifæri til að laga stöðuna fyrir Valsmenn undir lok leiks er hann slapp í gegn en vippaði boltanum yfir markið. Skömmu síðar, í uppbótartíma, innsiglaði Elias Hagen 3-0 sigur Bodö/Glimt sem unnu einvígið 6-0 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodø/Glimt sem eru komnir í 3. umferð í forkeppninni. Annað hvort Connah's Quay frá Wales eða Prishtina frá Kósóvó bíður Bodö þar en þeir síðarnefndu unnu fyrri leik liðanna 4-1.