Þriðja tapið í röð hjá liðum Dags og Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:01 Dagur Sigurðsson ræðir við sína menn í japanska landsliðinu. EPA-EFE/WU HONG Lærisveinar íslensku þjálfaranna Dags Sigurðssonar og Aron Kristjánssonar hafa enn ekki ná að fagna sigri í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira