Að forðast baktalið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júlí 2021 07:01 Hvernig getur þú forðast það að taka þátt í kjaftasögum um annað fólk á þínum vinnustað? Vísir/Getty Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. Og svo það sé nú sagt, hafa rannsóknir reyndar sýnt að kjaftagangur og kjaftasögur eru samkvæmt ekkert alltaf alslæmar. Þvert á móti geta þær sumar hverjar gert samfélaginu gott því kjaftasögur geta oft verið nokkurs konar aðhald á það hvað er samþykkt og hvað ekki. Í umfjöllun TIMES má sjá ýmsan fróðleik úr nokkrum rannsóknum sem gerðar hafa verið síðustu áratugina. Í einni rannsókn sýndu niðurstöður til dæmis að konur eru líklegri en karlar til að gleyma sér um of í kjaftasögum. Bæði kynin eru þó dugleg við þessa iðju. Þetta kann að hljóma mjög illa en svo er í raun ekki. Því rannsóknir hafa sýnt að oft er kjaftagangur og kjaftasögur ekkert spjall undir neikvæðum formerkjum. Heldur er þetta hlutlaust spjall, stundum meira að segja jákvætt. Þegar að við erum að meta kjaftagang, kjaftasögur eða umtal um annað fólk, þurfum við því að meta með hvaða hætti er verið að tala eða segja frá. Því það er fyrst og fremst baktal sem fer illa í okkur. Og hefur neikvæð áhrif á okkur. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að mikið baktal á vinnustöðum dregur úr afköstum okkar. Við eigum líka erfiðara með að treysta samstarfsfélögum okkar á vinnustöðum þar sem við vitum að oft er verið að tala um fólk þegar það er ekki á staðnum. Það getur dregið úr ánægjunni okkar í vinnunni að taka þátt í baktali. Afköstin okkar geta orðið minni og við til dæmis átt erfiðara með að treysta samstarfsfólki okkar.Vísir/Getty En eins og í svo mörgu, snýst áskorunin okkar ekkert um það hvernig annað fólk hegðar sér. Okkar er hins vegar að ákveða hvernig við viljum vera. Hér eru því nokkur ráð til að hjálpa okkur að taka ekki þátt í baktali á vinnustöðum eða í vinahópum. 1. Settu þér markmið: Og stattu við það! Fyrsta skrefið er að lofa okkur sjálfum því að við ætlum ekki að taka þátt í baktali. Sem mörgum finnst kannski hljóma mjög auðveldlega. En hvað gerist þegar þú veist af því að það er einhver spennandi saga í gangi í vinnunni? Hvað ætlar þú að gera þá? Því það kitlar að fá að vita..... er það ekki? En mundu: Þú gafst þér loforð og markmiðið þitt er að taka ekki þátt. Það jákvæða við að vita engar sögur er líka það að þá getur enginn spurt okkur nánar út í eitt eða neitt. Við bara lyftum brúnum, hváum og segjumst bara ekkert vita um málið né vilja það! 2. Æfðu þig í að skipta um umræðuefni En þar sem baktal er svo mörgu fólki tamt getur það verið hægara sagt en gert að fjarlægja sig alfarið frá slíku tali. Ímyndum okkur til dæmis að við séum í hádegismat með vinnufélögum. Þegar að ....BÚMM: Einni góðri sögu um yfirmanninn okkar er varpað fram! Hópurinn við borðið tekst á loft og „allir” vilja vita meira. Eða ræða málin nánar. Það sem við þurfum þá að gera er að skipta um umræðuefni. Til þess að geta það, þurfum við að æfa okkur svolítið. Því æfingin skapar meistarann í þessu eins og öðru. Oft getur það hjálpað að koma með beina spurningu inn í hópinn eða til samstarfsfélagans. Til dæmis: Hvað gerðir þú um helgina? Eða Sástu síðasta Gulla byggir þáttinn? Sumir hafa líka mælt með því að grípa þá í símann sinn og þykjast vera upptekin. Eða skreppa á salernið. 3. Að forðast ákveðnar aðstæður eða fólk Hvar í vinnunni þinni finnst þér algengast að fólk detti í kjaftagang eða baktal? Eða hverjir eru það helst, sem leiða þá umræðu? Því oft er þetta alltaf sama fólkið sem leiðir af stað baktal. Til að forðast baktal þurfum við að kortleggja svolítið hvar kjaftagangur og baktal fer oft fram. Er til dæmis oft verið að tala um annað fólk þegar að fólk er að bíða eftir því að fundur hefjist? Ef svo er, reyndu þá að mæta bara akkúrat á réttum tíma. Og ef það er alltaf sama fólkið sem er að baktala, er gott að reyna að draga úr samskiptum eða samvistum við þann aðila eins og kostur er. 4. Ekki gera undantekningar og bera á milli Að heyra aldrei baktal getur verið hægara sagt en gert. Við gætum vandað okkur í hvívetna og staðið okkur vel í öllu ofangreindu en samt: Við heyrðum þó það sem sagt var! Til viðbótar við að taka aldrei þátt í slíku tali, er síðan mikilvægt að gera aldrei undantekningu á því að bera slíkt tal á milli. Enda hefur baktal oft neikvæð áhrif á það hvernig fólk fer að upplifa viðkomandi einstakling. Munum því það loforð sem við vorum að gefa okkur: Við ætlum ekki að baktala. Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21. júlí 2021 07:00 Alls konar markmið í vinnunni en sömu góðu ráðin Áskoranirnar í vinnunni okkar eru af öllum toga. Allt frá því að vera stórtæk og snúa að starfsframanum okkar, eða bara lítil og góð þar sem okkur langar sjálfum til að bæta okkur í einhverju. Til dæmis að brosa oftar. Eða mæta alltaf á réttum tíma. 23. júlí 2021 07:00 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Og svo það sé nú sagt, hafa rannsóknir reyndar sýnt að kjaftagangur og kjaftasögur eru samkvæmt ekkert alltaf alslæmar. Þvert á móti geta þær sumar hverjar gert samfélaginu gott því kjaftasögur geta oft verið nokkurs konar aðhald á það hvað er samþykkt og hvað ekki. Í umfjöllun TIMES má sjá ýmsan fróðleik úr nokkrum rannsóknum sem gerðar hafa verið síðustu áratugina. Í einni rannsókn sýndu niðurstöður til dæmis að konur eru líklegri en karlar til að gleyma sér um of í kjaftasögum. Bæði kynin eru þó dugleg við þessa iðju. Þetta kann að hljóma mjög illa en svo er í raun ekki. Því rannsóknir hafa sýnt að oft er kjaftagangur og kjaftasögur ekkert spjall undir neikvæðum formerkjum. Heldur er þetta hlutlaust spjall, stundum meira að segja jákvætt. Þegar að við erum að meta kjaftagang, kjaftasögur eða umtal um annað fólk, þurfum við því að meta með hvaða hætti er verið að tala eða segja frá. Því það er fyrst og fremst baktal sem fer illa í okkur. Og hefur neikvæð áhrif á okkur. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að mikið baktal á vinnustöðum dregur úr afköstum okkar. Við eigum líka erfiðara með að treysta samstarfsfélögum okkar á vinnustöðum þar sem við vitum að oft er verið að tala um fólk þegar það er ekki á staðnum. Það getur dregið úr ánægjunni okkar í vinnunni að taka þátt í baktali. Afköstin okkar geta orðið minni og við til dæmis átt erfiðara með að treysta samstarfsfólki okkar.Vísir/Getty En eins og í svo mörgu, snýst áskorunin okkar ekkert um það hvernig annað fólk hegðar sér. Okkar er hins vegar að ákveða hvernig við viljum vera. Hér eru því nokkur ráð til að hjálpa okkur að taka ekki þátt í baktali á vinnustöðum eða í vinahópum. 1. Settu þér markmið: Og stattu við það! Fyrsta skrefið er að lofa okkur sjálfum því að við ætlum ekki að taka þátt í baktali. Sem mörgum finnst kannski hljóma mjög auðveldlega. En hvað gerist þegar þú veist af því að það er einhver spennandi saga í gangi í vinnunni? Hvað ætlar þú að gera þá? Því það kitlar að fá að vita..... er það ekki? En mundu: Þú gafst þér loforð og markmiðið þitt er að taka ekki þátt. Það jákvæða við að vita engar sögur er líka það að þá getur enginn spurt okkur nánar út í eitt eða neitt. Við bara lyftum brúnum, hváum og segjumst bara ekkert vita um málið né vilja það! 2. Æfðu þig í að skipta um umræðuefni En þar sem baktal er svo mörgu fólki tamt getur það verið hægara sagt en gert að fjarlægja sig alfarið frá slíku tali. Ímyndum okkur til dæmis að við séum í hádegismat með vinnufélögum. Þegar að ....BÚMM: Einni góðri sögu um yfirmanninn okkar er varpað fram! Hópurinn við borðið tekst á loft og „allir” vilja vita meira. Eða ræða málin nánar. Það sem við þurfum þá að gera er að skipta um umræðuefni. Til þess að geta það, þurfum við að æfa okkur svolítið. Því æfingin skapar meistarann í þessu eins og öðru. Oft getur það hjálpað að koma með beina spurningu inn í hópinn eða til samstarfsfélagans. Til dæmis: Hvað gerðir þú um helgina? Eða Sástu síðasta Gulla byggir þáttinn? Sumir hafa líka mælt með því að grípa þá í símann sinn og þykjast vera upptekin. Eða skreppa á salernið. 3. Að forðast ákveðnar aðstæður eða fólk Hvar í vinnunni þinni finnst þér algengast að fólk detti í kjaftagang eða baktal? Eða hverjir eru það helst, sem leiða þá umræðu? Því oft er þetta alltaf sama fólkið sem leiðir af stað baktal. Til að forðast baktal þurfum við að kortleggja svolítið hvar kjaftagangur og baktal fer oft fram. Er til dæmis oft verið að tala um annað fólk þegar að fólk er að bíða eftir því að fundur hefjist? Ef svo er, reyndu þá að mæta bara akkúrat á réttum tíma. Og ef það er alltaf sama fólkið sem er að baktala, er gott að reyna að draga úr samskiptum eða samvistum við þann aðila eins og kostur er. 4. Ekki gera undantekningar og bera á milli Að heyra aldrei baktal getur verið hægara sagt en gert. Við gætum vandað okkur í hvívetna og staðið okkur vel í öllu ofangreindu en samt: Við heyrðum þó það sem sagt var! Til viðbótar við að taka aldrei þátt í slíku tali, er síðan mikilvægt að gera aldrei undantekningu á því að bera slíkt tal á milli. Enda hefur baktal oft neikvæð áhrif á það hvernig fólk fer að upplifa viðkomandi einstakling. Munum því það loforð sem við vorum að gefa okkur: Við ætlum ekki að baktala.
Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21. júlí 2021 07:00 Alls konar markmið í vinnunni en sömu góðu ráðin Áskoranirnar í vinnunni okkar eru af öllum toga. Allt frá því að vera stórtæk og snúa að starfsframanum okkar, eða bara lítil og góð þar sem okkur langar sjálfum til að bæta okkur í einhverju. Til dæmis að brosa oftar. Eða mæta alltaf á réttum tíma. 23. júlí 2021 07:00 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01
Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21. júlí 2021 07:00
Alls konar markmið í vinnunni en sömu góðu ráðin Áskoranirnar í vinnunni okkar eru af öllum toga. Allt frá því að vera stórtæk og snúa að starfsframanum okkar, eða bara lítil og góð þar sem okkur langar sjálfum til að bæta okkur í einhverju. Til dæmis að brosa oftar. Eða mæta alltaf á réttum tíma. 23. júlí 2021 07:00
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01