Sport

Bjarndýr gengur laust í nágrenni ólympíuvallar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svartbjörninn í Fukushima kannaði aðstæður fyrir fyrsta leikinn í mjúkboltakeppni Ólympíuleikanna.
Svartbjörninn í Fukushima kannaði aðstæður fyrir fyrsta leikinn í mjúkboltakeppni Ólympíuleikanna. getty/Wolfgang Kaehler

Svartbjörn gengur enn laus í nágrenni Azuma hafnaboltavallarins í Fukushima í Japan.

Björninn sást nokkrum sinnum á vellinum fyrir upphafsleik mjúkboltakeppninnar á Ólympíuleikunum.

Gripið var til ýmissa ráða til handsama björninn en án árangurs. Dýrið gengur því enn laust í nágranni vallarins. Nokkuð algengt er að birnir ráfi inn í bæi og þorp í Japan.

„Ég varð fyrir smá vonbrigðum að hafa ekki séð björninn,“ sagði Monica Abbott, leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins. Það hefur ekki látið fréttirnar um björninn á sig fá og unnið báða leiki sína til þessa í mjúkboltakeppninni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í Peking 2008 sem keppt er í mjúkbolta á Ólympíuleikunum. Fyrir þrettán árum stóð Japan uppi sem sigurvegari í greininni en Bandaríkin enduðu í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×