Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2021 18:26 Sindri Snær Magnússon skoraði annað mark ÍA gegn Val. vísir/bára ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. Akurnesingar eru enn á botni deildarinnar en sjá nú aðeins til lands eftir magurt gengi að undanförnu. Valsmenn eru enn á toppnum en Víkingar og Blikar geta sett pressu á þá með sigri í sínum leikjum í 13. umferðinni. Öll þrjú mörkin í dag komu í seinni hálfleik. Sebastian Hedlund skoraði sjálfsmark á 49. mínútu og Sindri Snær Magnússon tvöfaldaði svo forystu ÍA á 65. mínútu. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn átta mínútum síðar en nær komst Valur ekki. Fyrri hálfleikurinn var afar rislítill og fátt markvert gerðist í honum. Skagamenn voru þó eflaust mun sáttari eftir hann. Þeir komust næst því að skora á 43. mínútu þegar Steinar Þorsteinsson hitti ekki markið í fínu færi eftir góða sendingu Jóns Gísla Eylands Gíslasonar. Almarr Ormarsson fékk besta færi Vals á 16. mínútu en skot hans úr vítateignum fór í Hall Flosason sem þurfti seinna í hálfleiknum að fara af velli vegna meiðsla. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og fengu þrjár hornspyrnur í röð. Og eftir þá þriðju náðu þeir forystunni. Hedlund skallaði þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Gísla Laxdals Unnarssonar. Heimir Guðjónssonar gerði þrefalda skiptingu eftir klukkutíma og þá loks kraftur í Valsmenn. Árni Marinó Einarsson, sem hafði nánast ekkert haft að gera fram að því, varði frá Patrick Pedersen og Kaj Leo átti svo skot í stöng. Eftir þessa orrahríð komust Skagamenn í 2-0. Eftir langt innkast Alexanders Davey skallaði Viktor Jónsson boltann á fjær þar sem Sindri Snær skoraði eftir að varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason tók þá óskiljanlegu ákvörðun að fara frá honum. Tveimur mínútum síðar átti Guðmundur Andri svo skalla í slá eftir fyrirgjöf Kaj Leos. Færeyingurinn var mjög frískur eftir að hann kom inn á og á 73. mínútu minnkaði hann muninn með frábæru skoti eftir að þriðji varamaðurinn, Haukur Páll Sigurðsson, lagði boltann á hann. Skömmu síðar komst Guðmundur Andri í gott færi en Davey kastaði sér fyrir skot hans. Í uppbótartíma slapp Aron Kristófer Lárusson í gegnum vörn Vals en Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Skömmu síðar fékk Patrick Pedersen svo frábært færi til að jafna en skaut í stöng. Valsmenn áttu þrjú skot í marksúlurnar í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki hjá Íslandsmeisturunum og Skagamenn fögnuðu kærkomnum sigri. Af hverju vann ÍA? Skagamenn voru ívið betri í fyrri hálfleik, byrjuðu þann seinni svo af fítonskrafti og komust yfir. Síðasta hálftímann lá verulega á þeim en þeir héldu út. Heimamenn lögðu líf og sál í leikinn og þrátt fyrir erfiða stöðu í deildinni er ljóst að þeir eru ekki af baki dottnir. Hverjir stóðu upp úr? Sindri Snær átti afar góðan leik aftastur á miðju ÍA og fyrir framan hann unnu Ísak Snær Þorvaldsson og Steinar mikla og góða vinnu. Þá léku Skagamenn sinn besta varnarleik á tímabilinu. Davey var sérstaklega öflugur í miðri vörninni og bjargaði líklega marki þegar hann henti sér fyrir skot Guðmundar Andra. Kaj Leo átti frábæra innkomu í lið Vals og breytti leik gestanna til hins betra. Aðrir náðu sér hins vegar ekki á strik. Hvað gekk illa? Valsmenn voru afleitir í klukkutíma, spil þeirra var hægt og fyrirsjáanlegt og þeir virtust fastir í fyrsta gír. Þá vörðust gestirnir tveimur föstum leikatriðum heimamanna illa sem kom þeim í koll. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍA er einnig á heimavelli, gegn FH sunnudaginn 25. júlí. Daginn áður mætir Valur HK í Kórnum. Jóhannes Karl: Hugarfarið var geggjað Eftir tveggja mánaða bið vann ÍA loks deildarleik í dag.vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í bragði eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Vals. „Þetta var kærkomið. Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þetta. Við vissum að við gætum ekki stoppað Valsarana í einu og öllu og auðvitað sköpuðu þeir sér færi. En að sama skapi fengum við líka færi til að komast í 3-1,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er ósáttur við markið sem við fengum á okkur því það voru alveg skýr skilaboð hver ætti að taka hvaða mann í varnarleiknum. Þar var ákveðinn leikmaður ekki nógu nálægt sínum manni og ég hefði viljað koma í veg fyrir það og halda 2-0 stöðunni lengur.“ Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og komu svo gríðarlega sterkir til leiks í þeim seinni. „Fyrri hálfleikurinn var frábær og það er ekkert auðvelt að mæta liði eins og Val. Hugarfarið var geggjað og við mættum grimmir í seinni hálfleikinn. Það er ekkert annað hægt að gera en að hrósa strákunum fyrir vinnuna sem þeir lögðu í leikinn. Í síðasta leik vorum við ragir og hræddir en við vorum allt annað dýr í dag. En við þurfum að gjöra svo vel að fylgja þessu eftir,“ sagði Jóhannes Karl. Þrátt fyrir slakt gengi og erfiða stöðu hefur Jóhannes Karl alltaf haft trú á sínu liði. „Ég hef tönnlast á því að ég viti að það búi meira í þessu liði og þessum hóp en það eru ekkert margir sem hafa fylgt því eftir með mér. En ég hef gríðarlega mikla trú á þessum strákum og veit að það býr meira í þeim. Og þegar hugarfarið er svona höfum við líka hæfileika til að skora mörk. Þú þarft sama hugarfar í alla leiki ef þú ætlar að vinna í efstu deild,“ sagði Jóhannes Karl að endingu. Heimir: Urðum sjálfum okkur og félaginu til skammar Heimi Guðjónssyni fannst ekkert til spilamennsku Vals gegn ÍA koma.vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna á Akranesi í dag. „Ég vil óska Skagamönnum til hamingju með sigurinn. Þeir voru miklu betri en við og leikurinn var vel uppsettur hjá Jóa Kalla. Við höfðum engan áhuga á að koma hingað og spila fótbolta og hvað þá að berjast,“ sagði Heimir eftir leik. En af hverju voru hans menn ekki tilbúnir í leikinn? „Það er góð spurning. Ég þarf að finna út úr því. Ég var búinn að tala um það fyrir leikinn að allir vita að þegar þú kemur hingað upp á Akranes og ert ekki með grunnatriðin á hreinu lendirðu í vandræðum. Og þau voru ekki á hreinu hjá okkur. Við kláruðum aldrei varnarleikinn sem lið og menn voru alltaf að hugsa um að komast í sókn,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik var sóknin svo eitthvað smá spil, fimm metra sendingar, og við áttum ekkert skilið.“ Fram að þreföldu skiptingunni sem Heimir gerði eftir klukkutíma var ekki sjón að sjá Valsliðið. „Við urðum okkur sjálfum og félaginu til skammar hérna í dag,“ sagði Heimir sem vildi ekki meina að leikurinn gegn Dinamo Zagreb fyrr í vikunni hefði haft einhver áhrif. Evrópuleikurinn var á þriðjudaginn. Núna er laugardagur. Það er nógur tími til að hvíla sig. Við vorum bara aldrei klárir í þennan leik. Við litum bara á hann sem einhvern æfingaleik á undirbúningstímabili,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur
ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. Akurnesingar eru enn á botni deildarinnar en sjá nú aðeins til lands eftir magurt gengi að undanförnu. Valsmenn eru enn á toppnum en Víkingar og Blikar geta sett pressu á þá með sigri í sínum leikjum í 13. umferðinni. Öll þrjú mörkin í dag komu í seinni hálfleik. Sebastian Hedlund skoraði sjálfsmark á 49. mínútu og Sindri Snær Magnússon tvöfaldaði svo forystu ÍA á 65. mínútu. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn átta mínútum síðar en nær komst Valur ekki. Fyrri hálfleikurinn var afar rislítill og fátt markvert gerðist í honum. Skagamenn voru þó eflaust mun sáttari eftir hann. Þeir komust næst því að skora á 43. mínútu þegar Steinar Þorsteinsson hitti ekki markið í fínu færi eftir góða sendingu Jóns Gísla Eylands Gíslasonar. Almarr Ormarsson fékk besta færi Vals á 16. mínútu en skot hans úr vítateignum fór í Hall Flosason sem þurfti seinna í hálfleiknum að fara af velli vegna meiðsla. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og fengu þrjár hornspyrnur í röð. Og eftir þá þriðju náðu þeir forystunni. Hedlund skallaði þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Gísla Laxdals Unnarssonar. Heimir Guðjónssonar gerði þrefalda skiptingu eftir klukkutíma og þá loks kraftur í Valsmenn. Árni Marinó Einarsson, sem hafði nánast ekkert haft að gera fram að því, varði frá Patrick Pedersen og Kaj Leo átti svo skot í stöng. Eftir þessa orrahríð komust Skagamenn í 2-0. Eftir langt innkast Alexanders Davey skallaði Viktor Jónsson boltann á fjær þar sem Sindri Snær skoraði eftir að varamaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason tók þá óskiljanlegu ákvörðun að fara frá honum. Tveimur mínútum síðar átti Guðmundur Andri svo skalla í slá eftir fyrirgjöf Kaj Leos. Færeyingurinn var mjög frískur eftir að hann kom inn á og á 73. mínútu minnkaði hann muninn með frábæru skoti eftir að þriðji varamaðurinn, Haukur Páll Sigurðsson, lagði boltann á hann. Skömmu síðar komst Guðmundur Andri í gott færi en Davey kastaði sér fyrir skot hans. Í uppbótartíma slapp Aron Kristófer Lárusson í gegnum vörn Vals en Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Skömmu síðar fékk Patrick Pedersen svo frábært færi til að jafna en skaut í stöng. Valsmenn áttu þrjú skot í marksúlurnar í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki hjá Íslandsmeisturunum og Skagamenn fögnuðu kærkomnum sigri. Af hverju vann ÍA? Skagamenn voru ívið betri í fyrri hálfleik, byrjuðu þann seinni svo af fítonskrafti og komust yfir. Síðasta hálftímann lá verulega á þeim en þeir héldu út. Heimamenn lögðu líf og sál í leikinn og þrátt fyrir erfiða stöðu í deildinni er ljóst að þeir eru ekki af baki dottnir. Hverjir stóðu upp úr? Sindri Snær átti afar góðan leik aftastur á miðju ÍA og fyrir framan hann unnu Ísak Snær Þorvaldsson og Steinar mikla og góða vinnu. Þá léku Skagamenn sinn besta varnarleik á tímabilinu. Davey var sérstaklega öflugur í miðri vörninni og bjargaði líklega marki þegar hann henti sér fyrir skot Guðmundar Andra. Kaj Leo átti frábæra innkomu í lið Vals og breytti leik gestanna til hins betra. Aðrir náðu sér hins vegar ekki á strik. Hvað gekk illa? Valsmenn voru afleitir í klukkutíma, spil þeirra var hægt og fyrirsjáanlegt og þeir virtust fastir í fyrsta gír. Þá vörðust gestirnir tveimur föstum leikatriðum heimamanna illa sem kom þeim í koll. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍA er einnig á heimavelli, gegn FH sunnudaginn 25. júlí. Daginn áður mætir Valur HK í Kórnum. Jóhannes Karl: Hugarfarið var geggjað Eftir tveggja mánaða bið vann ÍA loks deildarleik í dag.vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í bragði eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Vals. „Þetta var kærkomið. Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þetta. Við vissum að við gætum ekki stoppað Valsarana í einu og öllu og auðvitað sköpuðu þeir sér færi. En að sama skapi fengum við líka færi til að komast í 3-1,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er ósáttur við markið sem við fengum á okkur því það voru alveg skýr skilaboð hver ætti að taka hvaða mann í varnarleiknum. Þar var ákveðinn leikmaður ekki nógu nálægt sínum manni og ég hefði viljað koma í veg fyrir það og halda 2-0 stöðunni lengur.“ Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og komu svo gríðarlega sterkir til leiks í þeim seinni. „Fyrri hálfleikurinn var frábær og það er ekkert auðvelt að mæta liði eins og Val. Hugarfarið var geggjað og við mættum grimmir í seinni hálfleikinn. Það er ekkert annað hægt að gera en að hrósa strákunum fyrir vinnuna sem þeir lögðu í leikinn. Í síðasta leik vorum við ragir og hræddir en við vorum allt annað dýr í dag. En við þurfum að gjöra svo vel að fylgja þessu eftir,“ sagði Jóhannes Karl. Þrátt fyrir slakt gengi og erfiða stöðu hefur Jóhannes Karl alltaf haft trú á sínu liði. „Ég hef tönnlast á því að ég viti að það búi meira í þessu liði og þessum hóp en það eru ekkert margir sem hafa fylgt því eftir með mér. En ég hef gríðarlega mikla trú á þessum strákum og veit að það býr meira í þeim. Og þegar hugarfarið er svona höfum við líka hæfileika til að skora mörk. Þú þarft sama hugarfar í alla leiki ef þú ætlar að vinna í efstu deild,“ sagði Jóhannes Karl að endingu. Heimir: Urðum sjálfum okkur og félaginu til skammar Heimi Guðjónssyni fannst ekkert til spilamennsku Vals gegn ÍA koma.vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna á Akranesi í dag. „Ég vil óska Skagamönnum til hamingju með sigurinn. Þeir voru miklu betri en við og leikurinn var vel uppsettur hjá Jóa Kalla. Við höfðum engan áhuga á að koma hingað og spila fótbolta og hvað þá að berjast,“ sagði Heimir eftir leik. En af hverju voru hans menn ekki tilbúnir í leikinn? „Það er góð spurning. Ég þarf að finna út úr því. Ég var búinn að tala um það fyrir leikinn að allir vita að þegar þú kemur hingað upp á Akranes og ert ekki með grunnatriðin á hreinu lendirðu í vandræðum. Og þau voru ekki á hreinu hjá okkur. Við kláruðum aldrei varnarleikinn sem lið og menn voru alltaf að hugsa um að komast í sókn,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik var sóknin svo eitthvað smá spil, fimm metra sendingar, og við áttum ekkert skilið.“ Fram að þreföldu skiptingunni sem Heimir gerði eftir klukkutíma var ekki sjón að sjá Valsliðið. „Við urðum okkur sjálfum og félaginu til skammar hérna í dag,“ sagði Heimir sem vildi ekki meina að leikurinn gegn Dinamo Zagreb fyrr í vikunni hefði haft einhver áhrif. Evrópuleikurinn var á þriðjudaginn. Núna er laugardagur. Það er nógur tími til að hvíla sig. Við vorum bara aldrei klárir í þennan leik. Við litum bara á hann sem einhvern æfingaleik á undirbúningstímabili,“ sagði Heimir að lokum.