Umfjöllun og viðtöl: Valur - Dinamo Zagreb 0-2 | Valsmenn úr leik í Meistaradeildinni Árni Konráð Árnason skrifar 13. júlí 2021 23:10 Guðmundur Andri Tryggvason á ferðinni í leiknum á Hlíðarenda. vísir/bára Valur tók á móti Króatíumeisturum Dinamo Zagreb á Hlíðarenda í Meistaradeildinni í kvöld. Dinamo Zagreb vann fyrri viðureign liðanna 3-2 í Króatíu, en Valsmenn skoruðu bæði mörk sín á lokamínútunum. Króatarnir mættu með mun sterkara lið en í fyrri viðureign liðanna og unnu að lokum 2-0 sigur, og samanlagt 5-3. Dinamo Zagreb, sem að var án leikmanna eins og Mario Gavranović, Bruno Petković, Dominik Livaković, Mislav Oršić og Luka Ivanušec í fyrri viðureign liðanna, endurheimti þá leikmenn eftir að EM lauk að frátöldum Dominik Livaković. Leikmennirnir áttu að vera í sumarfríi en Damir Krznar þjálfari Dinamo Zagreb kallaði fjórmenningana inn, enda mikið í húfi. Það var því við búist að Valur ætti í brattann að sækja í leik kvöldsins, enda að spila við lið sem að féll úr 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á seinustu leiktíð gegn Evrópumeisturum Villarreal. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu nokkur hættuleg færi og virtust vilja sigurinn meira. Leikmenn Dinamo búa þó yfir miklum gæðum og upp úr engu náði Luka Ivanušec að klobba Rasmus Christiansen og sleppa einn í gegn. Einn á móti Hannesi í markinu setti Ivanušec boltann í fjærhornið og kom Dinamo Zagreb þar með yfir í leiknum, 0-1 og 4-2 í einvíginu. Valsmenn voru þó nálægt því að jafna leikinn þegar að Guðmundur Andri slapp í gegn en Danijel Zagorac náði að handsama boltann meistaralega. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og Dinamo Zagreb leiddi í hálfleik 0-1. Barátta í vítateig Dinamo Zagreb.vísir/bára Valsmenn komu með sömu baráttu inn í seinni hálfleik og voru að ógna marki Króatanna. Á 58. mínútu gerðu Króatar síðan skiptingu og virtust falla aftar á völlinn við það. Á 67. mínútu keyrði Birkir Már Sævarsson upp hægri vænginn þar sem að hann átti fyrirgjöf fyrir markið. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr voru þar á auðum sjó en virtust flækjast fyrir hvor öðrum og færið dó út. Þarna voru Zagreb menn stálheppnir að þetta furðulega atvik átti sér stað. Það var síðan einungis þremur mínútum síðar eða á 70. mínútu þegar að Valsmenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Birkir Heimisson og Christian Kohler gerðu sig líklega til þess að taka spyrnuna, en það var Kohler sem að tók hana. Frábær spyrna sem að var þéttingsföst, yfir vegginn í nærhornið en Danijel Zagorac í marki Dinamo átti stórkostlega vörslu. Dinamo vann sig aftur inn í leikinn á u.þ.b. 75. mínútu og ríkti jafnræði með liðunum þar sem að bæði lið fengu færi. Heimir Guðjónsson tók þá Christian Kohler út af og stillti upp þriggja manna varnarlínu í von um að ná inn sárabótamarki. Valsmenn sóttu hátt og Dinamo menn nýttu sér það. Það var Mislav Oršić sem að skoraði mark á 89. mínútu leiksins og kom Dinamo Zagreb í 0-2. Oršić skoraði einmitt í seinasta leik sem að hann spilaði, en sá leikur var á móti Spáni á EM. Lokaniðurstaða 0-2 í þessum leik, Dinamo Zagreb í vil og 2-5 í einvíginu. Valur kemst því ekki áfram í næstu umferð í deild hinna bestu. Dinamo Zagreb eiga nokkuð þægilegan leik í næstu umferð og mæta þar Omonia Nicosia frá Kýpur. Birkir Heimisson átti góðan leik fyrir Val.vísir/bára Af hverju vann Dinamo Zagreb? Dinamo Zagreb var einfaldlega allt of stór biti fyrir Valsmenn. 0-2 í kvöld tel ég vera frábæra niðurstöðu fyrir Val miðað við að Dinamo hafi kallað inn fjóra frábæra leikmenn úr sumarfríi sem að spiluðu allir á EM. Dinamo Zagreb sló Tottenham úr Evrópudeildinni fyrir minna en fjórum mánuðum sem að segir sitt um gæði liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið í heild sinni var að berjast, allir sem einn, í kvöld. Það áttu allir mjög góðan leik en Kristinn Freyr, Birkir Heimisson, Guðmundur Andri og Hannes Þór voru allir framúrskarandi í kvöld. Birkir sýndi þvílíkan baráttuvilja inn á miðju Valsmanna í kvöld, henti sér í allar tæklingar og gaf ekkert eftir. Kristinn Freyr er einstaklega lunkinn með boltann, gaf sig allan og átti frábæran leik. Hannes átti þá nokkrar frábærar vörslur og náði að halda Valsmönnum inn í leiknum. Guðmundur Andri stríddi vörn Dinamo allan leikinn, hann gaf engan afslátt í kvöld. Hvað gekk illa? Valsmenn voru bara ekki að ná að slútta. Ber þar helst að nefna atvikið þegar að Patrick Pedersen og Kristinn Freyr þvældust fyrir hvor öðrum, með boltann beint fyrir framan markið. Þarna vantaði talanda. Rasmus lét klobba sig í fysta marki Dinamo og virtist þetta allt of auðvelt fyrir Luka Ivanušec. Hann átti þá aðra glórulausa sendingu sem að Dinamo hefði hæglega getað refsað fyrir. Þá átti skrítið atvik sér stað þar sem að Sebastian Hedlund sendingu á Hannes og stóð síðan kyrr á meðan Bruno Petkovic kom á fleygiferð. Hannes neyddist til þess að sparka boltanum í innkast. Þarna vantaði mikið upp á hreyfanleika og talanda. Hvað gerist næst? Valsmenn detta út úr Meistaradeildinni og fara þaðan í Sambandsdeildina. Hannes: Öll heimsins pressa á þeim að klára okkur Hannes Þór Halldórsson var ekki sáttur með niðurstöðu leiksins.vísir/bára „Svekkelsi að hafa tapað þessu, mér fannst við hafa gefið allt sem að við áttum í þetta. Sýndum flotta frammistöðu. Við vorum alveg með þá, að mér fannst áður en að þeir skora þetta fyrsta mark eftir klaufagang. Það gerir þeim lífið auðveldara fyrir. Við vissum að ef að við myndum ná 0-0 í hálfleik að þá yrðu þeir smá saman stressaðir. Það er öll heimsins pressa á þeim að klára okkur. Þeir hefðu orðið smeykir ef að við hefðum farið með 0-0 inn í seinni hálfleik“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Dinamo Zagreb komst yfir á 29. mínútu eftir að Luka Ivanušec klobbaði Rasmus og setti hann í fjærhornið, það er ekki hægt að tala um að markið hafi legið í loftinu enda voru Valsmenn fastir fyrir og gáfu engan afslátt í baráttu sinni við Króatana. Damir Krznar þjálfari Dinamo Zagreb kallaði fjóra leikmenn inn úr sumarfríi, enda mikið í húfi fyrir félagið. Hannes segir það mikið hrós að þeir viti að þeir geti unnið þá. „Já, ég er ekkert viss um að það væri planað, nema að þeir þurftu á þeim að halda“ sagði Hannes og heldur áfram; „við gerðum mjög vel í að koma til baka úr erfiðri stöðu í Zagreb og komum inn í þetta einvígi með allt galopið og þeir vissu það alveg að við kunnum fótbolta og það getur allt gerst í þessu. Ef að við hefðum sett eitt að þá hefði allt farið upp í loft og þeir hefðu farið að skjálfa, þannig ég held að þeim hafi ekkert liðið vel fyrir þennan leik“ sagði Hannes að lokum. Meistaradeild Evrópu Valur
Valur tók á móti Króatíumeisturum Dinamo Zagreb á Hlíðarenda í Meistaradeildinni í kvöld. Dinamo Zagreb vann fyrri viðureign liðanna 3-2 í Króatíu, en Valsmenn skoruðu bæði mörk sín á lokamínútunum. Króatarnir mættu með mun sterkara lið en í fyrri viðureign liðanna og unnu að lokum 2-0 sigur, og samanlagt 5-3. Dinamo Zagreb, sem að var án leikmanna eins og Mario Gavranović, Bruno Petković, Dominik Livaković, Mislav Oršić og Luka Ivanušec í fyrri viðureign liðanna, endurheimti þá leikmenn eftir að EM lauk að frátöldum Dominik Livaković. Leikmennirnir áttu að vera í sumarfríi en Damir Krznar þjálfari Dinamo Zagreb kallaði fjórmenningana inn, enda mikið í húfi. Það var því við búist að Valur ætti í brattann að sækja í leik kvöldsins, enda að spila við lið sem að féll úr 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á seinustu leiktíð gegn Evrópumeisturum Villarreal. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu nokkur hættuleg færi og virtust vilja sigurinn meira. Leikmenn Dinamo búa þó yfir miklum gæðum og upp úr engu náði Luka Ivanušec að klobba Rasmus Christiansen og sleppa einn í gegn. Einn á móti Hannesi í markinu setti Ivanušec boltann í fjærhornið og kom Dinamo Zagreb þar með yfir í leiknum, 0-1 og 4-2 í einvíginu. Valsmenn voru þó nálægt því að jafna leikinn þegar að Guðmundur Andri slapp í gegn en Danijel Zagorac náði að handsama boltann meistaralega. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og Dinamo Zagreb leiddi í hálfleik 0-1. Barátta í vítateig Dinamo Zagreb.vísir/bára Valsmenn komu með sömu baráttu inn í seinni hálfleik og voru að ógna marki Króatanna. Á 58. mínútu gerðu Króatar síðan skiptingu og virtust falla aftar á völlinn við það. Á 67. mínútu keyrði Birkir Már Sævarsson upp hægri vænginn þar sem að hann átti fyrirgjöf fyrir markið. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr voru þar á auðum sjó en virtust flækjast fyrir hvor öðrum og færið dó út. Þarna voru Zagreb menn stálheppnir að þetta furðulega atvik átti sér stað. Það var síðan einungis þremur mínútum síðar eða á 70. mínútu þegar að Valsmenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Birkir Heimisson og Christian Kohler gerðu sig líklega til þess að taka spyrnuna, en það var Kohler sem að tók hana. Frábær spyrna sem að var þéttingsföst, yfir vegginn í nærhornið en Danijel Zagorac í marki Dinamo átti stórkostlega vörslu. Dinamo vann sig aftur inn í leikinn á u.þ.b. 75. mínútu og ríkti jafnræði með liðunum þar sem að bæði lið fengu færi. Heimir Guðjónsson tók þá Christian Kohler út af og stillti upp þriggja manna varnarlínu í von um að ná inn sárabótamarki. Valsmenn sóttu hátt og Dinamo menn nýttu sér það. Það var Mislav Oršić sem að skoraði mark á 89. mínútu leiksins og kom Dinamo Zagreb í 0-2. Oršić skoraði einmitt í seinasta leik sem að hann spilaði, en sá leikur var á móti Spáni á EM. Lokaniðurstaða 0-2 í þessum leik, Dinamo Zagreb í vil og 2-5 í einvíginu. Valur kemst því ekki áfram í næstu umferð í deild hinna bestu. Dinamo Zagreb eiga nokkuð þægilegan leik í næstu umferð og mæta þar Omonia Nicosia frá Kýpur. Birkir Heimisson átti góðan leik fyrir Val.vísir/bára Af hverju vann Dinamo Zagreb? Dinamo Zagreb var einfaldlega allt of stór biti fyrir Valsmenn. 0-2 í kvöld tel ég vera frábæra niðurstöðu fyrir Val miðað við að Dinamo hafi kallað inn fjóra frábæra leikmenn úr sumarfríi sem að spiluðu allir á EM. Dinamo Zagreb sló Tottenham úr Evrópudeildinni fyrir minna en fjórum mánuðum sem að segir sitt um gæði liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið í heild sinni var að berjast, allir sem einn, í kvöld. Það áttu allir mjög góðan leik en Kristinn Freyr, Birkir Heimisson, Guðmundur Andri og Hannes Þór voru allir framúrskarandi í kvöld. Birkir sýndi þvílíkan baráttuvilja inn á miðju Valsmanna í kvöld, henti sér í allar tæklingar og gaf ekkert eftir. Kristinn Freyr er einstaklega lunkinn með boltann, gaf sig allan og átti frábæran leik. Hannes átti þá nokkrar frábærar vörslur og náði að halda Valsmönnum inn í leiknum. Guðmundur Andri stríddi vörn Dinamo allan leikinn, hann gaf engan afslátt í kvöld. Hvað gekk illa? Valsmenn voru bara ekki að ná að slútta. Ber þar helst að nefna atvikið þegar að Patrick Pedersen og Kristinn Freyr þvældust fyrir hvor öðrum, með boltann beint fyrir framan markið. Þarna vantaði talanda. Rasmus lét klobba sig í fysta marki Dinamo og virtist þetta allt of auðvelt fyrir Luka Ivanušec. Hann átti þá aðra glórulausa sendingu sem að Dinamo hefði hæglega getað refsað fyrir. Þá átti skrítið atvik sér stað þar sem að Sebastian Hedlund sendingu á Hannes og stóð síðan kyrr á meðan Bruno Petkovic kom á fleygiferð. Hannes neyddist til þess að sparka boltanum í innkast. Þarna vantaði mikið upp á hreyfanleika og talanda. Hvað gerist næst? Valsmenn detta út úr Meistaradeildinni og fara þaðan í Sambandsdeildina. Hannes: Öll heimsins pressa á þeim að klára okkur Hannes Þór Halldórsson var ekki sáttur með niðurstöðu leiksins.vísir/bára „Svekkelsi að hafa tapað þessu, mér fannst við hafa gefið allt sem að við áttum í þetta. Sýndum flotta frammistöðu. Við vorum alveg með þá, að mér fannst áður en að þeir skora þetta fyrsta mark eftir klaufagang. Það gerir þeim lífið auðveldara fyrir. Við vissum að ef að við myndum ná 0-0 í hálfleik að þá yrðu þeir smá saman stressaðir. Það er öll heimsins pressa á þeim að klára okkur. Þeir hefðu orðið smeykir ef að við hefðum farið með 0-0 inn í seinni hálfleik“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Dinamo Zagreb komst yfir á 29. mínútu eftir að Luka Ivanušec klobbaði Rasmus og setti hann í fjærhornið, það er ekki hægt að tala um að markið hafi legið í loftinu enda voru Valsmenn fastir fyrir og gáfu engan afslátt í baráttu sinni við Króatana. Damir Krznar þjálfari Dinamo Zagreb kallaði fjóra leikmenn inn úr sumarfríi, enda mikið í húfi fyrir félagið. Hannes segir það mikið hrós að þeir viti að þeir geti unnið þá. „Já, ég er ekkert viss um að það væri planað, nema að þeir þurftu á þeim að halda“ sagði Hannes og heldur áfram; „við gerðum mjög vel í að koma til baka úr erfiðri stöðu í Zagreb og komum inn í þetta einvígi með allt galopið og þeir vissu það alveg að við kunnum fótbolta og það getur allt gerst í þessu. Ef að við hefðum sett eitt að þá hefði allt farið upp í loft og þeir hefðu farið að skjálfa, þannig ég held að þeim hafi ekkert liðið vel fyrir þennan leik“ sagði Hannes að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti