Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. júlí 2021 07:01 Eitt af því sem rannsóknir hafa sýnt að hvetur okkur til dáða í vinnu er að segja hlutina upphátt og venja okkur á að tala hvetjandi til okkar sjálfra á hverjum degi. Vísir/Getty Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! Í stað þess að hugsa aðeins um verkefnalista fyrir vinnuna, getur því verið ágætt fyrir okkur að búa okkur líka til verkefnalista fyrir hugann. Þennan verkefnalista hugans notum við til að hvetja okkur til dáða í vinnunni, hjálpa okkur að halda einbeitingu á verkefnum, tala jákvætt til okkar í huganum, hrósa okkur frekar en að rífa okkur niður og peppa okkur upp fyrir hvern góðan vinnudag. Því þegar að okkur líður vel í vinnunni, gengur okkur betur. Í afköstum og í samskiptum. Að tala jákvætt til okkar í huganum er hins vegar ekki nóg því rannsóknir sýna að enn betri leið er að segja hlutina upphátt. Í grein á vefsíðunni Shine er til dæmis vitnað í niðurstöður nokkurra rannsókna sem staðfesta þetta. Til dæmis er sagt frá rannsókn sem New York Times fjallaði um. Í henni var fólk beðið um að finna ákveðinn hlut á ljósmynd. Niðurstöður sýndu að sá hópur fólks sem sagði nafnið upphátt á því sem það átti að finna, var fljótari til við að finna myndina heldur en hinir sem aðeins hugsuðu hvað þeir áttu að gera. Eins hafa rannsóknir sýnt að íþróttafólk sem segir markmiðin sín upphátt, eru líklegri til að ná þeim markmiðum fyrr en ella. En hvað kemur þetta vinnunni okkar við? Jú, það er ýmislegt sem bendir til þess að það að segja hlutina upphátt geti hjálpað okkur heilmikið í vinnu. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að það getur hjálpað okkur að halda einbeitingu á verkefnum, ef við segjum upphátt hvað við erum að fara að gera. Dæmi: „Ég ætla að ráðast í að klára þetta verkefni X.“ Með þessu hjálpum við huganum að einbeita okkur að verkefni X og klára það. Það sama gildir um það ef við þurfum að hafa einhverjar upplýsingar eða staðreyndir sérstaklega í huga, á meðan við erum að vinna verkefni. Þá getur verið gott að segja til dæmis: „Það þarf að gera þetta svona vegna þess að XXX er svona.“ Að segja hlutina upphátt er hægt á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt hlutina upphátt við samstarfsfélaga okkar eða látið vita á TEAMS að við erum að fara að ráðast í einhver ákveðin verkefni. Því það að láta vinnufélaga vita virkar oft líka sem góð leið til að hvetja okkur áfram með verkefni. Sumt viljum við þó segja við okkur sjálf í einrúmi. Til dæmis ef við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og stefnum á að vinnudagurinn verði sem bestur. Þá er gott að finna sér stað og stund sem okkur finnst henta. Til dæmis í bílnum á bílastæðinu fyrir utan vinnuna. Eða heima fyrir á morgnana, áður en við mætum til vinnu. En hvað virkar best? Þegar að við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og ætlum að þjálfa okkur í því að segja upphátt nokkurs konar möntru fyrir hvern vinnudag, hafa rannsóknir einkum sýnt tvennt sem virkar mjög vel. Annars vegar að við tölum til okkar í hvetjandi tón og jákvæðum. Hins vegar að við notum nafnið okkar. Því niðurstöður sýna að það hefur jákvæð og uppbyggjandi áhrif á okkur að heyra nafnið okkar í jákvæðum og hvetjandi tón. En hvað í ósköpunum á ég að segja við sjálfan mig? Nú velta því örugglega einhverjir fyrir sér, hvað í ósköpunum þeir ættu svo sem að fara að segja við sjálfan sig. Svona til að hvetja sjálfan sig til dáða hvern vinnudag. Einföld leið til að hefja þessa þjálfun er að segja við sjálfan þig, upphátt, það sama og þú myndir segja við góðan vin. Ímyndum okkur til dæmis að vinur þinn ætti langan og strangan vinnudag framundan: Hvað myndir þú segja við þennan vin til að hvetja hann/hana til dáða og hvernig myndir þú segja það? Loks er ágætt að muna að góðir hlutir gerast hægt. Til þess að ná sem bestum árangri í að efla jákvætt hugarfar og þjálfa sig í að hvetja okkur sjálf til dáða í vinnunni, þurfum við að muna að tala jákvætt til okkar á hverjum degi. Góðu ráðin Tengdar fréttir Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Í stað þess að hugsa aðeins um verkefnalista fyrir vinnuna, getur því verið ágætt fyrir okkur að búa okkur líka til verkefnalista fyrir hugann. Þennan verkefnalista hugans notum við til að hvetja okkur til dáða í vinnunni, hjálpa okkur að halda einbeitingu á verkefnum, tala jákvætt til okkar í huganum, hrósa okkur frekar en að rífa okkur niður og peppa okkur upp fyrir hvern góðan vinnudag. Því þegar að okkur líður vel í vinnunni, gengur okkur betur. Í afköstum og í samskiptum. Að tala jákvætt til okkar í huganum er hins vegar ekki nóg því rannsóknir sýna að enn betri leið er að segja hlutina upphátt. Í grein á vefsíðunni Shine er til dæmis vitnað í niðurstöður nokkurra rannsókna sem staðfesta þetta. Til dæmis er sagt frá rannsókn sem New York Times fjallaði um. Í henni var fólk beðið um að finna ákveðinn hlut á ljósmynd. Niðurstöður sýndu að sá hópur fólks sem sagði nafnið upphátt á því sem það átti að finna, var fljótari til við að finna myndina heldur en hinir sem aðeins hugsuðu hvað þeir áttu að gera. Eins hafa rannsóknir sýnt að íþróttafólk sem segir markmiðin sín upphátt, eru líklegri til að ná þeim markmiðum fyrr en ella. En hvað kemur þetta vinnunni okkar við? Jú, það er ýmislegt sem bendir til þess að það að segja hlutina upphátt geti hjálpað okkur heilmikið í vinnu. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að það getur hjálpað okkur að halda einbeitingu á verkefnum, ef við segjum upphátt hvað við erum að fara að gera. Dæmi: „Ég ætla að ráðast í að klára þetta verkefni X.“ Með þessu hjálpum við huganum að einbeita okkur að verkefni X og klára það. Það sama gildir um það ef við þurfum að hafa einhverjar upplýsingar eða staðreyndir sérstaklega í huga, á meðan við erum að vinna verkefni. Þá getur verið gott að segja til dæmis: „Það þarf að gera þetta svona vegna þess að XXX er svona.“ Að segja hlutina upphátt er hægt á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt hlutina upphátt við samstarfsfélaga okkar eða látið vita á TEAMS að við erum að fara að ráðast í einhver ákveðin verkefni. Því það að láta vinnufélaga vita virkar oft líka sem góð leið til að hvetja okkur áfram með verkefni. Sumt viljum við þó segja við okkur sjálf í einrúmi. Til dæmis ef við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og stefnum á að vinnudagurinn verði sem bestur. Þá er gott að finna sér stað og stund sem okkur finnst henta. Til dæmis í bílnum á bílastæðinu fyrir utan vinnuna. Eða heima fyrir á morgnana, áður en við mætum til vinnu. En hvað virkar best? Þegar að við erum að hvetja okkur sjálf til dáða og ætlum að þjálfa okkur í því að segja upphátt nokkurs konar möntru fyrir hvern vinnudag, hafa rannsóknir einkum sýnt tvennt sem virkar mjög vel. Annars vegar að við tölum til okkar í hvetjandi tón og jákvæðum. Hins vegar að við notum nafnið okkar. Því niðurstöður sýna að það hefur jákvæð og uppbyggjandi áhrif á okkur að heyra nafnið okkar í jákvæðum og hvetjandi tón. En hvað í ósköpunum á ég að segja við sjálfan mig? Nú velta því örugglega einhverjir fyrir sér, hvað í ósköpunum þeir ættu svo sem að fara að segja við sjálfan sig. Svona til að hvetja sjálfan sig til dáða hvern vinnudag. Einföld leið til að hefja þessa þjálfun er að segja við sjálfan þig, upphátt, það sama og þú myndir segja við góðan vin. Ímyndum okkur til dæmis að vinur þinn ætti langan og strangan vinnudag framundan: Hvað myndir þú segja við þennan vin til að hvetja hann/hana til dáða og hvernig myndir þú segja það? Loks er ágætt að muna að góðir hlutir gerast hægt. Til þess að ná sem bestum árangri í að efla jákvætt hugarfar og þjálfa sig í að hvetja okkur sjálf til dáða í vinnunni, þurfum við að muna að tala jákvætt til okkar á hverjum degi.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06