Fótbolti

Kórdrengir upp í þriðja sæti eftir sigur gegn Vestra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kórdrengir tóku þrjú stór stig í dag.
Kórdrengir tóku þrjú stór stig í dag. Vísir/Hulda Margrét

Kórdrengir unnu í dag mikilvægan 2-0 sigur gegn Vestra í Lengjudeild karla. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en það eru Kórdrengir sem halda í við toppliðin með sigrinum.

Það tók Kórdrengi tæplega hálftíma leik að brjóta ísinn. Diogo Coelho braut þá á Axeli Frey Harðarsyni innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Loic Mbang Ondo fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. 

Það var svo ekki fyrr en að rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka að Kórdrengir náðu að tvöfalda forystu sína.

Ondo átti þá langa aukaspyrnu inn á teig sem Connor Simpson skallaði fyrir markið. Boltinn datt þá fyrir Daníel Gylfason sem kláraði færið vel.

Ekki urðu mörkin fleiri og Kórdrengir eru því komnir með 19 stig eftir 11 umferðir, þremur stigum minn en ÍBV í öðru sætinu.

Vestri er áfram með 16 stig í sjötta sæti og þeir fjarlægjast nú baráttuna um sæti í Pepsi Max deildinni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×