Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:53 Harry Bretaprins er einn þeirra sem þjónaði herskyldu sinni í Afganistan. EPA/JOHN STILLWELL Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43