Umfjöllun: Stjarnan - Bohemians 1-1 | Jafnt í Garðabæ í ris litlum leik Árni Jóhannsson skrifar 8. júlí 2021 22:00 Stjarnan Vikingur Olis deild karla vor 2021 KSI Stjarnan tók á móti írska liðinu Bohemians í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Liðin skildu jöfn 1-1 en gestirnir frá Dublin voru meira með boltann en ógnuðu lítið á meðan heimamenn náðu ekki að búa sér til mörg færi en náðu að nýta sér eitt þeirra fáu sem sköpuðust. Bohemians náði fljótt tökum á leiknum í kvöld og náði að halda boltanum innan liðs síns á löngum köflum en náðu ekki að komast í gegnum þéttan varnarvegg heimamanna sem voru mjög skipulagðir til baka. Fyrsta færi gestanna sem eitthvað var varið í kom á sjöundu mínútu þegar Liam Burton náði góðu skoti sem Haraldur Björnsson varði í stöngina. Heimamenn í Stjörnunni náðu ekki að tengja sendingar á milli manna og því varð enginn taktur í leik þeirra. Stjörnumenn komust þó yfir á 24. mínútu þegar Stjarnan fékk innkast sem var varpað inn á teiginn en hreinsað í burtu. Elís Rafn Björnsson fékk boltann og þusti af stað í átt að endamörkum og náði gullfallegri sendingu á kollinn á Emil Atlasyni sem stangaði boltann í jörðina og upp í þaknetið. Markið kom gegn gangi leiksins en Stjörnumenn að sjálfsögðu sáttir. Í lok fyrri hálfleiksins náði svo Stjarnan betri valdi á boltanum og náði köflum þar sem þeir héldu boltanum í lengri tíma en áður í leiknum. Ekki sköpuðust færi né mörk úr því og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-0 fyrir Stjörnumenn. SEinni háfleikur var lítið fyrir augað. Bohemians hélt boltanum lengst af án þess að ógna að ráði. Hinsvegar þegar um 18 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik náði Tyreke Wilson skoti að marki sem fór í varnarmann Störnunnar. Boltinn skrúfaðist þaðan framhjá Haraldi og í fjærhornið. Mjög óheppilegt en Bohemians náðu að jafna og voru sáttir með sitt. Ekki fleira markvert gerðist í leiknum en Stjörnumenn náðu ekki að skapa mörg færi sem og gestirnir og leikar enduðu 1-1. Afhverju varð jafntefli? Það var ákveðin deyfð yfir þessum leik. Bohemians voru mikið með boltann en sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar og Stjörnumenn voru skipulagðir til baka. Bæði lið náðu að nýta eitt af fáum færum sínum og því varð jafntefli. Bestur á vellinum? Brynjar Gauti Guðjónsson fyrirliði Stjörnunnar leiddi sína menn í gegnum þennan leik. Hann var stöðugur í sínum aðgerðum í vörninni, skallaði það sem þurfti að skalla í burtu og skriðstæklaði og stöðvaði sóknaraðgerðir gestanna þegar á þurfti að halda. Hvað gekk illa? Að skapa færi gekk mjög illa sem og að nýta hornspyrnunar sem voru ófáar. Rislítið eins og segir í fyrirsögninni en þannig er það nú bara stundum. Hvað næst? Liðin keppa aftur að viku liðinni en seinni leikurinn fer fram í Dublin. Liðin verða á byrjunarreit þar sem útivallarmarkareglan hefur verið numin úr gildi. Liðin þurfa því að vinna leikinn á fimmtudaginn næsta til að komast í næstu umferð og mæta Dudelang frá Lúxemborg. Því miður þá var ekki í boði að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna vegna reglna sem UEFA setti vegna Covid-19. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. 8. júlí 2021 14:45 Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. 8. júlí 2021 10:01
Stjarnan tók á móti írska liðinu Bohemians í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Liðin skildu jöfn 1-1 en gestirnir frá Dublin voru meira með boltann en ógnuðu lítið á meðan heimamenn náðu ekki að búa sér til mörg færi en náðu að nýta sér eitt þeirra fáu sem sköpuðust. Bohemians náði fljótt tökum á leiknum í kvöld og náði að halda boltanum innan liðs síns á löngum köflum en náðu ekki að komast í gegnum þéttan varnarvegg heimamanna sem voru mjög skipulagðir til baka. Fyrsta færi gestanna sem eitthvað var varið í kom á sjöundu mínútu þegar Liam Burton náði góðu skoti sem Haraldur Björnsson varði í stöngina. Heimamenn í Stjörnunni náðu ekki að tengja sendingar á milli manna og því varð enginn taktur í leik þeirra. Stjörnumenn komust þó yfir á 24. mínútu þegar Stjarnan fékk innkast sem var varpað inn á teiginn en hreinsað í burtu. Elís Rafn Björnsson fékk boltann og þusti af stað í átt að endamörkum og náði gullfallegri sendingu á kollinn á Emil Atlasyni sem stangaði boltann í jörðina og upp í þaknetið. Markið kom gegn gangi leiksins en Stjörnumenn að sjálfsögðu sáttir. Í lok fyrri hálfleiksins náði svo Stjarnan betri valdi á boltanum og náði köflum þar sem þeir héldu boltanum í lengri tíma en áður í leiknum. Ekki sköpuðust færi né mörk úr því og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-0 fyrir Stjörnumenn. SEinni háfleikur var lítið fyrir augað. Bohemians hélt boltanum lengst af án þess að ógna að ráði. Hinsvegar þegar um 18 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik náði Tyreke Wilson skoti að marki sem fór í varnarmann Störnunnar. Boltinn skrúfaðist þaðan framhjá Haraldi og í fjærhornið. Mjög óheppilegt en Bohemians náðu að jafna og voru sáttir með sitt. Ekki fleira markvert gerðist í leiknum en Stjörnumenn náðu ekki að skapa mörg færi sem og gestirnir og leikar enduðu 1-1. Afhverju varð jafntefli? Það var ákveðin deyfð yfir þessum leik. Bohemians voru mikið með boltann en sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar og Stjörnumenn voru skipulagðir til baka. Bæði lið náðu að nýta eitt af fáum færum sínum og því varð jafntefli. Bestur á vellinum? Brynjar Gauti Guðjónsson fyrirliði Stjörnunnar leiddi sína menn í gegnum þennan leik. Hann var stöðugur í sínum aðgerðum í vörninni, skallaði það sem þurfti að skalla í burtu og skriðstæklaði og stöðvaði sóknaraðgerðir gestanna þegar á þurfti að halda. Hvað gekk illa? Að skapa færi gekk mjög illa sem og að nýta hornspyrnunar sem voru ófáar. Rislítið eins og segir í fyrirsögninni en þannig er það nú bara stundum. Hvað næst? Liðin keppa aftur að viku liðinni en seinni leikurinn fer fram í Dublin. Liðin verða á byrjunarreit þar sem útivallarmarkareglan hefur verið numin úr gildi. Liðin þurfa því að vinna leikinn á fimmtudaginn næsta til að komast í næstu umferð og mæta Dudelang frá Lúxemborg. Því miður þá var ekki í boði að taka viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna vegna reglna sem UEFA setti vegna Covid-19.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. 8. júlí 2021 14:45 Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. 8. júlí 2021 10:01
Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram. 8. júlí 2021 14:45
Heiðar segir Stjörnuna vel stemmda og það vera kröfu að fara áfram í Evrópu Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, segist staðráðinn í að hjálpa liðinu að komast í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Garðbæingar hefja leik í kvöld þegar Bohemians frá Írlandi kemur í heimsókn í Garðabæinn. 8. júlí 2021 10:01
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“