Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2021 15:12 „Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós“, sagði Ingólfur í samtali við fréttastofu á dögunum. Vísir/Vilhelm Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. Forsvarsfólk Samfés og Sambands íslenskra framhaldsskólafélaga kannast ekki við bannlista þegar komi að böllum og viðburðum. Þau segja krakkana vita best hverja eigi að bóka. Ingólfur, best þekktur sem Ingó veðurguð, hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum alfarið og segist ætla að leita réttar síns. Umdeild ákvörðun Ásakanir á hendur Ingólfi hafa líkast til ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni. Samtökin Öfgar birtu á dögunum sögur af konum og samskiptum þeirra við Ingó. Konurnar koma ekki fram undir nafni en samtökin segjast hafa staðfest uppruna allra sagnanna. https://t.co/iwSos87ocQhttps://t.co/hMZc9Ovrkdhttps://t.co/n9QE8hbkNAhttps://t.co/Eqp0r7kwcHhttps://t.co/1O4KoFaDYQhttps://t.co/1O4KoFaDYQhttps://t.co/EDXucQiPvHhttps://t.co/v5UA1TPfEi— Öfgar (@ofgarofgar) July 8, 2021 Í ljósi ásakana ákvað Þjóðhátíðarnefnd að afbóka Ingó af Þjóðhátíð. Þar átti hann að stýra Brekkusöng eins og undanfarin ár auk þess að flytja Þjóðhátíðarlag sitt á laugardagskvöldinu. Ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar er umdeild. Margir fagna og sömuleiðis er hópur fólks afar ósáttur og segir Ingó tekinn af lífi, án dóms og laga. „Okkur finnst svolítið langt seilst þegar þrýstihópur á samfélagsmiðlum er farinn að taka ákvarðanir fyrir þá sem eru að skipuleggja viðburði,“ sagði Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri vefmiðilsins Eyjar.net, í samtali við RÚV. Hann safnar undirskriftum til að mótmæla ákvörðuninni. Rúmlega 1600 hafa skrifað undir. Auðvelt er að skrifa undir nafnlaust en Tryggvi segist ætla að sannreyna undirskriftirnar. Enn fleiri hafa á skemmri tíma skrifað undir aðra áskorun, af andstæðum meiði. Þar sem þjóðhátíðarnefnd er hvött til að standa við ákvörðunina. Twitter, eða ekki Twitter Jóhanna Ýr Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Bleika fílsins, forvarnarhóps í Eyjum sem vinnur gegn nauðgunum og hefur unnið að vitundarvakningu í málaflokknum, að stærstum hluta í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd. Hávær umræða er um málefni Ingólfs á samfélagsmiðlinum Twitter. Jóhanna segir í færslu á Facebook að greinilegt sé að Íslendingar skiptist í tvo hópa. Þá sem séu á Twitter og hina sem eru ekki. Bleiki fíllinn vísar til nauðgara, þeirra sem nauðga. Forvarnarhópurinn hefur verið virkur í tíu ár. „Því þeir sem eru ekki á Twitter virðast ekki vita að Samfés, ÍTR og hinir ýmsu skólar hafa lagt blátt bann við að ráða tiltekinn gítargaulara síðustu ár vegna einstaklega óviðeigandi samskipta hans við barnungar stúlkur,“ segir Jóhanna Ýr. Vísar hún til innslags í sjónvarpsþættinum Steindi Jr. frá árum áður þar sem grín hafi verið gert að tónlistarmanninum, sem hún nefnir þó ekki á nafn. Steindi Jr. að fjalla um Ingó Veðurguð 2007 pic.twitter.com/gSgdIDZ9Q9— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 5, 2021 „Reyndar skil ég ekki af hverju ENGIR af þessum stjórnendum sem hafa síðustu tíu ár amk vitað þetta en litu undan, hafi ekki stigið fram núna. Þannig að, þið getið hætt að öskra á þessar ungu stúlkur (sem urðu þolendur sem börn btw), það er heill hafsjór af fullorðnu fólki þarna úti sem VISSI en þau gerðu ekkert.“ Þögnin frá þeim sé meira skerandi en nokkuð annað. Samfés segir krakkana með allt á hreinu Dúna Baldursdóttir, formaður Samfés, segir engan bannlista á viðburðum félagsins. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Þeirra helsta skemmtun sé Samfestingurinn þangað sem listamenn séu ráðnir. „Ungmennaráð Samfés, sem er eina lýðræðislega kjörna ungmennaráð landsins, sér alfarið um að ráða á skemmtunina. Þau hafa bara aldrei beðið um viðkomandi eða hann hefur aldrei verið á lista hjá þeim,“ segir Dúna. Dúna Baldursdóttir er formaður stjórnar Samfés. Ingólfur hafi ekki komið fram á Samfestingnum. „Þau hafa bara verið með þetta á hreinu krakkarnir.“ Ekkert heyrt í Reykjavík Ómar Einarsson, sviðsstjóri hjá Íþrótta- og tómstundaráði, segir málið á engan hátt blasa við ÍTR. Málið snerti ÍTR einfaldlega ekki enda ráði ÍTR enga listamenn til starfa. „Félagsmiðstöðvarnar eru ekki lengur á okkar vegum. Þær eru fyrir löngu farnar til skóla- og frístundasviðs borgarinnar,“ segir Ómar. Hann vísað á skóla- og frístundasvið borgarinnar. Þar er sviðsstjóri Helgi Grímsson. Helgi Grímsson er sviðsstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.Vísir/Helena Rakel „Ég hef bara ekkert heyrt af þessu. Ég náttúrlega kom til starfa fyrir fimm árum síðan, en ég hef ekki heyrt af neinum listamanni eða tónlistarmanni sem er á einhvers konar svörtum lista. En ég get ekki fullyrt það, ég hreinlega þekki það ekki.“ Engir listar í félagsmiðstöðvum borgarinnar Helgi sagði Soffíu Pálsdóttur, skrifstofustjóra frístundamála, mögulega þekkja betur til málsins. Soffía, sem hefur yfirumsjón með félagsmiðstöðvunum í Reykjavík fyrir börn og unglinga upp í 10. bekk, segist vissulega hafa fylgst með málinu í fjölmiðlum. Soffía Pálsdóttir hefur haft umsjón með félagsmiðstöðum Reykjavíkurborgar árum saman. Hún kannast ekki við það að einstaka listamenn séu á bannlista eða umræðu hvað það varðar.Vísir „En ég tengdi það aldrei við félagsmiðstöðvastarf. Ég kannast ekkert við þetta og þetta hefur aldrei komið á mitt borð. Það hefur aldrei verið formlega samþykkt að banna einhvern,“ segir Soffía. Aðspurð hvort einhver hafi verið óformlega bannaður eða hún heyrt umræðu um einstaka listamenn kannast hún ekkert við það. „Ég hef verið að stýra félagsmiðstöðvunum lengi og það hefur aldrei komið inn á borð að banna ætti einhvern tónlistarmann. En ég þekki ekki þennan tónlistarmann. Ég held hann sé ekki að spila tónlist sem unglingarnir okkar séu að hlusta á. Hann er hvorki að spila hjá okkur né er hann bannaður. Enda erum við ekki með neina lista.“ Algengt að rætt sé um listamenn fyrir hvern viðburð Júlíus Viggó Ólafsson, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir sambandið aldrei hafa staðið fyrir neinum lista af listamönnum sem nemendafélög ættu ekki að fá til sín. „Við teljum það ekki vera okkar hlutverk. Við erum ekki vald yfir nemendafélögum heldur hagsmunasamtök nemendafélaga,“ segir Júlíus Viggó. Sambandið hvetji nemendafélög til að hugsa út í málið þegar þau ráði listamenn til sín. Nemendafélögin séu fullfær til að gera það sjálf. Júlíus Viggó Ólafsson segir hvert nemendafélag ákveða hvaða listamenn komi fram á viðburðum í skólanum.Neminn.is Hugmyndir hafi komið upp um einhvers konar lista en slíkt sé vandmeðfarið. „Nemendafélögin eru fleiri en þrjátíu og þau eru mismunandi. Nemendur eru ólíkir. En það eru vissulega margir skólar sem hafa ákveðið að ráða ekki til sín suma listamenn af ólíkum ástæðum.“ Hann geti þó ekkert sagt um einstök nemendafélög. Frekar en að nemendafélögin séu með lista er algengara að umræða sé tekin fyrir hvern viðburð, rætt um hvern og einn listamann og hvaða fólk hann dragi á viðburðinn. „Ekki bóka Ingó á ball“ Þá að einstaka nemendafélögum í framhaldsskólum. Jón Bjarni Snorrason er nýkjörinn formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla. Hann greindi frá því á nýstofnuðum reikningi félagsins á Twitter að bannað hafi verið að bóka Ingólf á skemmtanir skólans undanfarin ár. Þá ákvörðun megi rekja til flökkusögu um Ingólf sem stjórn nemendafélagsins 2012-2013 heyrði. Það er ekki af ástæðilausu af hverju Ingó Veðurguð hefur verið bannaður til bókunar á viðburði NFBHS í svona langan tíma(8+ ár). -Stjórn, Nemenfafélag Borgarholtsskóla— NFBHS (@EnnEffBHS) July 6, 2021 Stjórnin hafi ákveðið að banna stjórnum framtíðarinnar að bóka Ingólf. Þetta komi fram í skýrslu stjórnarinnar árið 2012-2013. Ingólfur hafi þó verið bókaður á skemmtun skólaárið 2017-2018 og fordæmir Jón Bjarni og stjórn nemendafélagsins 2021-2022 þá ákvörðun. Jón Bjarni segir í samtali við Vísi að frá skólaárinu 2012-2013 hafi verið lítið óformlegt reglublað á skrifstofu skólafélagsins. Þetta blað sé uppfært reglulega. Þar standi einfaldlega: „Ekki bóka Ingó á ball“. „Þetta er eitthvað sem við höfum fylgt,“ segir Jón Bjarni. Ræðir við Verzló um forvarnalista Jón Bjarni var ekki með umrætt blað fyrir framan sig en taldi ekki fleiri tónlistarmenn vera á blaðinu. Í ársskýrslunni eftir veturinn 2012-2013 komi fram að reynt hafi verið að banna Ingó, skrá það í reglur nemendafélagsins, en einhverjir í stjórninni hafi mótmælt því. Ekki mætti banna einstaka tónlistarmenn. Jón Bjarni Snorrason. „Svo hann var settur á þetta blað.“ Hann segir nemendafélagið hafa rétt á því að banna ákveðna tónlistarmenn. Reglur SÍF heimili hverju félagi fyrir sig að vera með eigin reglur. Jón Bjarni á von á því að reglan verði gerð formleg þegar skólinn kemur saman í haust. Hann segist hafa heyrt að fleiri nemendafélög ráði ekki Ingólf á skemmtanir hjá sér. Meðal annars í Menntaskólanum í Reykjavík. MR-ingar vilja ekki Ingó Sólrún Dögg Jósefsdóttir er inspector scholae í MR, formaður nemendafélagsins. „Ég veit ekki til þess að hann hafi verið settur á einhvern bannlista hjá okkar skóla. En ég get sagt það að enginn í okkar stjórn myndi nokkurn tímann ráða hann á ball í ljós þess sem komið hefur fram,“ segir Sólrún. Hún segir ásakanir á hendur Ingólfi ekki nýjar af nálinni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég sat í stjórn skólafélagsins síðasta ár og ég hefði alfarið reynt að koma í veg fyrir að hann yrði ráðinn á viðburð á vegum félagsins vegna þess að þetta hefur verið miklu lengur í umræðunni en þessar síðustu vikur.“ Tvö nemendafélög eru í MR, Skólafélagið og Framíðin. Tvær árshátíðir fara því fram á hverju skólaári auk fleiri viðburða. „Ég veit heldur ekki til þess að það sé neinn bannlisti hjá Framtíðinni. En eins og þú veist er ungt fólk sem fer í stjórn nemendafélagsins mjög vökult. Ég þekki þetta fólk persónulega og ég veit að þau myndu heldur ekki veita honum heimild til að spila á böllum.“ Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagðist Jón Bjarni hafa átt í viðræðum formann Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands varðandi forvarnalista um listamenn sem væri ekki viðeigandi að bóka á ball. Hann segir það orðalag sitt ekki hafa verið nákvæmt heldur hafi hann viðrað þessa hugmynd og ætli að bera málið upp á árlegu þingi SÍF sem fulltrúar allra framhaldsskóla sæki. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8. júlí 2021 00:10 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Forsvarsfólk Samfés og Sambands íslenskra framhaldsskólafélaga kannast ekki við bannlista þegar komi að böllum og viðburðum. Þau segja krakkana vita best hverja eigi að bóka. Ingólfur, best þekktur sem Ingó veðurguð, hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum alfarið og segist ætla að leita réttar síns. Umdeild ákvörðun Ásakanir á hendur Ingólfi hafa líkast til ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni. Samtökin Öfgar birtu á dögunum sögur af konum og samskiptum þeirra við Ingó. Konurnar koma ekki fram undir nafni en samtökin segjast hafa staðfest uppruna allra sagnanna. https://t.co/iwSos87ocQhttps://t.co/hMZc9Ovrkdhttps://t.co/n9QE8hbkNAhttps://t.co/Eqp0r7kwcHhttps://t.co/1O4KoFaDYQhttps://t.co/1O4KoFaDYQhttps://t.co/EDXucQiPvHhttps://t.co/v5UA1TPfEi— Öfgar (@ofgarofgar) July 8, 2021 Í ljósi ásakana ákvað Þjóðhátíðarnefnd að afbóka Ingó af Þjóðhátíð. Þar átti hann að stýra Brekkusöng eins og undanfarin ár auk þess að flytja Þjóðhátíðarlag sitt á laugardagskvöldinu. Ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar er umdeild. Margir fagna og sömuleiðis er hópur fólks afar ósáttur og segir Ingó tekinn af lífi, án dóms og laga. „Okkur finnst svolítið langt seilst þegar þrýstihópur á samfélagsmiðlum er farinn að taka ákvarðanir fyrir þá sem eru að skipuleggja viðburði,“ sagði Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri vefmiðilsins Eyjar.net, í samtali við RÚV. Hann safnar undirskriftum til að mótmæla ákvörðuninni. Rúmlega 1600 hafa skrifað undir. Auðvelt er að skrifa undir nafnlaust en Tryggvi segist ætla að sannreyna undirskriftirnar. Enn fleiri hafa á skemmri tíma skrifað undir aðra áskorun, af andstæðum meiði. Þar sem þjóðhátíðarnefnd er hvött til að standa við ákvörðunina. Twitter, eða ekki Twitter Jóhanna Ýr Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Bleika fílsins, forvarnarhóps í Eyjum sem vinnur gegn nauðgunum og hefur unnið að vitundarvakningu í málaflokknum, að stærstum hluta í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd. Hávær umræða er um málefni Ingólfs á samfélagsmiðlinum Twitter. Jóhanna segir í færslu á Facebook að greinilegt sé að Íslendingar skiptist í tvo hópa. Þá sem séu á Twitter og hina sem eru ekki. Bleiki fíllinn vísar til nauðgara, þeirra sem nauðga. Forvarnarhópurinn hefur verið virkur í tíu ár. „Því þeir sem eru ekki á Twitter virðast ekki vita að Samfés, ÍTR og hinir ýmsu skólar hafa lagt blátt bann við að ráða tiltekinn gítargaulara síðustu ár vegna einstaklega óviðeigandi samskipta hans við barnungar stúlkur,“ segir Jóhanna Ýr. Vísar hún til innslags í sjónvarpsþættinum Steindi Jr. frá árum áður þar sem grín hafi verið gert að tónlistarmanninum, sem hún nefnir þó ekki á nafn. Steindi Jr. að fjalla um Ingó Veðurguð 2007 pic.twitter.com/gSgdIDZ9Q9— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 5, 2021 „Reyndar skil ég ekki af hverju ENGIR af þessum stjórnendum sem hafa síðustu tíu ár amk vitað þetta en litu undan, hafi ekki stigið fram núna. Þannig að, þið getið hætt að öskra á þessar ungu stúlkur (sem urðu þolendur sem börn btw), það er heill hafsjór af fullorðnu fólki þarna úti sem VISSI en þau gerðu ekkert.“ Þögnin frá þeim sé meira skerandi en nokkuð annað. Samfés segir krakkana með allt á hreinu Dúna Baldursdóttir, formaður Samfés, segir engan bannlista á viðburðum félagsins. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Þeirra helsta skemmtun sé Samfestingurinn þangað sem listamenn séu ráðnir. „Ungmennaráð Samfés, sem er eina lýðræðislega kjörna ungmennaráð landsins, sér alfarið um að ráða á skemmtunina. Þau hafa bara aldrei beðið um viðkomandi eða hann hefur aldrei verið á lista hjá þeim,“ segir Dúna. Dúna Baldursdóttir er formaður stjórnar Samfés. Ingólfur hafi ekki komið fram á Samfestingnum. „Þau hafa bara verið með þetta á hreinu krakkarnir.“ Ekkert heyrt í Reykjavík Ómar Einarsson, sviðsstjóri hjá Íþrótta- og tómstundaráði, segir málið á engan hátt blasa við ÍTR. Málið snerti ÍTR einfaldlega ekki enda ráði ÍTR enga listamenn til starfa. „Félagsmiðstöðvarnar eru ekki lengur á okkar vegum. Þær eru fyrir löngu farnar til skóla- og frístundasviðs borgarinnar,“ segir Ómar. Hann vísað á skóla- og frístundasvið borgarinnar. Þar er sviðsstjóri Helgi Grímsson. Helgi Grímsson er sviðsstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.Vísir/Helena Rakel „Ég hef bara ekkert heyrt af þessu. Ég náttúrlega kom til starfa fyrir fimm árum síðan, en ég hef ekki heyrt af neinum listamanni eða tónlistarmanni sem er á einhvers konar svörtum lista. En ég get ekki fullyrt það, ég hreinlega þekki það ekki.“ Engir listar í félagsmiðstöðvum borgarinnar Helgi sagði Soffíu Pálsdóttur, skrifstofustjóra frístundamála, mögulega þekkja betur til málsins. Soffía, sem hefur yfirumsjón með félagsmiðstöðvunum í Reykjavík fyrir börn og unglinga upp í 10. bekk, segist vissulega hafa fylgst með málinu í fjölmiðlum. Soffía Pálsdóttir hefur haft umsjón með félagsmiðstöðum Reykjavíkurborgar árum saman. Hún kannast ekki við það að einstaka listamenn séu á bannlista eða umræðu hvað það varðar.Vísir „En ég tengdi það aldrei við félagsmiðstöðvastarf. Ég kannast ekkert við þetta og þetta hefur aldrei komið á mitt borð. Það hefur aldrei verið formlega samþykkt að banna einhvern,“ segir Soffía. Aðspurð hvort einhver hafi verið óformlega bannaður eða hún heyrt umræðu um einstaka listamenn kannast hún ekkert við það. „Ég hef verið að stýra félagsmiðstöðvunum lengi og það hefur aldrei komið inn á borð að banna ætti einhvern tónlistarmann. En ég þekki ekki þennan tónlistarmann. Ég held hann sé ekki að spila tónlist sem unglingarnir okkar séu að hlusta á. Hann er hvorki að spila hjá okkur né er hann bannaður. Enda erum við ekki með neina lista.“ Algengt að rætt sé um listamenn fyrir hvern viðburð Júlíus Viggó Ólafsson, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir sambandið aldrei hafa staðið fyrir neinum lista af listamönnum sem nemendafélög ættu ekki að fá til sín. „Við teljum það ekki vera okkar hlutverk. Við erum ekki vald yfir nemendafélögum heldur hagsmunasamtök nemendafélaga,“ segir Júlíus Viggó. Sambandið hvetji nemendafélög til að hugsa út í málið þegar þau ráði listamenn til sín. Nemendafélögin séu fullfær til að gera það sjálf. Júlíus Viggó Ólafsson segir hvert nemendafélag ákveða hvaða listamenn komi fram á viðburðum í skólanum.Neminn.is Hugmyndir hafi komið upp um einhvers konar lista en slíkt sé vandmeðfarið. „Nemendafélögin eru fleiri en þrjátíu og þau eru mismunandi. Nemendur eru ólíkir. En það eru vissulega margir skólar sem hafa ákveðið að ráða ekki til sín suma listamenn af ólíkum ástæðum.“ Hann geti þó ekkert sagt um einstök nemendafélög. Frekar en að nemendafélögin séu með lista er algengara að umræða sé tekin fyrir hvern viðburð, rætt um hvern og einn listamann og hvaða fólk hann dragi á viðburðinn. „Ekki bóka Ingó á ball“ Þá að einstaka nemendafélögum í framhaldsskólum. Jón Bjarni Snorrason er nýkjörinn formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla. Hann greindi frá því á nýstofnuðum reikningi félagsins á Twitter að bannað hafi verið að bóka Ingólf á skemmtanir skólans undanfarin ár. Þá ákvörðun megi rekja til flökkusögu um Ingólf sem stjórn nemendafélagsins 2012-2013 heyrði. Það er ekki af ástæðilausu af hverju Ingó Veðurguð hefur verið bannaður til bókunar á viðburði NFBHS í svona langan tíma(8+ ár). -Stjórn, Nemenfafélag Borgarholtsskóla— NFBHS (@EnnEffBHS) July 6, 2021 Stjórnin hafi ákveðið að banna stjórnum framtíðarinnar að bóka Ingólf. Þetta komi fram í skýrslu stjórnarinnar árið 2012-2013. Ingólfur hafi þó verið bókaður á skemmtun skólaárið 2017-2018 og fordæmir Jón Bjarni og stjórn nemendafélagsins 2021-2022 þá ákvörðun. Jón Bjarni segir í samtali við Vísi að frá skólaárinu 2012-2013 hafi verið lítið óformlegt reglublað á skrifstofu skólafélagsins. Þetta blað sé uppfært reglulega. Þar standi einfaldlega: „Ekki bóka Ingó á ball“. „Þetta er eitthvað sem við höfum fylgt,“ segir Jón Bjarni. Ræðir við Verzló um forvarnalista Jón Bjarni var ekki með umrætt blað fyrir framan sig en taldi ekki fleiri tónlistarmenn vera á blaðinu. Í ársskýrslunni eftir veturinn 2012-2013 komi fram að reynt hafi verið að banna Ingó, skrá það í reglur nemendafélagsins, en einhverjir í stjórninni hafi mótmælt því. Ekki mætti banna einstaka tónlistarmenn. Jón Bjarni Snorrason. „Svo hann var settur á þetta blað.“ Hann segir nemendafélagið hafa rétt á því að banna ákveðna tónlistarmenn. Reglur SÍF heimili hverju félagi fyrir sig að vera með eigin reglur. Jón Bjarni á von á því að reglan verði gerð formleg þegar skólinn kemur saman í haust. Hann segist hafa heyrt að fleiri nemendafélög ráði ekki Ingólf á skemmtanir hjá sér. Meðal annars í Menntaskólanum í Reykjavík. MR-ingar vilja ekki Ingó Sólrún Dögg Jósefsdóttir er inspector scholae í MR, formaður nemendafélagsins. „Ég veit ekki til þess að hann hafi verið settur á einhvern bannlista hjá okkar skóla. En ég get sagt það að enginn í okkar stjórn myndi nokkurn tímann ráða hann á ball í ljós þess sem komið hefur fram,“ segir Sólrún. Hún segir ásakanir á hendur Ingólfi ekki nýjar af nálinni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég sat í stjórn skólafélagsins síðasta ár og ég hefði alfarið reynt að koma í veg fyrir að hann yrði ráðinn á viðburð á vegum félagsins vegna þess að þetta hefur verið miklu lengur í umræðunni en þessar síðustu vikur.“ Tvö nemendafélög eru í MR, Skólafélagið og Framíðin. Tvær árshátíðir fara því fram á hverju skólaári auk fleiri viðburða. „Ég veit heldur ekki til þess að það sé neinn bannlisti hjá Framtíðinni. En eins og þú veist er ungt fólk sem fer í stjórn nemendafélagsins mjög vökult. Ég þekki þetta fólk persónulega og ég veit að þau myndu heldur ekki veita honum heimild til að spila á böllum.“ Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagðist Jón Bjarni hafa átt í viðræðum formann Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands varðandi forvarnalista um listamenn sem væri ekki viðeigandi að bóka á ball. Hann segir það orðalag sitt ekki hafa verið nákvæmt heldur hafi hann viðrað þessa hugmynd og ætli að bera málið upp á árlegu þingi SÍF sem fulltrúar allra framhaldsskóla sæki.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8. júlí 2021 00:10 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 8. júlí 2021 00:10
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25