Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 11:45 Ingó Veðurguð mun ekki annast brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Stöð 2 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.
MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45
Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47