Viðskipti innlent

Anna Björk for­maður stjórnar FKA Fram­tíðar

Atli Ísleifsson skrifar
Ný stjórn FKA Framtíðar.
Ný stjórn FKA Framtíðar. FKA

Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum.

Í tilkynningu kemur fram að Framtíð sé deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem leggi áherslu á að skapa vettvang fyrir félagskonur þar sem þær geti eflt hver aðra og byggt upp virkt og öflugt tengslanet.

„Deildin hefur það að markmiði að styðja við konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi með virkri tengslanetsuppbygginu og hagnýtri fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun,“ segir í tilkynningunni.

Nýja stjórn FKA Framtíðar skipa:

  • Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri/eigandi Eventum ehf.
  • Ásdís Auðunsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Deloitte
  • Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, starfsþróunarstjóri VÍS
  • Katrín Petersen, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  • Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna
  • Thelma Kristín Kvaran, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta
  • Unnur María Birgisdóttir, mannauðssérfræðingur Controlant





Fleiri fréttir

Sjá meira


×