Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 11:35 Þegar lögreglu bar að garði í íþróttahúsinu var faðirinn í miklu uppnámi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu. Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira