Innlent

Fyrr­verandi seðla­banka­stjóri meðal 14 fálka­orðu­hafa

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Már Guðmundsson var sæmdur fálkaorðunni í dag.
Már Guðmundsson var sæmdur fálkaorðunni í dag. vísir/vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, var á meðal þeirra sem hlaut orðuna.

Hátíðleg athöfn var haldin á Bessastöðum í dag í tilefni þjóðhátíðardagsins. Fálkaorður eru veittar tvisvar á ári, á nýársdag og 17. júní.

Þeir sem voru sæmdir fálkaorðunni í dag eru:

  1. Dagný Kristjáns­dótt­ir fyrr­ver­andi pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir á bók­mennt­um ís­lenskra kvenna og barna­bók­mennt­um
  2. Edda Jóns­dótt­ir mynd­list­armaður og galler­isti, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu um kynn­ingu og miðlun á ís­lenskri mynd­list
  3. Eg­ill Eðvarðsson kvik­mynda­gerðarmaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvöðlastörf í dag­skrár­gerð fyr­ir sjón­varp og fram­lag til ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar
  4. Fel­ix Vals­son svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ir, Mos­fells­bæ, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu við inn­leiðingu nýrr­ar tækni á sviði lækn­inga og fram­lag til björg­un­ar­starfa
  5. Jón Krist­inn Cortez tón­list­ar­kenn­ari og kór­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til kór­a­tón­list­ar og for­ystu um út­gáfu söng­laga eft­ir ís­lensk tón­skáld
  6. Lára Stef­áns­dótt­ir skóla­meist­ari, Ólafs­firði, ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvæði og ný­sköp­un á vett­vangi fram­halds­skóla
  7. Mar­grét Krist­manns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri og fyrr­ver­andi vara­formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensks at­vinnu­lífs og op­in­berr­ar umræðu
  8. Már Guðmunds­son hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í op­in­bera þágu
  9. Ólaf­ur Flóvenz jarðeðlis­fræðing­ur og fyrr­ver­andi for­stjóri Íslenskra orku­rann­sókna, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu á vett­vangi rann­sókna á ís­lensk­um orku­auðlind­um
  10. Ólaf­ur Karl Niel­sen fugla­fræðing­ur og formaður Fugla­vernd­ar, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir á ís­lensk­um fugl­um, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekk­ing­ar á því sviði
  11. Páll Hall­dórs­son flug­stjóri, Sel­fossi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til björg­un­ar manns­lífa og brautryðjanda­störf á vett­vangi land­græðslu
  12. Rakel Garðars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til að efla vit­und um mat­ar­sóun, betri nýt­ingu og um­hverf­is­mál
  13. Rósa Björg Jóns­dótt­ir bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir sjálf­boðastörf í þágu Móður­máls, sam­taka um tví­tyngi, við skrán­ingu og miðlun barna­bóka á öðrum tungu­mál­um en ís­lensku
  14. Þor­björg Helga­dótt­ir fyrr­ver­andi orðabók­arrit­stjóri við Árna­safn í Kaup­manna­höfn, Nør­re Broby í Dan­mörku, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra fræða



Fleiri fréttir

Sjá meira


×