Fótbolti

Bjarg­ráður verður græddur í Erik­sen

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann.
Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann. Stuart Franklin/Pool via AP

Christian Erik­sen, danski lands­liðs­maðurinn í knatt­spyrnu sem fékk hjarta­stopp í leik Dana og Finna á Evrópu­mótinu síðustu helgi, mun fara í að­gerð og fá græddan í sig svo­kallaðan bjarg­ráð.

Bjarg­ráður er tæki sem grípur inn í starf­semi hjartans með raf­stuði ef hjart­sláttur fer úr skorðum.

Erik­sen hefur dvalið á spítalanum Rigs­hospita­let í Kaup­manna­höfn síðan á laugar­dag og gengist undir fjölda hjarta­rann­sókna. Það var mat lækna á spítalanum að Erik­sen þyrfti að fá græddan í sig bjarg­ráð.

Endur­lífga þurfti Erik­sen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugar­dag. Einn læknanna sem sá um að endur­lífgunina segir að Erik­sen hafi komist aftur til með­vitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana.

„And­skotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“

„Það var á­hrifa­mikið augna­blik því al­mennt eru líkurnar á vel heppnaðri endur­lífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kl­ein­feld.

Hann segist hafa spurt Erik­sen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Erik­sen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „And­skotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“.

„Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heila­skemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn.

Næsti leikur Dana á Evrópu­mótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórn­endur mótsins hafa verið harð­lega gagn­rýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir at­vikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugar­dags­kvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Erik­sen.


Tengdar fréttir

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

Eng­land frestar blaða­manna­fundi sínum

Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×