Bjargráður verður græddur í Eriksen Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 10:08 Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann. Stuart Franklin/Pool via AP Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18
England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30