Verkferlar endurskoðaðir og eftirlit hert í Barnalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:20 Barnalandi í Smáralind verður lokað þar til verkferlar í kring um innritun barna hafa verið endurskoðaðir og ráðist hefur verið í frekari úrbætur. Vísir/Vilhelm Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því. Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins. Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins.
Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47
Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39