Erlent

Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Biden og Pútín hittust síðast árið 2011, þegar Biden var varaforseti.
Biden og Pútín hittust síðast árið 2011, þegar Biden var varaforseti. AP/Alexei Druzhinin

Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf.

Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogarnir hittast eftir að Biden varð forseti og er búist við spennuþrungnu andrúmslofti á fundinum, enda hafa þeir skipst á skotum síðustu mánuði. 

Biden hefur kennt Pútín um netárásir sem gerðar hafa verið á bandarísk fyrirtæki af rússneskum tölvuþrjótum, gagnrýnt hann fyrir að fangelsa stjórnarandstæðinga og fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 

Pútín hefur gefið lítið fyrir þessa gagnrýni en hefur bent á árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar og sagt að land þar sem slíkt gerist ætti ekki að vera að predika um lýðræði annarra þjóða. 

Þá hefur hann algerlega hafnað aðild að tölvuárásum eða afskiptum af kosningum. 

Búist er við að fundurinn standi yfir í fjóra til fimm klukkutíma en stjórnmálaskýrendur búast ekki við miklum árangri af fundarhöldunum.


Tengdar fréttir

Segir Banda­ríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins.

Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja.

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×