Fótbolti

Danska liðið fékk áfallahjálp

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danska liðið stappar í sig stálinu áður en leikur liðsins gegn Finnum fór í gang að nýju í gær.
Danska liðið stappar í sig stálinu áður en leikur liðsins gegn Finnum fór í gang að nýju í gær. Wolfgang Rattay - Pool/Getty Images

Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

DBU segist hafa rætt við Eriksen í morgun og að hann sendi liðsfélögum sínum kveðju. Líðan hans er stöðug og hann verður áfram á sjúkrahúsi þar sem hann verður skoðaður frekar.

„Leikmenn og starfslið landsliðsins hafa fengið áfallahjálp og munu áfram standa við bakið hver á öðrum eftir atvik gærdagsins,“ segir í tilkynningunni.

DBU þakkar einnig fyrir allar þær kveðjur sem hafa borist Eriksen, meðal annars frá aðdáendum, leikmönnum og konungsfjölskyldum Danmerkur og Englands.


Tengdar fréttir

BBC biðst af­sökunar á að hafa sýnt Erik­sen á vellinum

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu.

Þjálfari Dan­merkur: Fengum tvo val­mögu­leika

Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks.

Hetjan Simon Kjær

Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag.

Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×