Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - FH 2-0 | Nikolaj Hansen skaut Víkingum á toppinn Andri Már Eggertsson skrifar 12. júní 2021 19:30 Valur - Víkingur Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen var frábær í liði Víkings og gerði hann bæði mörk leiksins í sitt hvorum hálfleiknum. Eftir hagstæð úrslit í leik Stjörnunnar og Vals fóru Víkingar á toppinn með sigri sínum á FH. FH ingar höfðu ekki spilað síðan 25 maí síðastliðin þar sem þeir töpuðu 2-1 fyrir Leikni. Þeir mættu inn í leik dagsins með mikla orku, þeir stjórnuðu allri umferð inn á vellinum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Matthías Vilhjálmsson fékk besta færi FH í fyrri hálfleik. Jónatan Ingi átti góða fyrirgjöf frá hægri sem rataði beint á kollinn á Matthíasi sem skallaði nokkuð beint á Þórð í marki Víkings sem gerði þó vel í að verja boltann. Pablo Punyed var hársbreidd frá því að skora beint úr aukaspyrnu en skot hans rétt fyrir utan teig hafnaði í skeytunum og endaði með að Kári Árnason kom boltanum í markið en rangstæða dæmd. Skömmu síðar gerði Pablo vel í að vinna boltann á eigin vallarhelming tók góðan Zidane snúning og setti síðan boltann upp á hægri kantinn þar sem Halldór Jón Sigurður hljóp upp og átti góða fyrirgjöf beint á ennið hans Nikolaj Hansen sem skallaði boltann í netið. Víkingar herjuðu mikið á Hörð Inga Gunnarsson vinstri bakvörð FH inga sem átti í vandræðum með snögga leikmenn Víkings í skyndisóknunum. Víkingar fóru með eins marks forystu þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik byrjuðu Víkingar að gera það sem gekk vel í þeim fyrri. Þeir áttu góða skyndisókn þar sem Helgi Guðjónsson þaut upp vinstri kantinn en sending hans var aðeins of löng á Nikolaj Hansen sem tæklaði boltann yfir markið. Jónatan Ingi Jónsson var langsprækasti sóknarmaður FH í leiknum, flest allar sóknir FH sem höfðu tilgang fóru í gegnum hann en það virtist alltaf vanta aðeins upp á hjá stráknum til að koma boltanum í netið. Erlingur Agnarsson fékk dauðafæri til að koma Víkingum tveimur mörkum yfir þegar Hörður Ingi ætlaði að senda til baka en sendingin var slök sem endaði með að Erlingur var kominn einn inn fyrir en skot hans var varið frá Gunnari Nielsen. Adam Ægir Pálsson kom inn á þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og lét mikið fyrir sér fara. Hann kórónaði síðan góða innkomu með að leggja annað mark Víkings þar sem hann kom boltanum á Nikolaj Hansen sem renndi boltanum í markið. Víkingar unnu leikinn 2-0 og fóru á toppinn. Af hverju vann Víkingur? Eftir brösótta byrjun heimamanna tóku þeir öll völd á leiknum. Þeir gerðu vel í að loka á helstu sóknarmenn FH sem sköpuðu lítið sem ekkert af færum. Víkingar gerðu mjög vel í að sækja hratt á bakverði FH sem voru í tómum vandræðum allan leikinn sem skilaði þeim tveimur mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Nikolaj Hansen er orðin markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann gerði bæði mörk Víkings í dag og átti heilt yfir frábæran leik. Þórður Ingason átti mjög góðan leik í marki Víkings. Þórður varði frábærlega frá Matthíasi í stöðunni 0-0 ásamt því að vera mjög traustur allan leikinn. Adam Ægir Pálsson kom inn á þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Adam var hreint út sagt stórkostlegur á þessum kafla það fór allt í gegnum hann á vinstri kantinum og lagði hann upp seinna mark Víkings. Hvað gekk illa? Það virðist lítil gleði í FH-ingum þessa stundina þeir hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Bæði Pétur Viðarsson og Hörður Ingi Gunnarsson voru í miklum vandræðum með hraðan í leikmönnum Víkings sem fóru ítrekað upp báða kanta. Það kom ekkert út úr bæði Steven Lennon sem og Ágústi Hlynssyni í dag. Jónatan Ingi var eini skapandi sóknarmaður FH en á síðustu metrunum vantaði aðeins upp á hjá honum. Hvað gerist næst? FH-ingar eiga leik næsta miðvikudag, þar mæta þeir Stjörnunni í Kaplakrika klukkan 20:15. Það er öllu lengra í næsta leik hjá Víkingum. Þeir mæta KR á Víkingsvellinum 21 júní næstkomandi klukkan 19:15. Það eru engar afsakanir fyrir því að tapa þremur leikjum í röð FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí.Vísir/Hulda Margrét Logi Ólafsson þjálfari FH var afar svekktur með þriðja tapleikinn í röð „Þetta er búið að vera erfiður tími, það eru engar afsakanir fyrir þessum töpum við verðum hreinlega að gera betur." „Við byrjuðum leikinn mjög vel, við skiptum boltanum hratt á milli kanta en á óskiljanlegan máta hættum við að gera það sem var að ganga vel." Logi var afar svekktur að sjá að hans menn hættu að gera það sem þeir gerðu vel í upphafi leiks og hafði fá svör við því hvers vegna hans menn tóku þá ákvörðun. Logi hrósaði Víkingunum og taldi það enga tilviljun að þeir væru komnir á toppinn. „Víkingarnir gerðu vel í að loka á það sem við vildum gera. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með ágætis tök á leiknum, þegar lið eru að freista þess að jafna eru alltaf góðar líkur á að maður fái mark í bakið sem var raunin í dag." Jónatan Ingi Jónsson var hættulegasti sóknarmaður FH í leiknum en Loga fannst ýmislegt vanta upp á. „Það voru nokkrar ákvarðanatöku sem voru rangar, flestar ákvarðanir á síðasta þriðjung vallarins voru slakar hjá okkur." Eftir þrjá tapleiki í röð var Logi sannfærður um að leiðin væri upp á við hjá hans mönnum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH
Víkingar unnu góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen var frábær í liði Víkings og gerði hann bæði mörk leiksins í sitt hvorum hálfleiknum. Eftir hagstæð úrslit í leik Stjörnunnar og Vals fóru Víkingar á toppinn með sigri sínum á FH. FH ingar höfðu ekki spilað síðan 25 maí síðastliðin þar sem þeir töpuðu 2-1 fyrir Leikni. Þeir mættu inn í leik dagsins með mikla orku, þeir stjórnuðu allri umferð inn á vellinum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Matthías Vilhjálmsson fékk besta færi FH í fyrri hálfleik. Jónatan Ingi átti góða fyrirgjöf frá hægri sem rataði beint á kollinn á Matthíasi sem skallaði nokkuð beint á Þórð í marki Víkings sem gerði þó vel í að verja boltann. Pablo Punyed var hársbreidd frá því að skora beint úr aukaspyrnu en skot hans rétt fyrir utan teig hafnaði í skeytunum og endaði með að Kári Árnason kom boltanum í markið en rangstæða dæmd. Skömmu síðar gerði Pablo vel í að vinna boltann á eigin vallarhelming tók góðan Zidane snúning og setti síðan boltann upp á hægri kantinn þar sem Halldór Jón Sigurður hljóp upp og átti góða fyrirgjöf beint á ennið hans Nikolaj Hansen sem skallaði boltann í netið. Víkingar herjuðu mikið á Hörð Inga Gunnarsson vinstri bakvörð FH inga sem átti í vandræðum með snögga leikmenn Víkings í skyndisóknunum. Víkingar fóru með eins marks forystu þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik byrjuðu Víkingar að gera það sem gekk vel í þeim fyrri. Þeir áttu góða skyndisókn þar sem Helgi Guðjónsson þaut upp vinstri kantinn en sending hans var aðeins of löng á Nikolaj Hansen sem tæklaði boltann yfir markið. Jónatan Ingi Jónsson var langsprækasti sóknarmaður FH í leiknum, flest allar sóknir FH sem höfðu tilgang fóru í gegnum hann en það virtist alltaf vanta aðeins upp á hjá stráknum til að koma boltanum í netið. Erlingur Agnarsson fékk dauðafæri til að koma Víkingum tveimur mörkum yfir þegar Hörður Ingi ætlaði að senda til baka en sendingin var slök sem endaði með að Erlingur var kominn einn inn fyrir en skot hans var varið frá Gunnari Nielsen. Adam Ægir Pálsson kom inn á þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og lét mikið fyrir sér fara. Hann kórónaði síðan góða innkomu með að leggja annað mark Víkings þar sem hann kom boltanum á Nikolaj Hansen sem renndi boltanum í markið. Víkingar unnu leikinn 2-0 og fóru á toppinn. Af hverju vann Víkingur? Eftir brösótta byrjun heimamanna tóku þeir öll völd á leiknum. Þeir gerðu vel í að loka á helstu sóknarmenn FH sem sköpuðu lítið sem ekkert af færum. Víkingar gerðu mjög vel í að sækja hratt á bakverði FH sem voru í tómum vandræðum allan leikinn sem skilaði þeim tveimur mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Nikolaj Hansen er orðin markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann gerði bæði mörk Víkings í dag og átti heilt yfir frábæran leik. Þórður Ingason átti mjög góðan leik í marki Víkings. Þórður varði frábærlega frá Matthíasi í stöðunni 0-0 ásamt því að vera mjög traustur allan leikinn. Adam Ægir Pálsson kom inn á þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Adam var hreint út sagt stórkostlegur á þessum kafla það fór allt í gegnum hann á vinstri kantinum og lagði hann upp seinna mark Víkings. Hvað gekk illa? Það virðist lítil gleði í FH-ingum þessa stundina þeir hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Bæði Pétur Viðarsson og Hörður Ingi Gunnarsson voru í miklum vandræðum með hraðan í leikmönnum Víkings sem fóru ítrekað upp báða kanta. Það kom ekkert út úr bæði Steven Lennon sem og Ágústi Hlynssyni í dag. Jónatan Ingi var eini skapandi sóknarmaður FH en á síðustu metrunum vantaði aðeins upp á hjá honum. Hvað gerist næst? FH-ingar eiga leik næsta miðvikudag, þar mæta þeir Stjörnunni í Kaplakrika klukkan 20:15. Það er öllu lengra í næsta leik hjá Víkingum. Þeir mæta KR á Víkingsvellinum 21 júní næstkomandi klukkan 19:15. Það eru engar afsakanir fyrir því að tapa þremur leikjum í röð FH hefur ekki unnið leik síðan 17. maí.Vísir/Hulda Margrét Logi Ólafsson þjálfari FH var afar svekktur með þriðja tapleikinn í röð „Þetta er búið að vera erfiður tími, það eru engar afsakanir fyrir þessum töpum við verðum hreinlega að gera betur." „Við byrjuðum leikinn mjög vel, við skiptum boltanum hratt á milli kanta en á óskiljanlegan máta hættum við að gera það sem var að ganga vel." Logi var afar svekktur að sjá að hans menn hættu að gera það sem þeir gerðu vel í upphafi leiks og hafði fá svör við því hvers vegna hans menn tóku þá ákvörðun. Logi hrósaði Víkingunum og taldi það enga tilviljun að þeir væru komnir á toppinn. „Víkingarnir gerðu vel í að loka á það sem við vildum gera. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með ágætis tök á leiknum, þegar lið eru að freista þess að jafna eru alltaf góðar líkur á að maður fái mark í bakið sem var raunin í dag." Jónatan Ingi Jónsson var hættulegasti sóknarmaður FH í leiknum en Loga fannst ýmislegt vanta upp á. „Það voru nokkrar ákvarðanatöku sem voru rangar, flestar ákvarðanir á síðasta þriðjung vallarins voru slakar hjá okkur." Eftir þrjá tapleiki í röð var Logi sannfærður um að leiðin væri upp á við hjá hans mönnum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti