Blæs á gagnrýni SFS og telur sig hafa verið einmana í viðræðum við Breta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:05 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra Vísir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýjan fríverslunarsamnning við Breta vonbrigði. Verðmæti sem hefði verið hægt að sækja með bættum tollakjörum séu ekki í samningnum. Utanríksiráðherra fagnar áhuga samtakanna á málinu, barátta hans hafi verið einmannaleg til þessa Tilkynnt var um nýjan fríverslunarsamning við Bretland á föstudag. Utanríkisráðherra sagði þar um tímamótasamning að ræða sem markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samningurinn muni skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Gagnrýnin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér tilkynningu í dag þar sem gagnrýnt er að að háir tollar á einstaka sjávarafurðir í Bretlandi hamli því verulega að vinnsla þeirra sé rekstrarlega möguleg hér á landi. Þessu hefði mátt breyta í nýjum fríverslunarsamningi við Breta en einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert. Samningurinn valdi því vonbrigðum. Einmanaleg barátta Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra blæs á þessa gagnrýni. „Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem hafa unnið jafn ötullega að markaðsaðgengi Íslendinga á erlendum mörkuðum og ég. Ég gleðst mjög yfir því að einhverjir séu að vakna yfir mikilvægi þess að við höfum greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið nokkuð einmanalegt fram til þessa,“ segir Guðlaugur. Ráðherra var afdráttarlaus í viðtali við Snorra Másson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja sjávarútvegsfyrirtæki að þau hafi haft takmarkaðan aðgang að samningsviðræðunum við Breta einkum á lokametrunum. Guðlaugur lýsir hins vegar áhugaleysi hagsmunaaðila í þessum viðræðum. „Þetta er mjög vanþroskuð umræða, ég hef gert mitt í þessu. Við skulum bara segja sem svo að þegar kemur umræða um þessi mikilvægu hagsmunamál okkar Íslendinga þá hefur ekki verið mikill áhugi á að tala fyrir því,“ segir Guðlaugur. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tilkynnt var um nýjan fríverslunarsamning við Bretland á föstudag. Utanríkisráðherra sagði þar um tímamótasamning að ræða sem markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samningurinn muni skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Gagnrýnin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér tilkynningu í dag þar sem gagnrýnt er að að háir tollar á einstaka sjávarafurðir í Bretlandi hamli því verulega að vinnsla þeirra sé rekstrarlega möguleg hér á landi. Þessu hefði mátt breyta í nýjum fríverslunarsamningi við Breta en einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert. Samningurinn valdi því vonbrigðum. Einmanaleg barátta Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra blæs á þessa gagnrýni. „Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem hafa unnið jafn ötullega að markaðsaðgengi Íslendinga á erlendum mörkuðum og ég. Ég gleðst mjög yfir því að einhverjir séu að vakna yfir mikilvægi þess að við höfum greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið nokkuð einmanalegt fram til þessa,“ segir Guðlaugur. Ráðherra var afdráttarlaus í viðtali við Snorra Másson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja sjávarútvegsfyrirtæki að þau hafi haft takmarkaðan aðgang að samningsviðræðunum við Breta einkum á lokametrunum. Guðlaugur lýsir hins vegar áhugaleysi hagsmunaaðila í þessum viðræðum. „Þetta er mjög vanþroskuð umræða, ég hef gert mitt í þessu. Við skulum bara segja sem svo að þegar kemur umræða um þessi mikilvægu hagsmunamál okkar Íslendinga þá hefur ekki verið mikill áhugi á að tala fyrir því,“ segir Guðlaugur.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17
Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37