„Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 19:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir núverandi ríkisstjórn ekki hafa reynst vel og að hún hafi átt sína bestu daga í skjóli kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli hans úr ræðustól Alþingis á eldhúsdagsumræðum þar nú í kvöld. „Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti um betur og kallaði ríkisstjórnina kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum, fremur en pólitíska sýn, eins og hann sjálfur komst að orði. „Á meðan faraldurinn vofði yfir studdum við í Miðflokknum allar þær aðgerðir sem gátu verið til þess fallnar að bregðast við áhrifunum og lögðum ítrekað fram tillögur til að takast á við stöðuna. En af því þær komu ekki úr kerfinu hafnaði kerfisstjórnin þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lét ekki staðar numið í gagnrýni sinni á stjórnarflokkana og sagði kosningaloforð þeirra hafa „farið fyrir lítið“ í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra. Gerði hann heilbirgðiskerfið sérstaklega að umfjöllunarefni sínu og sagði það í krísu. „Biðlistar lengjast. Fólk er sent til útlanda í aðgerðir þótt það kosti þrefalt meira en að gera sams konar aðgerðir á sams konar stofnun á Íslandi. Nú á meira að segja til að loka Domus Medica eftir 55 ára farsælt starf vegna þeirra aðstæðna sem ríkisstjórnin hefur búið starfseminni. Hjúkrunarheimili eru fjársvelt og frjáls félagasamtök á borð við SÁÁ og Krabbameinsfélagið virðast ekki vera velkomin í hinu nýja miðstýrða marxíska heilbrigðiskerfi. Ótrúlegt klúður vegna krabbameinsskimana er afleiðing af þessu.“ Stjórnmál byggð á umbúðum en ekki innihaldi Sigmundur Davíð vék máli sínu einnig að forvörnum og lýðheilsu. Sagði hann að svo virtist sem helsta framlag ríkisstjórnarinnar í þeim málum væri að „lögleiða eiturlyf og setja þar heimsmet eins og í svo mörgum rétttrúnaðarmálum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur og vísaði til frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. „Þá skiptir álit sérfræðinga ekki lengur máli. Málið er hrein gjöf til þeirrar skipulögðu glæpagengja sem hafa verið að leggja undir sig fíkniefnamarkaðinn á Íslandi og auka framboð sterkra vímuefna,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þá að stjórnmál ríkisstjórnarinnar byggðu á umbúðum en ekki innihaldi, og sagði það sérlega áberandi í umhverfismálum. „Umhverfisvernd er gríðarlega mikilvæg en aðferðir íslenskra stjórnvalda eru ekki til þess fallnar að skila árangri, þvert á móti. Áformin gera ráð fyrir hærri sköttum og gjöldum sem bitnar fyrst og fremst á þeim tekjulægri.“ Miðflokkurinn sé með lausnirnar Sigmundur vék þá að Evrópumálum og fullveldi Íslands. Sagði hann Alþingi þurfa að vera afdráttarlaust í því að verja fullveldið. „Afgreiðsla þriðja orkupakkans var stór viðvörun og nú er sá fjórði á leiðinni. Við þurfum að fara yfir með hvaða hætti við nálgumst og nýtum EES-samninginn og sé Schengen-samstarfið nú þegar jafnvel Evrópusambandslönd eru farin að taka að sér meiri sjálfsákvörðunarrétt varðandi stjórn sinna landamæra og innri mála. Nú lætur Evrópusambandið sér ekki nægja að mæla fyrir um hvað fólk megi borða í morgunmat heldur ætlar það að fara að stýra sjónvarpsdagskránni og jafnvel umræðu á samfélagsmiðlum.“ Eins sagði hann byggðamál hafa gleymst á líðandi kjörtímabili, en að Miðflokkurinn ætti ráð við því. „Það sama má segja um landbúnað. Með róttækri heildarstefnu Miðflokksins getur greinin sótt fram á öllum vígstöðvum. Eftir 15 mánuði án stjórnmála þurfum við að taka afstöðu til þess hvernig við byggjum upp samfélagið til framtíðar. Í því efni er Miðflokkurinn með lausnirnar. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
„Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti um betur og kallaði ríkisstjórnina kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum, fremur en pólitíska sýn, eins og hann sjálfur komst að orði. „Á meðan faraldurinn vofði yfir studdum við í Miðflokknum allar þær aðgerðir sem gátu verið til þess fallnar að bregðast við áhrifunum og lögðum ítrekað fram tillögur til að takast á við stöðuna. En af því þær komu ekki úr kerfinu hafnaði kerfisstjórnin þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann lét ekki staðar numið í gagnrýni sinni á stjórnarflokkana og sagði kosningaloforð þeirra hafa „farið fyrir lítið“ í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra. Gerði hann heilbirgðiskerfið sérstaklega að umfjöllunarefni sínu og sagði það í krísu. „Biðlistar lengjast. Fólk er sent til útlanda í aðgerðir þótt það kosti þrefalt meira en að gera sams konar aðgerðir á sams konar stofnun á Íslandi. Nú á meira að segja til að loka Domus Medica eftir 55 ára farsælt starf vegna þeirra aðstæðna sem ríkisstjórnin hefur búið starfseminni. Hjúkrunarheimili eru fjársvelt og frjáls félagasamtök á borð við SÁÁ og Krabbameinsfélagið virðast ekki vera velkomin í hinu nýja miðstýrða marxíska heilbrigðiskerfi. Ótrúlegt klúður vegna krabbameinsskimana er afleiðing af þessu.“ Stjórnmál byggð á umbúðum en ekki innihaldi Sigmundur Davíð vék máli sínu einnig að forvörnum og lýðheilsu. Sagði hann að svo virtist sem helsta framlag ríkisstjórnarinnar í þeim málum væri að „lögleiða eiturlyf og setja þar heimsmet eins og í svo mörgum rétttrúnaðarmálum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur og vísaði til frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. „Þá skiptir álit sérfræðinga ekki lengur máli. Málið er hrein gjöf til þeirrar skipulögðu glæpagengja sem hafa verið að leggja undir sig fíkniefnamarkaðinn á Íslandi og auka framboð sterkra vímuefna,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þá að stjórnmál ríkisstjórnarinnar byggðu á umbúðum en ekki innihaldi, og sagði það sérlega áberandi í umhverfismálum. „Umhverfisvernd er gríðarlega mikilvæg en aðferðir íslenskra stjórnvalda eru ekki til þess fallnar að skila árangri, þvert á móti. Áformin gera ráð fyrir hærri sköttum og gjöldum sem bitnar fyrst og fremst á þeim tekjulægri.“ Miðflokkurinn sé með lausnirnar Sigmundur vék þá að Evrópumálum og fullveldi Íslands. Sagði hann Alþingi þurfa að vera afdráttarlaust í því að verja fullveldið. „Afgreiðsla þriðja orkupakkans var stór viðvörun og nú er sá fjórði á leiðinni. Við þurfum að fara yfir með hvaða hætti við nálgumst og nýtum EES-samninginn og sé Schengen-samstarfið nú þegar jafnvel Evrópusambandslönd eru farin að taka að sér meiri sjálfsákvörðunarrétt varðandi stjórn sinna landamæra og innri mála. Nú lætur Evrópusambandið sér ekki nægja að mæla fyrir um hvað fólk megi borða í morgunmat heldur ætlar það að fara að stýra sjónvarpsdagskránni og jafnvel umræðu á samfélagsmiðlum.“ Eins sagði hann byggðamál hafa gleymst á líðandi kjörtímabili, en að Miðflokkurinn ætti ráð við því. „Það sama má segja um landbúnað. Með róttækri heildarstefnu Miðflokksins getur greinin sótt fram á öllum vígstöðvum. Eftir 15 mánuði án stjórnmála þurfum við að taka afstöðu til þess hvernig við byggjum upp samfélagið til framtíðar. Í því efni er Miðflokkurinn með lausnirnar.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira