Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 19:46 Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana. Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira