Innlent

Við­bragðs­stigum vegna hættu á gróður­eldum af­létt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjöldi gróðurelda hefur brunnið á landinu síðustu vikur.
Fjöldi gróðurelda hefur brunnið á landinu síðustu vikur. Vísir/Arnar

Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu.

Nægileg úrkoma hefur fallið síðastliðna daga að þeirra mati og hefur sú úrkoma verið nægileg til þess að aflétta þessum viðbragðsstigum. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavörnum. 

Almenningur er þó hvattur til að fara áfram varlega með opinn eld á gróðursælum stöðum. 

Viðbragðsstig hafa verið í gildi í um mánuð vegna mikilla þurrka á landinu. Fjöldi gróðurelda hafa kviknað á undanförnum vikum vegna úrkomuleysis. 


Tengdar fréttir

Segir gróður­elda­vána komna til að vera

Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu.

Breytingar gerðar á ó­vissu- og hættu­stigum vegna hættu á gróður­eldum

Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×