„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, kennari og varaformaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Sjá meira
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Sjá meira