Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn 29. maí 2021 21:04 Leikmenn Chelsea fagna marki Kai Havertz í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Jose Coelho - Pool/Getty Images Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Leikurinn var nokkuð opinn og skemmtilegur, og bæði lið fengu ágætis færi til að brjóta ísinn. Á tíundu mínútu fékk Timo Werner boltann frá Kai Havertz í góðri stöðu inni á vítateig City. Werner náði hinsvegar ekki að koma boltanum undan sér og skotið því nokkuð auðvelt fyrir Ederson í markinu. Þegar rúmar fimm mínútur voru til hálfleiks þurfti Thiago Silva, varnarmaður Chelsea að fara af velli vegna meiðsla. Það voru svo ekki nema um þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik sem að við fengum loksins mark í leikinn. Mason Mount átti þá flotta stungusendingu inn á Kai Havertz sem var sloppinn einn í gegn. Havertz gerði virkilega vel þegar hann lég á Ederson í marki City og eftirleikurinn var auðveldur. Staðan var því 1-0 fyrir Chelsea þegar flautað var til hálfleiks. Ekki batnaði það fyrir Manchester City þegar að Kevin De Bruyne lenti í samstuði við Antonio Rüdiger á 56. mínútu. Báðir leikmenn lágu eftir og héldu um höfuðið og því var leikurinn stöðvaður um tíma. Þessi árekstur varð til þess að Kevin De Buyne þurfti að yfirgefa völlinn, og City þurfti því að vera án fyrirliða síns seinasta hálftíman. Manchester City voru ívið meira með boltann það sem eftir lifði leiks og settu mikla pressu á varnarmenn Chelsea. Þeir komu sér nokkrum sinnum í hættulega stöðu og á sjöundu mínútu uppbótartíma barst boltinn út á Riyad Mahrez sem klippti boltann rétt yfir þverslánna. Það var reyndist seinasti séns City og það var því Chelsea sem landaði þeim stóra. Þetta er í annað skipti sem Chelsea vinnur Meistaradeild Evrópu, en þeir gerðu það síðast árið 2012 eftir sigur gegn Bayern Münich í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. CHAMPIONS OF EUROPE!!! #ChelseaChampions #UCLFinal pic.twitter.com/Wz000kegmG— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 29, 2021 Meistaradeild Evrópu Bretland England
Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Leikurinn var nokkuð opinn og skemmtilegur, og bæði lið fengu ágætis færi til að brjóta ísinn. Á tíundu mínútu fékk Timo Werner boltann frá Kai Havertz í góðri stöðu inni á vítateig City. Werner náði hinsvegar ekki að koma boltanum undan sér og skotið því nokkuð auðvelt fyrir Ederson í markinu. Þegar rúmar fimm mínútur voru til hálfleiks þurfti Thiago Silva, varnarmaður Chelsea að fara af velli vegna meiðsla. Það voru svo ekki nema um þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik sem að við fengum loksins mark í leikinn. Mason Mount átti þá flotta stungusendingu inn á Kai Havertz sem var sloppinn einn í gegn. Havertz gerði virkilega vel þegar hann lég á Ederson í marki City og eftirleikurinn var auðveldur. Staðan var því 1-0 fyrir Chelsea þegar flautað var til hálfleiks. Ekki batnaði það fyrir Manchester City þegar að Kevin De Bruyne lenti í samstuði við Antonio Rüdiger á 56. mínútu. Báðir leikmenn lágu eftir og héldu um höfuðið og því var leikurinn stöðvaður um tíma. Þessi árekstur varð til þess að Kevin De Buyne þurfti að yfirgefa völlinn, og City þurfti því að vera án fyrirliða síns seinasta hálftíman. Manchester City voru ívið meira með boltann það sem eftir lifði leiks og settu mikla pressu á varnarmenn Chelsea. Þeir komu sér nokkrum sinnum í hættulega stöðu og á sjöundu mínútu uppbótartíma barst boltinn út á Riyad Mahrez sem klippti boltann rétt yfir þverslánna. Það var reyndist seinasti séns City og það var því Chelsea sem landaði þeim stóra. Þetta er í annað skipti sem Chelsea vinnur Meistaradeild Evrópu, en þeir gerðu það síðast árið 2012 eftir sigur gegn Bayern Münich í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. CHAMPIONS OF EUROPE!!! #ChelseaChampions #UCLFinal pic.twitter.com/Wz000kegmG— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 29, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti