Mannlíf kaupir 28 þúsund fylgjendur Kvennablaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:01 Aftur eru farin að sjást merki um líf á Facebook-síðu Kvennablaðsins. Skjáskot Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári. Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39
Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00