Mannlíf kaupir 28 þúsund fylgjendur Kvennablaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:01 Aftur eru farin að sjást merki um líf á Facebook-síðu Kvennablaðsins. Skjáskot Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári. Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39
Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00