Körfubolti

Stuðnings­menn slógust í Grinda­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var hart barist í Grindavík í kvöld. Sumu stuðningsfólki hljóp svo kapp í kinn í hita leiksins.
Það var hart barist í Grindavík í kvöld. Sumu stuðningsfólki hljóp svo kapp í kinn í hita leiksins. Vísir/Bára

Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni.

„Það er hiti í þessu og á að vera,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Ægir Þór Steinarsson er á vítalínunni fyrir Stjörnuna þegar allt sýður upp úr í stúkunni eftir að einn stuðningsmaður Stjörnunnar virtist ætla að grípa trommukjuða hjá einum stuðningsmanni Grindavíkur.

„Bíddu menn eru farnir að slást í stúkunni! Hvað eru menn að gera þarna, hættið þessu kjánarnir ykkar,“ bætti Henry Birgir við er hann sá hvað var að eiga sér stað í stúkunni. Gæslan var þó fljót að stíga inn í og róa mannskapinn.

Myndbandið af atvikinu má sjá hér að neðan en eins og áður sagði þá vann Grindavík leikinn og tryggði oddaleik upp á sæti í undanúrslitum.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann

„Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×