Segja að Real vilji losna við Bale og Hazard | Allegri tilkynntur í næstu viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 17:45 Þessir tveir verða eflaust ekki í leikmannahópi Real Madrid á næstu leiktíð. Oscar J. Barroso/Getty Images Heimildir Sky Sports herma að Real Madríd vilji losna við vængmennina Gareth Bale og Eden Hazard í sumar. Reikna má með mikilli uppstokkun hjá Madrídingum í sumar þar sem Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, virðist einnig á förum. Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira