Golf

Svo mikið gekk á lokaholunni að forstjóri PGA þurfti að biðjast afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Mickelson reynir að troða sér í gegnum áhorfendahópinn á mótinu um helgina.
Phil Mickelson reynir að troða sér í gegnum áhorfendahópinn á mótinu um helgina. AP/Matt York

Öryggisverðirnir á PGA-meistaramótinu um helgina misstu stjórn á áhorfendaskrílnum á úrslitastundu og kylfingarnir Phil Mickelson og Brooks Koepka lentu báðir í vandræðum að komast leiðar sinnar á lokaholunni.

Fjöldi áhorfenda voru mættir á PGA-risamótið í golfi um helgina og settu þeir mikinn svip á mótið. Þeir gengu líka of langt á átjándu holunni þegar Phil Mickelson var við það að tryggja sér sögulegan sigur.

Phil Mickelson og Brooks Koepka voru að reyna að klára hringinn sinn en áhuginn og spenningurinn fyrir sögulegum sigri Mickelson var svo mikill að áhorfendaskrílinn hópaðist að þeim.

Mickelson náði að losa sig og tryggja sér sigur á mótinu en hann varð þar með fyrsti kylfingurinn til að vinna risamót eftir fimmtugt.

Mickelson sagði að atburðirnir hafi verið taugatrekkjandi og Koepka, sem er meiddur á hægra hné, talaði um að fólkið hafi danglað í veika hnéð hans þegar hann var að reyna að komast upp á flötina.

Seth Waugh, forsjóri PGA, hefur nú beðist afsökunar á því hversu illa gekk að hafa stjórn á áhorfendahópnum á lokahringnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×