Verður Mickelson sá elsti til að vinna risamót? Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 11:31 Það hallaði aðeins undan fæti eftir frábæra byrjun Mickelsons á hringnum í gær. Getty Images/Sam Greenwood Kylfingurinn Phil Mickelson er í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi þegar einum hring er ólokið. Þriðji hringurinn var leikinn í gærkvöld og í nótt á Kiawah-eyju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Mickelson leiddi eftir annan hringinn ásamt Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen en hann jók forystuna snemma í gær með frábærri byrjun. Mickelson fékk fimm fugla á fyrstu tíu holunum og komst mest í fimm högga forystu. The year is 2021, and @PhilMickelson is walking in birdie putts for a 5-shot lead on a Saturday at a major. #PGAChamppic.twitter.com/sVOBcK4kaE— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Hann gaf hins vegar aðeins eftir þegar leið á hringinn, fékk tvo skramba og einn skolla, en náði þó að ljúka hringnum á tveimur höggum undir pari. Mickelson er í forystu á sjö höggum undir pari í heildina, höggi á undan Brooks Koepka sem einnig lék á tveimur undir parinu á hring gærdagsins. Oosthuizen er þriðji höggi á eftir Koepka. Leaderboard after 54 holes at the #PGAChamp:1. @PhilMickelson -72. @BKoepka -63. @Louis57TM -54. @Streels54 -4T5. @CbezGolf -3T5. @BrandenGrace T7. @B_DeChambeau -2T7. @JoacoNiemann T7. @GaryWoodland— PGA TOUR (@PGATOUR) May 23, 2021 Mickelsen er fimmtugur og getur orðið sá elsti til að fagna sigri á risamóti, takist honum að viðhalda góðri frammistöðu á síðasta hringnum í kvöld. Það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson varð tíundi árið 2000. Julius Boros er sá elsti sem hefur unnið risamót en hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu 48 ára gamall árið 1968. Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf og hefst bein útsending klukkan 17:00 í dag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. PGA-meistaramótið Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mickelson leiddi eftir annan hringinn ásamt Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen en hann jók forystuna snemma í gær með frábærri byrjun. Mickelson fékk fimm fugla á fyrstu tíu holunum og komst mest í fimm högga forystu. The year is 2021, and @PhilMickelson is walking in birdie putts for a 5-shot lead on a Saturday at a major. #PGAChamppic.twitter.com/sVOBcK4kaE— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Hann gaf hins vegar aðeins eftir þegar leið á hringinn, fékk tvo skramba og einn skolla, en náði þó að ljúka hringnum á tveimur höggum undir pari. Mickelson er í forystu á sjö höggum undir pari í heildina, höggi á undan Brooks Koepka sem einnig lék á tveimur undir parinu á hring gærdagsins. Oosthuizen er þriðji höggi á eftir Koepka. Leaderboard after 54 holes at the #PGAChamp:1. @PhilMickelson -72. @BKoepka -63. @Louis57TM -54. @Streels54 -4T5. @CbezGolf -3T5. @BrandenGrace T7. @B_DeChambeau -2T7. @JoacoNiemann T7. @GaryWoodland— PGA TOUR (@PGATOUR) May 23, 2021 Mickelsen er fimmtugur og getur orðið sá elsti til að fagna sigri á risamóti, takist honum að viðhalda góðri frammistöðu á síðasta hringnum í kvöld. Það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson varð tíundi árið 2000. Julius Boros er sá elsti sem hefur unnið risamót en hann fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu 48 ára gamall árið 1968. Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf og hefst bein útsending klukkan 17:00 í dag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
PGA-meistaramótið Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira