Innlent

Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla

Snorri Másson skrifar
Byggja á upp almenningsgarð á Hagatorgi í Vesturbænum.
Byggja á upp almenningsgarð á Hagatorgi í Vesturbænum. Stöð 2

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“

Það hlaut misjafnar viðtökur þegar fram kom að Reykjavíkurborg hygðist skoða reitinn sem stað fyrir leikskóla, þar sem mikil uppbygging slíkra stofnana er fyrirhuguð í borginni.

Ekkert var fast í hendi um leikskóla á Hagatorgi en nú hefur alfarið verið fallið frá því.

Óralengi hefur verið rætt um hvað geti verið á torginu, sem er ógnarstórt en illa nýtt. Umhverfis það keyra bílar í sífellu sem þarf að vara sig á ætli maður inn á túnið innan torgsins, þar sem aðeins bíður manns ein stytta.

Dagur skrifar á Facebook að byggt verði á tillögum Hilmars Þórs Björnssonar arkítekts um grænt svæði með tengingu við umhverfið.


Tengdar fréttir

Leikskóla á Hagatorg

Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×