Við verðum að endurheimta traust Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 20. maí 2021 09:00 Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Kvenheilsa Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun