Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2021 23:30 Dagur Kár átti frábæran leik í liði Grindavíkur. Vísir/Elín BJörg Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. Það var viðbúið að það yrði hiti í mönnum í leiknum í kvöld. Liðin hafa marga hildi háð síðustu misseri og það bættist enn í þá sögu í hádeginu í dag þegar Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var dæmdur í leikbann eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardag. Heimamenn komu til leiks af miklum krafti. Þeir tóku strax forystuna og náðu mest ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, hélt sínum mönnum inni í leiknum. Hann spilaði frábærlega og eftir fyrri hálfleikinn var hann kominn með 24 framlagspunkta en enginn annar Stjörnumaður var með meira en 4 í framlag í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 48-40 og heimamenn skrefinu á undan. Spennustig gestanna var fullhátt í fyrri hálfleiknum en þeir fengu dæmdar á sig þrjár tæknivillur fyrir tuð sem skilaði stigum af vítalínunni fyrir heimamenn. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Garðbæingar voru þó aldrei langt undan. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 70-60 heimamönnum í vil en það sem var verra fyrir Stjörnuna var að Ægir Þór var kominn með fjórar villur. Það átti eftir að verða dýrkeypt því hann fékk fimmtu villuna þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var munurinn ellefu stig en Stjarnan búnir að minnka hann niður um tíu stig á skömmum tíma. Eftir það var í raun aldrei spurning hverjir myndu fara með sigur af hólmi. Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn, lokatölur 101-89. Af hverju vann Grindavík? Þeir voru skrefinu á undan allan tímann í kvöld. Sóknarlega voru þeir góðir og fengu framlag úr mörgum áttum eins og svo oft áður. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á eftir og þrátt fyrir ágætis áhlaup inn á milli tóku þeir aldrei skrefið að komast yfir. Garðbæingar söknuðu greinilega Hlyns Bæringssonar og skal engan undra því hann er leiðtogi liðsins og skilar alltaf sínu. Grindvíkingar gerðu vel í að nýta sér veikleika Garðbæinga og sigurinn í kvöld var sanngjarn. Þessir stóðu upp úr: Það voru margir sem áttu góðan leik fyrir heimamenn. Dagur Kár Jónsson skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson skoraði 20 stig og steig alltaf upp þegar á þurfti að halda. Joonas Jarveleinen var rólegur í fyrri hálfleik en skoraði 18 stig eftir hlé. Kristinn Pálsson var nálægt þrefaldri tvennu með 8 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá var Kazembe Abif góður með 23 framlagspunkta. Hjá Stjörnunni var Ægir Þór Steinarsson stórkostlegur. Hann skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gunnar Ólafsson átti ágæta spretti en Stjarnan þurfti framlag frá fleirum í kvöld. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var mjög misjafn. Hann var ekki góður í fyrsta leikhluta en inn á milli náðu þeir upp fínni pressu. Eins og áður segir voru of fáir að leggja eitthvað stórt í sarpinn hjá Garðbæingum. AJ Brodeur spilaði ekki vel og Alexander Lindqvist hitti illa. Þá er áhyggjuefni fyrir Garðbæinga að bæði Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru meiddir af velli og sérstaklega litu meiðsli Sarajlija ekki vel út. Hvað gerist næst? Framundan er þriðji leikur liðanna á laugardaginn. Hann fer fram í Ásgarði og verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar Hlynur Bæringsson snýr aftur. Daníel Guðni: Strákarnir voru að gera hlutina miklu betur Daníel Guðni var sáttur með sigurinn í kvöld.Vísir / Bára Daníel Guðni Guðmundsson fór ekki leynt með það hversu mikilvægur sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld var fyrir Grindvíkinga. „Þetta var risastór sigur og ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við lögðum okkur mjög mikið fram bæði í vörn og sókn. Mér fannst þeir skora of mikið og auðveldlega í seinni hálfleik og við þurfum að finna betri lausnir á því. Sóknarleikurinn gekk mjög vel, ég get ekki sagt annað þegar við skorum yfir 100 stig,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. „Við héldum þeim í 40 stigum í fyrri hálfleik sem er vel ásættanlegt.“ Ægir Þór Steinarsson gerði Grindvíkingum lífið leitt á löngum köflum í dag og Daníel sagði það ærið verkefni fyrir hans menn að halda honum niðri. „Hann er mjög góður í körfubolta og góður að sækja á opnanir í vörninni. Það er ærið verkefni fyrir okkar bakverði, sérstaklega Björgvin Hafþór og Kristófer Breka, að hægja á honum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við stoppum hann ekki í öllum aðgerðum en við þurfum að hægja á honum.“ Grindvíkingar fengu framlag frá mörgum í leiknum í kvöld. Joonas Jarveleinen skoraði til dæmis fimm stig í fyrri hálfleik en átján í þeim síðari. „Hann er náttúrulega mjög góður leikmaður, sérstaklega góður sóknarmaður. Þetta er hans hlutverk í liðinu að keyra sóknina aðeins í gang þegar gengur illa. Hann getur teygt á gólfinu og skorað fyrir utan. Ég var mjög ánægður með hans framlag, 23 stig á 23 mínútum er mjög gott.“ Einvígið er jafnt eftir þennan sigur Grindvíkinga og verður væntanlega mikið fjör í Ásgarði á laugardag þegar liðin mætast í þriðja sinn. „Það voru átök hér í kvöld og þetta var nokkuð harður leikur. Það er eitthvað sem við megum búast við í þessu einvígi. Við þurfum að vera tilbúnir í verkefnið, spila okkar sterku vörn og gera það saman. Þá eru okkur allir vegir færir og það var allt annað að sjá okkur í kvöld miðað við leikinn í Ásgarði um daginn,“ en Stjarnan vann nokkuð þægilegan sigur í fyrsta leik liðanna. „Við vorum með sama leikplan en strákarnir voru bara að gera hlutina miklu betur. Þegar við gerum þetta saman erum við mjög góðir. Kristinn Pálsson var nálægt þrefaldri tvennu, Dagur Kár með stórleik með 13 stoðsendingar og yfir 20 stig. Stjarnan er með gott lið og náði áhlaupum á okkur.“ „Þetta er alvarlegt“ Grindvíkingar fagna í leik frá því fyrr í vetur. Daníel hafði sitt að segja um bannið sem Hlynur Bæringsson fékk eftir fyrsta leikinn sem gerði það að verkum að hann spilaði ekki í kvöld. „Þetta er allt svolítið sérstakt. Okkar leikmaður á síðasta ári fékk bann og var ekki með gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hlynur fær eins leiks bann, sem að mati aganefndar var viljandi, fyrir að gefa höfuðhögg. Á viljandi högg í höfuðið að vera einn leikur?“ „Það þarf að vera einhver lína í þessu og eitthvað samræmi. Ég get ekki séð samræmi á milli þess að gefa högg í höfuðið og að vera með leikaraskap tvisvar í leik og fá bann eins og Dedrick Basile hjá Þór Akureyri. Það er jafnlangt bann.“ Daníel vill meina að það þurfi aðeins að skoða þessa hluti betur. „Ef aganefnd kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé viljandi, ég hef reyndar ekki lesið dóminn nógu vel, en ef það er gefið viljandi höfuðhögg í leik þarf þá ekki að athuga það aðeins betur? Ég hef ekkert á móti Hlyn heldur er ég að tala heilt yfir. Ég myndi segja það sama ef þetta væri minn leikmaður í þessari stöðu.“ „Við vitum hvað þessi höfuðhögg hafa verið mikið í umræðunni. Nú er einn Grindvíkingur, Ingvi Þór Guðmundsson sem spilar með Þór Akureyri, ekki búinn að vera með undanfarið eftir höfuðhögg. Þetta er alvarlegt.“ „Varðandi þetta einangraða tilvik, hann fékk bann en það er ekkert sem ég stjórna í þessu. Hann verður væntanlega bara klár á laugardag.“ Arnar: Misgáfulegir sófasérfræðingar væla út leikbann á samfélagsmiðlum Arnar hafði ýmislegt að segja um leikbann Hlyns Bæringssonar. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ósáttur með tapið gegn Grindvíkingum í kvöld. Hann hafði sitt að segja um leikbannið sem Hlynur Bæringsson var dæmdur í og gagnrýndi vinnubrögð Körfuknattleikssambandsins harðlega. „Grindvíkingar komu út mjög ákveðnir strax í upphafi. Þeir voru með gott sóknarplan í dag og fengu auðveldar körfur í byrjun. Við vorum kærulausir og fengum körfur í bakið. Við erum að elta og náum aldrei neinum tökum á þeim það sem eftir er.“ Eins og flestir vita var Hlynur Bæringsson dæmdur í leikbann í dag eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardaginn. Arnar var mjög gagnrýninn á vinnubrögðin í kringum það mál. „Númer eitt er ég ósammála dómnum. Þarna eru tveir menn á fleygiferð og hann lemur hann ekki í höfuðið. Númer tvö þá er þetta kerfi okkar ekki gott. Loksins fengu Grindvíkingar kannski að vera réttu megin í þessum sirkus. Í fyrra þá var Seth LeDay dæmdur í bann þremur leikjum eftir á í staðinn fyrir að það væri gert strax sem eru eðlileg vinnubrögð.“ „Einhver formgalli gerði það til dæmis að verkum að Glenn Robinson, sem er á Hornafirði núna, spilaði á móti Grindavík þegar hann hefði átt að vera í banni. Mér finnst vinnubrögðin ekki góð. Við fengum að vita klukkan tólf í dag að Hlynur yrði í banni.“ „Þetta er séríslenskt dæmi“ Arnar vill meina að uppfæra þurfi reglurnar á Íslandi sem snúa að því hversu mikið þarf til að menn séu dæmdir í leikbann. „Bandaríkjamaðurinn hjá Þór Akureyri fær tæknivillu í annað skiptið og fer í bann hér á Íslandi, það er séríslenskt dæmi. Það er ekki búið að uppfæra reglurnar því þegar reglurnar voru settar varðandi það þegar menn eru reknir út úr húsi þá sé viðvörun og í annað skipti er leikbann, þá var ekki til taktísk villa. Þá var ekki gefin tæknivilla á leikaraskap heldur. Það er ekki búið að laga þetta í samræmi við leikinn.“ „Menn annars staðar í Evrópu skilja ekki að þetta sé svona. Ég talaði við kollega mína í Svíþjóð þegar ég fór í bann og þeir áttu ekki orð yfir því að maður færi í bann fyrir að vera hent út úr húsi. Hvað þá þegar ég sagði þeim frá þessu með leikmann Þórs frá Akureyri. Fyrri villan hans var í sjöttu umferð og það var bara vondur dómur gegn okkur. Það er ekki hægt að skoða það en íþróttir eru farnar að vera skrýtnar þegar hægt er að frysta og skoða eitt einstakt tilvik.“ Atvikið á laugardaginn var á milli Hlyns og Dags Kár Jónssonar sem var nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli en Hlynur fékk bannið fyrir að gefa Degi höfuðhögg. „Guði sé lof að Dagur hefur það gott eftir þetta, það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er ósáttur með dóminn og ég er ósáttur með vinnubrögðin. Ég ætla ekkert að fara ofan af því, mér finnst þetta bara lélegt.“ „Þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði í tíu mínútur í sjónvarpinu“ Hlynur Bæringsson í fyrsta leik einvígisins gegn Grindavík. vísir/bára Ársþing KKÍ hefur völdin þegar kemur að því að breyta lögum og reglugerðum sambandsins og sagðist Arnar hafa reynt að koma skilaboðum áleiðis um að kerfið væri gallað. „Ég sendi inn einhvern tölvupóst en ég kann ekki að búa til reglugerðir eða annað slíkt en ég var búinn að benda á að þetta væri hálfgalið. Ég kann ekki lögfræði, þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði um þetta í tíu mínútur í sjónvarpsþættinum. Hann allavega náði að gera þetta vel,“ bætti Arnar við og á þá væntanlega við Sævar Sævarsson, sérfræðing í Domino´s körfuboltakvöldi. „Það kemur ekkert fyrr en einhver spjallsíða á Facebook, sem ég er ekki hluti af en ég fékk að heyra hvað gekk þar á, fer á fullt. Þar er gasað út í eitt og þá er bara kallað á einhver viðbrögð. Við erum farin að láta einhverja misgáfulega sófasérfræðinga væla út leikbönn á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað mér finnst um það.“ „Eða þá einhverja lögfræðimenntaða sérfræðinga úr Keflavík sem taka einhverja ræðu í sjónvarpinu þar sem allt er stoppað og myndin fryst. Við erum bara að vera komnir í mjög leiðinlegt samfélag finnst mér.“ Arnar sagðist hafa áhyggjur af því að lykilmenn hans yrðu frá vegna meiðsla eftir leikinn í kvöld. Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru báðir meiddir af velli, Mirza hélt um hnéð en Gunnar síðuna. „Ég veit ekki ennþá hvað það er en ég er smeykur. Við þurfum að skoða þetta og finna af hverju við létum fara svona illa með okkur. Við þurfum líka að fylla í götin þar sem það á við, það er alveg á hreinu.“ Arnar sagði að fjarvera Hlyns Bæringssonar hefði skipt miklu en hann verður mættur aftur í slaginn í þriðja leik liðanna á laugardag. „Það breytir öllu. Hann er okkar leiðtogi og við söknuðum hans í dag, það gaf auga leið. Það vantaði hann í kvöld.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. Það var viðbúið að það yrði hiti í mönnum í leiknum í kvöld. Liðin hafa marga hildi háð síðustu misseri og það bættist enn í þá sögu í hádeginu í dag þegar Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var dæmdur í leikbann eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardag. Heimamenn komu til leiks af miklum krafti. Þeir tóku strax forystuna og náðu mest ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, hélt sínum mönnum inni í leiknum. Hann spilaði frábærlega og eftir fyrri hálfleikinn var hann kominn með 24 framlagspunkta en enginn annar Stjörnumaður var með meira en 4 í framlag í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 48-40 og heimamenn skrefinu á undan. Spennustig gestanna var fullhátt í fyrri hálfleiknum en þeir fengu dæmdar á sig þrjár tæknivillur fyrir tuð sem skilaði stigum af vítalínunni fyrir heimamenn. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Garðbæingar voru þó aldrei langt undan. Eftir þriðja leikhlutann var staðan 70-60 heimamönnum í vil en það sem var verra fyrir Stjörnuna var að Ægir Þór var kominn með fjórar villur. Það átti eftir að verða dýrkeypt því hann fékk fimmtu villuna þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var munurinn ellefu stig en Stjarnan búnir að minnka hann niður um tíu stig á skömmum tíma. Eftir það var í raun aldrei spurning hverjir myndu fara með sigur af hólmi. Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn, lokatölur 101-89. Af hverju vann Grindavík? Þeir voru skrefinu á undan allan tímann í kvöld. Sóknarlega voru þeir góðir og fengu framlag úr mörgum áttum eins og svo oft áður. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á eftir og þrátt fyrir ágætis áhlaup inn á milli tóku þeir aldrei skrefið að komast yfir. Garðbæingar söknuðu greinilega Hlyns Bæringssonar og skal engan undra því hann er leiðtogi liðsins og skilar alltaf sínu. Grindvíkingar gerðu vel í að nýta sér veikleika Garðbæinga og sigurinn í kvöld var sanngjarn. Þessir stóðu upp úr: Það voru margir sem áttu góðan leik fyrir heimamenn. Dagur Kár Jónsson skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson skoraði 20 stig og steig alltaf upp þegar á þurfti að halda. Joonas Jarveleinen var rólegur í fyrri hálfleik en skoraði 18 stig eftir hlé. Kristinn Pálsson var nálægt þrefaldri tvennu með 8 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá var Kazembe Abif góður með 23 framlagspunkta. Hjá Stjörnunni var Ægir Þór Steinarsson stórkostlegur. Hann skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gunnar Ólafsson átti ágæta spretti en Stjarnan þurfti framlag frá fleirum í kvöld. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var mjög misjafn. Hann var ekki góður í fyrsta leikhluta en inn á milli náðu þeir upp fínni pressu. Eins og áður segir voru of fáir að leggja eitthvað stórt í sarpinn hjá Garðbæingum. AJ Brodeur spilaði ekki vel og Alexander Lindqvist hitti illa. Þá er áhyggjuefni fyrir Garðbæinga að bæði Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru meiddir af velli og sérstaklega litu meiðsli Sarajlija ekki vel út. Hvað gerist næst? Framundan er þriðji leikur liðanna á laugardaginn. Hann fer fram í Ásgarði og verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar Hlynur Bæringsson snýr aftur. Daníel Guðni: Strákarnir voru að gera hlutina miklu betur Daníel Guðni var sáttur með sigurinn í kvöld.Vísir / Bára Daníel Guðni Guðmundsson fór ekki leynt með það hversu mikilvægur sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld var fyrir Grindvíkinga. „Þetta var risastór sigur og ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við lögðum okkur mjög mikið fram bæði í vörn og sókn. Mér fannst þeir skora of mikið og auðveldlega í seinni hálfleik og við þurfum að finna betri lausnir á því. Sóknarleikurinn gekk mjög vel, ég get ekki sagt annað þegar við skorum yfir 100 stig,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. „Við héldum þeim í 40 stigum í fyrri hálfleik sem er vel ásættanlegt.“ Ægir Þór Steinarsson gerði Grindvíkingum lífið leitt á löngum köflum í dag og Daníel sagði það ærið verkefni fyrir hans menn að halda honum niðri. „Hann er mjög góður í körfubolta og góður að sækja á opnanir í vörninni. Það er ærið verkefni fyrir okkar bakverði, sérstaklega Björgvin Hafþór og Kristófer Breka, að hægja á honum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við stoppum hann ekki í öllum aðgerðum en við þurfum að hægja á honum.“ Grindvíkingar fengu framlag frá mörgum í leiknum í kvöld. Joonas Jarveleinen skoraði til dæmis fimm stig í fyrri hálfleik en átján í þeim síðari. „Hann er náttúrulega mjög góður leikmaður, sérstaklega góður sóknarmaður. Þetta er hans hlutverk í liðinu að keyra sóknina aðeins í gang þegar gengur illa. Hann getur teygt á gólfinu og skorað fyrir utan. Ég var mjög ánægður með hans framlag, 23 stig á 23 mínútum er mjög gott.“ Einvígið er jafnt eftir þennan sigur Grindvíkinga og verður væntanlega mikið fjör í Ásgarði á laugardag þegar liðin mætast í þriðja sinn. „Það voru átök hér í kvöld og þetta var nokkuð harður leikur. Það er eitthvað sem við megum búast við í þessu einvígi. Við þurfum að vera tilbúnir í verkefnið, spila okkar sterku vörn og gera það saman. Þá eru okkur allir vegir færir og það var allt annað að sjá okkur í kvöld miðað við leikinn í Ásgarði um daginn,“ en Stjarnan vann nokkuð þægilegan sigur í fyrsta leik liðanna. „Við vorum með sama leikplan en strákarnir voru bara að gera hlutina miklu betur. Þegar við gerum þetta saman erum við mjög góðir. Kristinn Pálsson var nálægt þrefaldri tvennu, Dagur Kár með stórleik með 13 stoðsendingar og yfir 20 stig. Stjarnan er með gott lið og náði áhlaupum á okkur.“ „Þetta er alvarlegt“ Grindvíkingar fagna í leik frá því fyrr í vetur. Daníel hafði sitt að segja um bannið sem Hlynur Bæringsson fékk eftir fyrsta leikinn sem gerði það að verkum að hann spilaði ekki í kvöld. „Þetta er allt svolítið sérstakt. Okkar leikmaður á síðasta ári fékk bann og var ekki með gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hlynur fær eins leiks bann, sem að mati aganefndar var viljandi, fyrir að gefa höfuðhögg. Á viljandi högg í höfuðið að vera einn leikur?“ „Það þarf að vera einhver lína í þessu og eitthvað samræmi. Ég get ekki séð samræmi á milli þess að gefa högg í höfuðið og að vera með leikaraskap tvisvar í leik og fá bann eins og Dedrick Basile hjá Þór Akureyri. Það er jafnlangt bann.“ Daníel vill meina að það þurfi aðeins að skoða þessa hluti betur. „Ef aganefnd kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé viljandi, ég hef reyndar ekki lesið dóminn nógu vel, en ef það er gefið viljandi höfuðhögg í leik þarf þá ekki að athuga það aðeins betur? Ég hef ekkert á móti Hlyn heldur er ég að tala heilt yfir. Ég myndi segja það sama ef þetta væri minn leikmaður í þessari stöðu.“ „Við vitum hvað þessi höfuðhögg hafa verið mikið í umræðunni. Nú er einn Grindvíkingur, Ingvi Þór Guðmundsson sem spilar með Þór Akureyri, ekki búinn að vera með undanfarið eftir höfuðhögg. Þetta er alvarlegt.“ „Varðandi þetta einangraða tilvik, hann fékk bann en það er ekkert sem ég stjórna í þessu. Hann verður væntanlega bara klár á laugardag.“ Arnar: Misgáfulegir sófasérfræðingar væla út leikbann á samfélagsmiðlum Arnar hafði ýmislegt að segja um leikbann Hlyns Bæringssonar. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ósáttur með tapið gegn Grindvíkingum í kvöld. Hann hafði sitt að segja um leikbannið sem Hlynur Bæringsson var dæmdur í og gagnrýndi vinnubrögð Körfuknattleikssambandsins harðlega. „Grindvíkingar komu út mjög ákveðnir strax í upphafi. Þeir voru með gott sóknarplan í dag og fengu auðveldar körfur í byrjun. Við vorum kærulausir og fengum körfur í bakið. Við erum að elta og náum aldrei neinum tökum á þeim það sem eftir er.“ Eins og flestir vita var Hlynur Bæringsson dæmdur í leikbann í dag eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardaginn. Arnar var mjög gagnrýninn á vinnubrögðin í kringum það mál. „Númer eitt er ég ósammála dómnum. Þarna eru tveir menn á fleygiferð og hann lemur hann ekki í höfuðið. Númer tvö þá er þetta kerfi okkar ekki gott. Loksins fengu Grindvíkingar kannski að vera réttu megin í þessum sirkus. Í fyrra þá var Seth LeDay dæmdur í bann þremur leikjum eftir á í staðinn fyrir að það væri gert strax sem eru eðlileg vinnubrögð.“ „Einhver formgalli gerði það til dæmis að verkum að Glenn Robinson, sem er á Hornafirði núna, spilaði á móti Grindavík þegar hann hefði átt að vera í banni. Mér finnst vinnubrögðin ekki góð. Við fengum að vita klukkan tólf í dag að Hlynur yrði í banni.“ „Þetta er séríslenskt dæmi“ Arnar vill meina að uppfæra þurfi reglurnar á Íslandi sem snúa að því hversu mikið þarf til að menn séu dæmdir í leikbann. „Bandaríkjamaðurinn hjá Þór Akureyri fær tæknivillu í annað skiptið og fer í bann hér á Íslandi, það er séríslenskt dæmi. Það er ekki búið að uppfæra reglurnar því þegar reglurnar voru settar varðandi það þegar menn eru reknir út úr húsi þá sé viðvörun og í annað skipti er leikbann, þá var ekki til taktísk villa. Þá var ekki gefin tæknivilla á leikaraskap heldur. Það er ekki búið að laga þetta í samræmi við leikinn.“ „Menn annars staðar í Evrópu skilja ekki að þetta sé svona. Ég talaði við kollega mína í Svíþjóð þegar ég fór í bann og þeir áttu ekki orð yfir því að maður færi í bann fyrir að vera hent út úr húsi. Hvað þá þegar ég sagði þeim frá þessu með leikmann Þórs frá Akureyri. Fyrri villan hans var í sjöttu umferð og það var bara vondur dómur gegn okkur. Það er ekki hægt að skoða það en íþróttir eru farnar að vera skrýtnar þegar hægt er að frysta og skoða eitt einstakt tilvik.“ Atvikið á laugardaginn var á milli Hlyns og Dags Kár Jónssonar sem var nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli en Hlynur fékk bannið fyrir að gefa Degi höfuðhögg. „Guði sé lof að Dagur hefur það gott eftir þetta, það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er ósáttur með dóminn og ég er ósáttur með vinnubrögðin. Ég ætla ekkert að fara ofan af því, mér finnst þetta bara lélegt.“ „Þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði í tíu mínútur í sjónvarpinu“ Hlynur Bæringsson í fyrsta leik einvígisins gegn Grindavík. vísir/bára Ársþing KKÍ hefur völdin þegar kemur að því að breyta lögum og reglugerðum sambandsins og sagðist Arnar hafa reynt að koma skilaboðum áleiðis um að kerfið væri gallað. „Ég sendi inn einhvern tölvupóst en ég kann ekki að búa til reglugerðir eða annað slíkt en ég var búinn að benda á að þetta væri hálfgalið. Ég kann ekki lögfræði, þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði um þetta í tíu mínútur í sjónvarpsþættinum. Hann allavega náði að gera þetta vel,“ bætti Arnar við og á þá væntanlega við Sævar Sævarsson, sérfræðing í Domino´s körfuboltakvöldi. „Það kemur ekkert fyrr en einhver spjallsíða á Facebook, sem ég er ekki hluti af en ég fékk að heyra hvað gekk þar á, fer á fullt. Þar er gasað út í eitt og þá er bara kallað á einhver viðbrögð. Við erum farin að láta einhverja misgáfulega sófasérfræðinga væla út leikbönn á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað mér finnst um það.“ „Eða þá einhverja lögfræðimenntaða sérfræðinga úr Keflavík sem taka einhverja ræðu í sjónvarpinu þar sem allt er stoppað og myndin fryst. Við erum bara að vera komnir í mjög leiðinlegt samfélag finnst mér.“ Arnar sagðist hafa áhyggjur af því að lykilmenn hans yrðu frá vegna meiðsla eftir leikinn í kvöld. Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru báðir meiddir af velli, Mirza hélt um hnéð en Gunnar síðuna. „Ég veit ekki ennþá hvað það er en ég er smeykur. Við þurfum að skoða þetta og finna af hverju við létum fara svona illa með okkur. Við þurfum líka að fylla í götin þar sem það á við, það er alveg á hreinu.“ Arnar sagði að fjarvera Hlyns Bæringssonar hefði skipt miklu en hann verður mættur aftur í slaginn í þriðja leik liðanna á laugardag. „Það breytir öllu. Hann er okkar leiðtogi og við söknuðum hans í dag, það gaf auga leið. Það vantaði hann í kvöld.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum