RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Snorri Másson skrifar 17. maí 2021 15:40 Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur stýrir málfari í miðlum Ríkisútvarpsins. Engin fyrirmæli hafa verið gefin um að nota hvorugkyn í stað karlkyns, segir hún. RÚV/Vísir Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. Þannig breytist tungumálið úr setningum sem í máli flestra Íslendinga gætu hljóðað svo: „Allir sem eru ekki búnir að fara í bólusetningu skulu áfram fara varlega“ í „Öll sem eru ekki búin að fara í bólusetningu skulu áfram fara varlega.“ Þessi notkun stríðir gegn máltilfinningu sumra sem skilja svona hvorugkynsmynd ævinlega þannig að í henni felist vissa um að þau sem vísað er til séu sannarlega af öllum kynjum. Aðrir líta svo á að sé karlkynið notað sem almennt óskilgreint málfræðilegt kyn sé þar með verið að útiloka þá eða aðra hópa. Málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, segir í samtali við Vísi að engin bein fyrirmæli hafi verið gefin út til starfsmanna um að nota þetta nýja hvorugkyn, en að á hinn bóginn hafi engum fréttamanni verið meinað að styðjast við það. „Við erum í rauninni að viðurkenna að það séu til tvö kerfi, sem geta alveg virkað samhliða. Það er einhver misskilningur sem er í gangi um að ég og mín deild höfum bannað orðið maður og að nota karlkyn í umfjöllun, en það þarf ekki að skoða vefinn lengi til að sjá að það er ekki þannig. Karlkynið er enn notað í miklum meirihluta í þessari merkingu,“ segir Anna Sigríður. „Stundum kemur hitt þó upp og þá finnst fólki mögulega eins og það sé að taka yfir, af því að það tekur eftir því þegar notað er hvorugkyn þar sem allflestir nota karlkynið. En það þýðir ekki að það sé búið að banna að nota karlkyn til að tákna hlutleysi og það stendur ekkert til,“ segir Anna. Grein Völu Hafstað í Fréttablaðinu hefur vakið nokkra athygli: Pólitísk málstýring sama hver krafan er Anna Sigríður segist gera sér grein fyrir því að hver sú ákvörðun sem RÚV taki í málfarsefnum sé þýðingarmikil; RÚV leggi línurnar í málfari landsmanna. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er pólitísk málstýring að taka upp hvorugkyn til að tákna hlutleysi í stað karlkynsins. Það er hægt að stýra málinu í þá átt, en hitt er líka málstýring að standa fast gegn því. Þannig að þetta er ekkert alveg klippt og skorið,“ segir hún. Anna bendir á að ríkismiðillinn hafi ekki fundið upp á þessari notkun hjá sjálfum sér. „Maður sér þetta hjá hinum og þessum stofnunum í atvinnuauglýsingum og tilkynningum, að hvorugkynið er komið miklu meira inn. Við leggjum þó línu að einhverju leyti og kannski má segja að margir okkar dyggustu hlustendur séu ekkert endilega hlynntir þessu hvorugkyni og þess vegna stingur það þá þegar þeir heyra það,“ segir málfarsráðunauturinn. Spurning um að vernda tungumálið Anna Sigríður segist heimila þessa notkun í von um að hún geti orðið til þess að fleira fólki líði eins og það sé hluti af tungumálinu, enda sé ljóst að æ fleiri upplifi sig sem utan þess mengis sem vísað er til með „þeir“ eða „allir“. „Það er ekki að ég vilji þröngva einhverju hvorugkyni í gegn, en mér finnst allt í lagi að leyfa það hins vegar. Mér finnst allt í lagi að leyfa þessari breytingu að verða ef það skyldi verða til þess að fleira fólki líði eins og það eigi heima í málinu. Sérstaklega ef við viljum halda málinu í notkun, þannig að það sé ekki einhver hópur fólks sem grípur til dæmis til ensku af því að þar er minna um málfræðilegt kyn. Mér finnst það vera gild rök í að vernda tungumálið,“ segir Anna. Hefur ekki endilega breytt eigin notkun Sem málfarsráðunautur kveðst Anna ekki vera að reyna að knýja á um að málin þróist í eina átt eða aðra, en hún trúir að hægt sé að skapa sátt um bæði kerfin í einu. „Ég skil það vel að þessi gamla málvenja lifi enn góðu lífi og ég sjálf er vön því að nota karlkynið og hef ekkert endilega breytt því. Ég nota oft hvorugkynið ef mér finnst það eiga betur við og mér finnst bara allt í lagi að fólk geri það.“ Anna óttast ekki að þetta verði til lengri tíma litið spurning um að fólk þurfi að sætta sig við að nota nýja hvorugkynið, þar sem hitt verði talið ótækt. Þetta verður með öðrum orðum ekki spurning um hvenær hinn og þessi lúffi. „Þetta er kannski ekkert endilega spurning um að lúffa, því að þú getur auðvitað talað það mál sem þín máltilfinning segir að sé rétt. En þetta snýst kannski um að við gerum það öll og berum svo virðingu fyrir hinum sem hafa aðra máltilfinningu en við. Það er síðan þannig með svona breytingar og eðli þeirra að þær breiðast út og maður tileinkar sér þær stundum ósjálfrátt, án þess endilega að ætla sér það.“ Jafnréttismál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Íslenska á tækniöld Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þannig breytist tungumálið úr setningum sem í máli flestra Íslendinga gætu hljóðað svo: „Allir sem eru ekki búnir að fara í bólusetningu skulu áfram fara varlega“ í „Öll sem eru ekki búin að fara í bólusetningu skulu áfram fara varlega.“ Þessi notkun stríðir gegn máltilfinningu sumra sem skilja svona hvorugkynsmynd ævinlega þannig að í henni felist vissa um að þau sem vísað er til séu sannarlega af öllum kynjum. Aðrir líta svo á að sé karlkynið notað sem almennt óskilgreint málfræðilegt kyn sé þar með verið að útiloka þá eða aðra hópa. Málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, segir í samtali við Vísi að engin bein fyrirmæli hafi verið gefin út til starfsmanna um að nota þetta nýja hvorugkyn, en að á hinn bóginn hafi engum fréttamanni verið meinað að styðjast við það. „Við erum í rauninni að viðurkenna að það séu til tvö kerfi, sem geta alveg virkað samhliða. Það er einhver misskilningur sem er í gangi um að ég og mín deild höfum bannað orðið maður og að nota karlkyn í umfjöllun, en það þarf ekki að skoða vefinn lengi til að sjá að það er ekki þannig. Karlkynið er enn notað í miklum meirihluta í þessari merkingu,“ segir Anna Sigríður. „Stundum kemur hitt þó upp og þá finnst fólki mögulega eins og það sé að taka yfir, af því að það tekur eftir því þegar notað er hvorugkyn þar sem allflestir nota karlkynið. En það þýðir ekki að það sé búið að banna að nota karlkyn til að tákna hlutleysi og það stendur ekkert til,“ segir Anna. Grein Völu Hafstað í Fréttablaðinu hefur vakið nokkra athygli: Pólitísk málstýring sama hver krafan er Anna Sigríður segist gera sér grein fyrir því að hver sú ákvörðun sem RÚV taki í málfarsefnum sé þýðingarmikil; RÚV leggi línurnar í málfari landsmanna. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er pólitísk málstýring að taka upp hvorugkyn til að tákna hlutleysi í stað karlkynsins. Það er hægt að stýra málinu í þá átt, en hitt er líka málstýring að standa fast gegn því. Þannig að þetta er ekkert alveg klippt og skorið,“ segir hún. Anna bendir á að ríkismiðillinn hafi ekki fundið upp á þessari notkun hjá sjálfum sér. „Maður sér þetta hjá hinum og þessum stofnunum í atvinnuauglýsingum og tilkynningum, að hvorugkynið er komið miklu meira inn. Við leggjum þó línu að einhverju leyti og kannski má segja að margir okkar dyggustu hlustendur séu ekkert endilega hlynntir þessu hvorugkyni og þess vegna stingur það þá þegar þeir heyra það,“ segir málfarsráðunauturinn. Spurning um að vernda tungumálið Anna Sigríður segist heimila þessa notkun í von um að hún geti orðið til þess að fleira fólki líði eins og það sé hluti af tungumálinu, enda sé ljóst að æ fleiri upplifi sig sem utan þess mengis sem vísað er til með „þeir“ eða „allir“. „Það er ekki að ég vilji þröngva einhverju hvorugkyni í gegn, en mér finnst allt í lagi að leyfa það hins vegar. Mér finnst allt í lagi að leyfa þessari breytingu að verða ef það skyldi verða til þess að fleira fólki líði eins og það eigi heima í málinu. Sérstaklega ef við viljum halda málinu í notkun, þannig að það sé ekki einhver hópur fólks sem grípur til dæmis til ensku af því að þar er minna um málfræðilegt kyn. Mér finnst það vera gild rök í að vernda tungumálið,“ segir Anna. Hefur ekki endilega breytt eigin notkun Sem málfarsráðunautur kveðst Anna ekki vera að reyna að knýja á um að málin þróist í eina átt eða aðra, en hún trúir að hægt sé að skapa sátt um bæði kerfin í einu. „Ég skil það vel að þessi gamla málvenja lifi enn góðu lífi og ég sjálf er vön því að nota karlkynið og hef ekkert endilega breytt því. Ég nota oft hvorugkynið ef mér finnst það eiga betur við og mér finnst bara allt í lagi að fólk geri það.“ Anna óttast ekki að þetta verði til lengri tíma litið spurning um að fólk þurfi að sætta sig við að nota nýja hvorugkynið, þar sem hitt verði talið ótækt. Þetta verður með öðrum orðum ekki spurning um hvenær hinn og þessi lúffi. „Þetta er kannski ekkert endilega spurning um að lúffa, því að þú getur auðvitað talað það mál sem þín máltilfinning segir að sé rétt. En þetta snýst kannski um að við gerum það öll og berum svo virðingu fyrir hinum sem hafa aðra máltilfinningu en við. Það er síðan þannig með svona breytingar og eðli þeirra að þær breiðast út og maður tileinkar sér þær stundum ósjálfrátt, án þess endilega að ætla sér það.“
Jafnréttismál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Íslenska á tækniöld Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira