Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 10:00 Ólöf Helga og Berglind voru sérfræðingar gærkvöldsins í Körfuboltakvöldi. Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka. „Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58