Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 10:00 Ólöf Helga og Berglind voru sérfræðingar gærkvöldsins í Körfuboltakvöldi. Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka. „Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að þær komi sterkari til leiks næst,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. „Það er kannski stundum gott að fá svona tapleiki og svona stóran skell því það fær mann kannski til að hugsa aðeins og einbeita sér að því sem skiptir máli.“ „Eins og Jonni sagði, ef hann lagar það hjá sínu liði, að þær séu ekki að drippla of mikið og ná að hreyfa boltann betur til að opna glufur í vörninni þá getur allt gerst. Þær eru bara að spila svolítið óagað núna.“ Berglind Gunnarsdóttir tók í sama streng, og sagði Haukaliðið búa yfir miklum gæðum innan sinna raða. „Mér fannst líka sjást svolítill gæðamunur á liðunum í kvöld. Það eru ótrúlega mikil gæði í Haukaliðinu og mikil breidd. Þær komu inn af miklum krafti og mér fannst það skilja liðin að í kvöld. Haukarnir byrjuðu algjörlega frá byrjun og héldu kraftinum allan tíman.“ Þar næst var umræðan færð að varnarleik Hauka, en Keflvíkingar áttu oft á tíðum mjög erfitt með að finna glufur. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir Hauka að halda þessu áfram,“ sagði Berglind. „Í þessum leik hafði Keflavík engin svör.“ Eins og við höfum séð svolítið í vetur, þá fara Keflvíkingar í þessi villtu þriggja stiga skot og það var í rauninni ekkert annað uppi á teningnum hjá þeim í kvöld.“ „Svo fá þær góða vörn á móti sér og skotin eru ekki að detta hjá þeim og þá fannst manni þær ekki hafa neitt annað til að grípa í.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík fann engin svör við varnarleik Hauka Ólöf Helga var sammála Berglindi og segir að það eigi bara eftir að verða erfiðara fyrir Keflavík að finna svör við varnarleik Hauka. „Það er allt í lagi að hrósa og það er flott að gera mistök og læra af þeim en núna erum við komin í úrslitakeppnina. Þú verður að vera rólegur og yfirvegaður og taka réttar ákvarðanir. Ef þú gerir það ekki þá ertu bara dottinn út.“ „Og fyrst að við vorum að tala um vörnina hjá Haukum þá er hún bara að fara að vera betri. Ef einhver er góður varnarþjálfari þá er það Baddi. Hann er alltaf með gott leikplan í vörninni.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Öruggt hjá Haukakonum í fyrsta leik Haukar tóku á móti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stig kvöldsins, en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Haukakonur lönduðu að lokum 14 stiga sigri, 77-63. 14. maí 2021 19:58