Sakar forseta FIFA um að vera hugmyndasmiðinn að Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 16:01 Gianni Infantino er æðsti maður fótboltaheimsins sem forseti FIFA. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Yfirmaður La Liga á Spáni segir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi ekki aðeins stutt Ofurdeildarhugmyndina heldur verið maðurinn á bak við tjöldin. Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið. FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið.
FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira