„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. maí 2021 07:00 Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet. „Dóttir mín var læst inni í öðru herbergi og ég heyrði hana gráta. Og ég hugsaði með mér, vá, ég er ekki trúuð, ég hef ekki talað mikið við guð, aldrei. En ég átti samtal þar sem ég sagði, heyrðu guð, ef þú ert til, þá verðurðu að bjarga mér út,” segir Karen. Karen sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir sem sýndur var á Stöð 2 á dögunum. Saga Karenar er skuggaleg en henni tókst með ótrúlegum hætti að losa sig úr klóm mannsins og taka völdin í sínar hendur. Manninum kynntist hún þegar hún var rúmlega tvítug og búsett í Lundúnum, þar sem hún lagði stund á hjúkrunarfræði. Hún hitti hann á flugvelli þar sem hann kom fyrir sem heillandi og ljúfur einstaklingur. Hann er breskur, fyrrverandi hermaður og starfandi lögreglumaður hjá Scotland Yard í London. Aðsend „Hann talaði við mig og virtist mjög áhugaverður. Þegar ég var að fara þá rétti hann mér netfangið sitt og sagði: Mig langar endilega að vera í sambandi við þig. Þú virðist vera mjög áhugaverð og spennandi manneskja,” lýsir Karen. Eftir að hafa skrifast á í gegnum tölvupóst í nokkurn tíma ákváðu þau að hittast. „Við fórum saman út að borða og hann var alveg ótrúlega sjarmerandi og ljúfur og sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta mjög skrítið að við áttum mjög margt sameiginlegt, hann virtist hafa áhuga á sömu hlutum og ég og hann hrósaði mér rosalega mikið og hann virtist algjörlega heillaður af mér. Eftir það þá fórum við á nokkur stefnumót og fórum að hringjast á og hann var alltaf jafn hress og skemmtilegur og áhugaverður.” Eftir að hafa hist í nokkur skipti fannst Karen maðurinn hafa skipt um ham. „Ég fór að finna einhverja ónotatilfinningu. Hann spurði mig mjög nákvæmra spurninga, vildi vita mjög mikið um fjölskyldu mína, vini mína og alls konar. Hann deildi litlu um sjálfan sig en hafði bara rosalega mikinn fókus á mér,” segir hún. Maðurinn bauð Karen síðan til útlanda, til Kýpur, sem henni þótti spennandi. „Ég svona hugsaði með mér, rosalega er þetta rómantískt. Það hefur enginn boðið mér til útlanda áður og ég ákveð að fara bara með honum í frí.” Fríið varð hins vegar ekki eins og hún hafði ímyndað sér. Í raun langt frá því. „Síðan þegar við komum á flugvöllinn og erum að fara í ferðina þá segir hann að flugvellir séu mjög hættulegir staðir og það sé langbest að hann sé með vegabréfið mitt, kortið mitt og símann minn. Og ég hugsaði ekkert meira um það og afhenti honum bara. Hann var með einhverja tösku fyrir þetta, en þegar við síðan komum upp í flugvélina að þá áttaði ég mig á því að hann var gjörbreyttur. Aðsend Hann var rosalega reiður, hreytti í mig. Skammaði mig, niðurlægði mig, niðurlægði mig fyrir framan aðra þannig að það endaði þannig að ég fór að gráta. Og þegar fór að gráta í flugvélinni og fólk fór að taka eftir því að mér fór að líða eitthvað illa að þá sagði hann bara: konan mín er flughrædd og hún er rosalega taugaveikluð. Hann fór strax að útskýra fyrir öðrum mín viðbrögð. Og mér fannst þetta rosalega skrítið því ég hafði aldrei lent í því áður að einhver væri svona vondur við mig en væri síðan að fegra það fyrir fólkinu í kring. Hann var greinilega mjög upptekinn af því hvað öðrum fannst. Hann var ekkert að hugsa hvernig mér leið.” Hún segir ferðina vægast sagt hafa verið hræðilega. „Hann læsti mig inni á herbergi og hann sagði að nú væri tíminn sem ég fengi að taka getnaðarvarnir búinn og tók pilluna mína. Og ferðin var ömurleg. Mér leið ömurlega allan tímann. Hann stjórnaði algjörlega hvort ég mætti mála mig, hvaða sólarvörn ég ætti að nota, hvenær ég mætti fara út. Og ég var bara í svona gjörgæslu allan tímann. Og ég bara reyndi að lifa af ferðina og vona að ég kæmist aftur heim og var búin að ákveða að þegar ég kæmi aftur heim að þá myndi ég aldrei tala við þennan mann aftur.” Karen upplifði skömm þegar hún kom heim og vildi ekki segja fjölskyldu sinni hvað raunverulega átti sér stað. „Mér fannst ég vitlaus að hafa farið með honum til útlanda og fannst eins og ég ætti að vita betur.” Hlutirnir breyttust hins vegar fljótt. „Síðan fékk ég jákvætt óléttupróf nokkrum dögum síðar.” Karen íhugaði um stund að eiga ekki barnið. „En síðan hugsaði ég með mér, þetta litla barn hefur ekkert með þetta að gera. Þetta er barnið mitt og hann hlýtur að lagast þegar ég er orðin ófrísk, það kemur enginn svona fram við ófríska konu. Þannig að kannski mun þetta bara blessast.” Aðsend Lét hana sitja við borð í sólarhring Maðurinn var alsæll með að eignast loks fjölskyldu. En fyrr en varði tók hann algjöra stjórn á lífi Karenar - en sagðist eingöngu gera það af umhyggju. „Það byrjaði með andlegu ofbeldi þar sem hann kom mér í uppnám og gerði svo grín að viðbrögðunum mínum. Hann notaði rosalega mikið ógnir, hann sagði mér að ég væri í stöðugri hættu og hann vissi betur því hann væri lögreglumaður. Hann vissi hversu hættulegt fólk væri þarna úti. Þegar hann byrjaði að beita mig líkamlegu ofbeldi þá var það kynferðisofbeldi frá byrjun, þar sem hann fór yfir mín mörk, og svo þegar hann beitti mig líkamlegu ofbeldi að þá sagði hann að það væri til að verja mig frá sjálfri mér. Hann sagði að hann hefði þurft að snúa mig niður, hann hefði þurft að stoppa mig, og notaði rosalega mikið; ég er lögreglumaður og ef það heyrist eitthvað skrítin hljóð og þú ert að öskra þá get ég lent í svo miklum vandræðum í vinnunni. Og hann sagði ef ég lendi í vandræðum í vinnunni eða missi vinnuna þá hef ég engu að tapa og þá get ég bara klárað það sem ég ætlaði að gera og gengið frá þér. Finnst þér það að hann hafi þennan bakgrunn sem lögreglumaður, finnst þér það hafa sett hann í einhvers konar valdastöðu gagnvart þér? „Já, það gerði það. Og það líka breytti því ofbeldi sem hann beitti mig,” segir hún. „Hann kann yfirheyrslutækni og hann kennir sjálfsvörn þannig að hann var rosalega góður í því að beita mig miklu ofbeldi þar sem sá ekki á mér. Hann gat sagt mér frá því hvað hann ætti ofboðslega mikið til að nota gegn mér og það myndi enginn trúa mér. Og líka það að ofbeldið sem hann beitti mig, ef það var eitthvað sem honum mislíkaði að þá setti hann mig á stól og spurði mig endalaust af spurningum mjög hratt og ég átti að svara mjög hratt. Og síðan leitað hann að einhverju misræmi,“ útskýrir Karen. „Hann lét mig sitja við sama borðið í sólarhring þar sem ég fékk ekki að fara að sofa, ég fékk ekki vatn, ég fékk ekki að standa upp. Og hann notaði aðferðir sem hann hafði greinilega lært í lögreglunni þar sem hann spurði mig og spurði mig þar til hann fann eitthvað misræmi og sneri svo svörunum þannig að það endaði alltaf með því að ég þyrfti að játa fyrir honum að ég væri lygari og ég væri að segja ósatt, ég væri óheiðarleg manneskja og ég lofaði að bæta mig. Og eins og þegar hann réðst á mig að þá notaði hann aðferðir úr lögreglunni, að snúa hendurnar á mér fyrir aftan bak eða þrýsta á hálsinn á mér með olnbogann upp að. Og hann sagði, svona verður þú aldrei með neina áverka eftir mig og það mun enginn trúa þér.” Læst inni allan daginn Vonir Karenar stóðu til að hlutirnir yrðu eðlilegri þegar barnið kæmi í heiminn. Meðgangan sjálf var hins vegar hræðileg og Karen upplifði að það gæfi manninum meiri völd yfir sér. Til dæmis fannst honum pirrandi þegar henni var óglatt eða þurfti að kasta upp. „Síðan þegar ég flutti til hans að þá var það alveg skýrt að ég mátti ekki fara út úr íbúðinni. Hann fór í vinnuna með heimasímann í töskunni sinni. Hann tók gsm símann minn og hann læsti hurðinni utan frá þegar hann fór í vinnuna.” Karen var læst inni í búðinni klukkustundunum saman. Enginn sími, ekkert internet, engin samskipti við annað fólk. Tilfinningin var skelfileg. „Tilfinning var alveg hræðileg. Og líka það að ég gat ekki farið í búð, gat ekki keypt mat, ég var oft að borða bara dósamat og bíða eftir að hann kæmi heim. Ég var rosalega kvíðin fyrir því þegar ég kæmi heim, hvernig hann myndi hegða sér gagnvart mér. Og það var rosalegt áfall að sjá að þó ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn. Hann var alveg jafn grimmur við mig,” segir hún. Aðsend „Ef ég gerði hluti eins og að taka til eða ganga frá á meðan hann var í burtu þá varð hann alveg brjálaður. Ég mátti ekki snerta neitt í íbúðinni. Þannig að minn eini möguleiki var að sitja á rúminu á daginn og ég reyndi að hlusta á tónlist eða horfa á tímann líða. Ég fór rosalega mikið að fókusa á barnið mitt. Spila tónlist fyrir barnið mitt og vona að þetta yrði betra þegar hún myndi fæðast. En það gerðist alveg tvisvar á meðgöngunni að ég varð fyrir svo miklu ofbeldi að hann átti engan annan kost heldur en að fara með mig á sjúkrahús og þegar ég var komin 23 vikur þá fór ég af stað í fæðingu. Eftir ofbeldið sem ég varð fyrir þá fékk ég hríðar og hann þurfti að fara með mig á sjúkrahús. Þá passaði hann að vera alltaf við hliðina á mér. Ég fékk aldrei að vera ein með lækni eða hjúkrunarfræðingi, ekki einu sinni þegar það var verið að skoða mig. Hann fór aldrei fram. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir hrósuðu honum rosalega, bara mikið ertu umhyggjusamur faðir og ofboðslega passarðu vel upp á hana. Hann svaf bara á gólfinu við rúmið mitt á nóttunni og það var hreinlega til að passa að ég segði engum hvað væri að gerast.” Ofbeldið ekki aðeins gegn Karen Enginn vissi hvað raunverulega gekk á inni á heimilinu, en Karen áttaði sig á að hún yrði að flýja, og skipuleggja það vel. „Ég áttaði mig á því að þetta beindist ekki bara gegn mér. Þegar ég var komin úr fæðingu þá varð hann reiður við mig, var að skoða einhvern barnavagn og ég svaraði ekki réttu svörunum sem hann vildi heyra. Og hann sagði þú hefur greinilega ekki kynnt þér neina öryggisstaðla varðandi barnavagna og horfði algjörlega fram hjá því að ég hafði ekki aðgang að interneti eða neinu. Og hann hrinti mér niður stiga og þegar ég reyndi að hlaupa í burtu þá tók hann stóran járnstand og henti honum á eftir mér niður stigann. Þannig að ég var komin níu mánuði á leið og var að reyna að bjarga mér í stiganum og þurfti að henda mér niður til að forðast járnstandinn sem hann henti á eftir mér og þá áttaði ég mig á því að barnið mitt var líka í hættu.” Staðan var áfram slæm eftir að barnið fæddist. „Þegar dóttir okkar síðan fæddist þá gerði hann hluti til þess að ögra mér. Hann tók hana og hélt henni á hvolfi og sveiflaði henni. Hann þóttist ætla að ýta vagninum út fyrir ´bílaumferð. Og ofbeldið hans gagnvart henni það var í rauninni jafn mikið og gagnvart mér. Og það er rosalega sárt að upplifa að geta ekki verndað barnið sitt fyrir manni sem maður býr með. Og ég áttaði mig á því að hann tengdist henni engan veginn. Honum var alveg sama þó hún gréti. Og hann stundaði það ef hún grét eða þurfti á mér að halda að banna mér að sinna henni. Hann lét mig bara sitja og horfa á hana gráta en bannaði mér að fara til hennar. Þannig að ég áttaði mig á því að hún væri í jafnmikilli hættu og ég og ef hún ætti að geta lifað af þá yrði ég að koma henni í burtu.” Reyndi að vera „stillt" í heilt ár Við tók mikil skipulagning, sem Karen þurfti að huga vel að, enda vissi hún að maðurinn myndi ganga í skrokk á sér, og jafnvel barninu, ef hann kæmist að því. Hún byrjaði á því að fá íslenskt vegabréf fyrir barnið og safnaði öllum helstu gögnum sem hún þurfti á að halda. Foreldrar hennar bjuggu einnig í Bretlandi en hún náði að sannfæra þau um að flytja aftur heim til Íslands, því hún vissi að þau væru líka í hættu ef þau byggju þar áfram eftir flótta hennar. „Síðan var þetta alveg næstum því ár þar sem ég þurfti að vera eins stillt og ég gat, gera ekkert til að styggja hann og hvernig ég kæmist úr landi, Mér tókst að finna kort sem ég átti þegar ég var í háskóla þar sem ég átti smá yfirdráttarheimild og ég faldi þetta kort og hugsaði með mér að ég gæti kannski bókað flug á því einhvern tímann. En síðan gerðist það eitt kvöldið að hann var í sturlunarástandi. Hann var að hlaupa um húsið með hamar og hann tók mig hálstaki, hann sneri upp á hendina á mér og svo gerði hann aðra tilraun til að reyna að henda mér niður stiga. Hann var alltaf búinn að segja við mig ef þú ferð héðan út þá sérðu dóttur þína ekki aftur á lífi. Þannig að það sem ég þurfti að gera í þessum aðstæðum var að ég hljóp út. Ég var hálfnakin og skildi barnið mitt eftir, sem er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en ég hljóp út og ég hljóp til nágrannanna. Nágrannarnir sáu þetta,, ég var marin og ég var ber, og þau komu með mér aftur inn í húsið og sögðu við hann að þau myndu koma aftur morguninn eftir. Og nóttin var alveg hræðileg. Hún var virkilega hræðileg. Það sem ég var svo ofboðslega hrædd við var ef ég fer frá honum eða geri eitthvað þá á hann eftir að hefna sín svo illilega. En ég bara vissi að það var bara tímaspursmál hvenær hann myndi ganga of langt og ég eða dóttir mín myndum bara ekki lifa af,” segir Karen. „Þannig að ég man eftir því að ég sat á gólfinu í myrkrinu, ég var með bók fyrir ofan höfuðið á mér þannig að ef hann kæmi með hamarinn og ég hefði eitthvað til að verja mig. Dóttir mín var læst inni í öðru herbergi og ég heyrði hana gráta og ég hugsaði með mér; vá ég er ekki trúuð, ég hef ekki talað mikið við guð, aldrei, en ég átti samtal þar sem ég sagði „heyrðu guð, ef þú ert til þá verður þú að bjarga mér út. Þú verður að hjálpa mér að komast í þessa flugvél og komast bara í burtu.” „Við vorum sloppnar" Daginn eftir fór maðurinn í vinnuna, en gat ekki læst Karen inni í íbúðinni því hann vissi að nágrannarnir ætluðu að koma og kanna ástandið á heimilinu. „Ég hringdi í mömmu mína til Íslands og sagði við hana: Mamma ég þarf að koma til íslands, ég ætla að koma núna, ég ætla að bóka eitthvað flug. Nágrannarnir komu síðan og við tókum það helsta sem við áttum sem var bangsinn hennar og sængin og nokkrir hlutir og veskið mitt með vegabréfinu og kortinu og við fórum út á flugvöll. Ég held ég hafi aldrei verið jafn hrædd á ævinni og á flugvellinum, ég bara beið eftir að hann kæmi og eitthvað gerðist. En síðan fór flugvélin á loft og við vorum sloppnar.” Hvernig var sú tilfinning þegar vélin tók á loft? „Hún var eiginlega ólýsanleg. Ég bara trúði því ekki að þetta hefði gerst. Að við hefðum báðar sloppið.” Framhald af sögu Karenar verður í næsta þætti Ofsókna, sem sýndur verður á Stöð 2 annað kvöld. Þar lýsir hún hvað tók við, ofsóknum of ofbeldi sem hún varð fyrir, auk þess sem aðstandendur hennar lýsa því sem átti sér stað. Karen segir hvers vegna hún ákvað að gerast prestur og hún afléttir trúnaði við sálfræðing sinn sem segir frá ótrúlegu ferli hennar. Ofsóknir Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki „Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við. 24. apríl 2021 11:01 Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 „Við sofum ekki yfir þessu“ „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. 15. apríl 2021 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Dóttir mín var læst inni í öðru herbergi og ég heyrði hana gráta. Og ég hugsaði með mér, vá, ég er ekki trúuð, ég hef ekki talað mikið við guð, aldrei. En ég átti samtal þar sem ég sagði, heyrðu guð, ef þú ert til, þá verðurðu að bjarga mér út,” segir Karen. Karen sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir sem sýndur var á Stöð 2 á dögunum. Saga Karenar er skuggaleg en henni tókst með ótrúlegum hætti að losa sig úr klóm mannsins og taka völdin í sínar hendur. Manninum kynntist hún þegar hún var rúmlega tvítug og búsett í Lundúnum, þar sem hún lagði stund á hjúkrunarfræði. Hún hitti hann á flugvelli þar sem hann kom fyrir sem heillandi og ljúfur einstaklingur. Hann er breskur, fyrrverandi hermaður og starfandi lögreglumaður hjá Scotland Yard í London. Aðsend „Hann talaði við mig og virtist mjög áhugaverður. Þegar ég var að fara þá rétti hann mér netfangið sitt og sagði: Mig langar endilega að vera í sambandi við þig. Þú virðist vera mjög áhugaverð og spennandi manneskja,” lýsir Karen. Eftir að hafa skrifast á í gegnum tölvupóst í nokkurn tíma ákváðu þau að hittast. „Við fórum saman út að borða og hann var alveg ótrúlega sjarmerandi og ljúfur og sýndi mér mikinn áhuga. Mér fannst þetta mjög skrítið að við áttum mjög margt sameiginlegt, hann virtist hafa áhuga á sömu hlutum og ég og hann hrósaði mér rosalega mikið og hann virtist algjörlega heillaður af mér. Eftir það þá fórum við á nokkur stefnumót og fórum að hringjast á og hann var alltaf jafn hress og skemmtilegur og áhugaverður.” Eftir að hafa hist í nokkur skipti fannst Karen maðurinn hafa skipt um ham. „Ég fór að finna einhverja ónotatilfinningu. Hann spurði mig mjög nákvæmra spurninga, vildi vita mjög mikið um fjölskyldu mína, vini mína og alls konar. Hann deildi litlu um sjálfan sig en hafði bara rosalega mikinn fókus á mér,” segir hún. Maðurinn bauð Karen síðan til útlanda, til Kýpur, sem henni þótti spennandi. „Ég svona hugsaði með mér, rosalega er þetta rómantískt. Það hefur enginn boðið mér til útlanda áður og ég ákveð að fara bara með honum í frí.” Fríið varð hins vegar ekki eins og hún hafði ímyndað sér. Í raun langt frá því. „Síðan þegar við komum á flugvöllinn og erum að fara í ferðina þá segir hann að flugvellir séu mjög hættulegir staðir og það sé langbest að hann sé með vegabréfið mitt, kortið mitt og símann minn. Og ég hugsaði ekkert meira um það og afhenti honum bara. Hann var með einhverja tösku fyrir þetta, en þegar við síðan komum upp í flugvélina að þá áttaði ég mig á því að hann var gjörbreyttur. Aðsend Hann var rosalega reiður, hreytti í mig. Skammaði mig, niðurlægði mig, niðurlægði mig fyrir framan aðra þannig að það endaði þannig að ég fór að gráta. Og þegar fór að gráta í flugvélinni og fólk fór að taka eftir því að mér fór að líða eitthvað illa að þá sagði hann bara: konan mín er flughrædd og hún er rosalega taugaveikluð. Hann fór strax að útskýra fyrir öðrum mín viðbrögð. Og mér fannst þetta rosalega skrítið því ég hafði aldrei lent í því áður að einhver væri svona vondur við mig en væri síðan að fegra það fyrir fólkinu í kring. Hann var greinilega mjög upptekinn af því hvað öðrum fannst. Hann var ekkert að hugsa hvernig mér leið.” Hún segir ferðina vægast sagt hafa verið hræðilega. „Hann læsti mig inni á herbergi og hann sagði að nú væri tíminn sem ég fengi að taka getnaðarvarnir búinn og tók pilluna mína. Og ferðin var ömurleg. Mér leið ömurlega allan tímann. Hann stjórnaði algjörlega hvort ég mætti mála mig, hvaða sólarvörn ég ætti að nota, hvenær ég mætti fara út. Og ég var bara í svona gjörgæslu allan tímann. Og ég bara reyndi að lifa af ferðina og vona að ég kæmist aftur heim og var búin að ákveða að þegar ég kæmi aftur heim að þá myndi ég aldrei tala við þennan mann aftur.” Karen upplifði skömm þegar hún kom heim og vildi ekki segja fjölskyldu sinni hvað raunverulega átti sér stað. „Mér fannst ég vitlaus að hafa farið með honum til útlanda og fannst eins og ég ætti að vita betur.” Hlutirnir breyttust hins vegar fljótt. „Síðan fékk ég jákvætt óléttupróf nokkrum dögum síðar.” Karen íhugaði um stund að eiga ekki barnið. „En síðan hugsaði ég með mér, þetta litla barn hefur ekkert með þetta að gera. Þetta er barnið mitt og hann hlýtur að lagast þegar ég er orðin ófrísk, það kemur enginn svona fram við ófríska konu. Þannig að kannski mun þetta bara blessast.” Aðsend Lét hana sitja við borð í sólarhring Maðurinn var alsæll með að eignast loks fjölskyldu. En fyrr en varði tók hann algjöra stjórn á lífi Karenar - en sagðist eingöngu gera það af umhyggju. „Það byrjaði með andlegu ofbeldi þar sem hann kom mér í uppnám og gerði svo grín að viðbrögðunum mínum. Hann notaði rosalega mikið ógnir, hann sagði mér að ég væri í stöðugri hættu og hann vissi betur því hann væri lögreglumaður. Hann vissi hversu hættulegt fólk væri þarna úti. Þegar hann byrjaði að beita mig líkamlegu ofbeldi þá var það kynferðisofbeldi frá byrjun, þar sem hann fór yfir mín mörk, og svo þegar hann beitti mig líkamlegu ofbeldi að þá sagði hann að það væri til að verja mig frá sjálfri mér. Hann sagði að hann hefði þurft að snúa mig niður, hann hefði þurft að stoppa mig, og notaði rosalega mikið; ég er lögreglumaður og ef það heyrist eitthvað skrítin hljóð og þú ert að öskra þá get ég lent í svo miklum vandræðum í vinnunni. Og hann sagði ef ég lendi í vandræðum í vinnunni eða missi vinnuna þá hef ég engu að tapa og þá get ég bara klárað það sem ég ætlaði að gera og gengið frá þér. Finnst þér það að hann hafi þennan bakgrunn sem lögreglumaður, finnst þér það hafa sett hann í einhvers konar valdastöðu gagnvart þér? „Já, það gerði það. Og það líka breytti því ofbeldi sem hann beitti mig,” segir hún. „Hann kann yfirheyrslutækni og hann kennir sjálfsvörn þannig að hann var rosalega góður í því að beita mig miklu ofbeldi þar sem sá ekki á mér. Hann gat sagt mér frá því hvað hann ætti ofboðslega mikið til að nota gegn mér og það myndi enginn trúa mér. Og líka það að ofbeldið sem hann beitti mig, ef það var eitthvað sem honum mislíkaði að þá setti hann mig á stól og spurði mig endalaust af spurningum mjög hratt og ég átti að svara mjög hratt. Og síðan leitað hann að einhverju misræmi,“ útskýrir Karen. „Hann lét mig sitja við sama borðið í sólarhring þar sem ég fékk ekki að fara að sofa, ég fékk ekki vatn, ég fékk ekki að standa upp. Og hann notaði aðferðir sem hann hafði greinilega lært í lögreglunni þar sem hann spurði mig og spurði mig þar til hann fann eitthvað misræmi og sneri svo svörunum þannig að það endaði alltaf með því að ég þyrfti að játa fyrir honum að ég væri lygari og ég væri að segja ósatt, ég væri óheiðarleg manneskja og ég lofaði að bæta mig. Og eins og þegar hann réðst á mig að þá notaði hann aðferðir úr lögreglunni, að snúa hendurnar á mér fyrir aftan bak eða þrýsta á hálsinn á mér með olnbogann upp að. Og hann sagði, svona verður þú aldrei með neina áverka eftir mig og það mun enginn trúa þér.” Læst inni allan daginn Vonir Karenar stóðu til að hlutirnir yrðu eðlilegri þegar barnið kæmi í heiminn. Meðgangan sjálf var hins vegar hræðileg og Karen upplifði að það gæfi manninum meiri völd yfir sér. Til dæmis fannst honum pirrandi þegar henni var óglatt eða þurfti að kasta upp. „Síðan þegar ég flutti til hans að þá var það alveg skýrt að ég mátti ekki fara út úr íbúðinni. Hann fór í vinnuna með heimasímann í töskunni sinni. Hann tók gsm símann minn og hann læsti hurðinni utan frá þegar hann fór í vinnuna.” Karen var læst inni í búðinni klukkustundunum saman. Enginn sími, ekkert internet, engin samskipti við annað fólk. Tilfinningin var skelfileg. „Tilfinning var alveg hræðileg. Og líka það að ég gat ekki farið í búð, gat ekki keypt mat, ég var oft að borða bara dósamat og bíða eftir að hann kæmi heim. Ég var rosalega kvíðin fyrir því þegar ég kæmi heim, hvernig hann myndi hegða sér gagnvart mér. Og það var rosalegt áfall að sjá að þó ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn. Hann var alveg jafn grimmur við mig,” segir hún. Aðsend „Ef ég gerði hluti eins og að taka til eða ganga frá á meðan hann var í burtu þá varð hann alveg brjálaður. Ég mátti ekki snerta neitt í íbúðinni. Þannig að minn eini möguleiki var að sitja á rúminu á daginn og ég reyndi að hlusta á tónlist eða horfa á tímann líða. Ég fór rosalega mikið að fókusa á barnið mitt. Spila tónlist fyrir barnið mitt og vona að þetta yrði betra þegar hún myndi fæðast. En það gerðist alveg tvisvar á meðgöngunni að ég varð fyrir svo miklu ofbeldi að hann átti engan annan kost heldur en að fara með mig á sjúkrahús og þegar ég var komin 23 vikur þá fór ég af stað í fæðingu. Eftir ofbeldið sem ég varð fyrir þá fékk ég hríðar og hann þurfti að fara með mig á sjúkrahús. Þá passaði hann að vera alltaf við hliðina á mér. Ég fékk aldrei að vera ein með lækni eða hjúkrunarfræðingi, ekki einu sinni þegar það var verið að skoða mig. Hann fór aldrei fram. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir hrósuðu honum rosalega, bara mikið ertu umhyggjusamur faðir og ofboðslega passarðu vel upp á hana. Hann svaf bara á gólfinu við rúmið mitt á nóttunni og það var hreinlega til að passa að ég segði engum hvað væri að gerast.” Ofbeldið ekki aðeins gegn Karen Enginn vissi hvað raunverulega gekk á inni á heimilinu, en Karen áttaði sig á að hún yrði að flýja, og skipuleggja það vel. „Ég áttaði mig á því að þetta beindist ekki bara gegn mér. Þegar ég var komin úr fæðingu þá varð hann reiður við mig, var að skoða einhvern barnavagn og ég svaraði ekki réttu svörunum sem hann vildi heyra. Og hann sagði þú hefur greinilega ekki kynnt þér neina öryggisstaðla varðandi barnavagna og horfði algjörlega fram hjá því að ég hafði ekki aðgang að interneti eða neinu. Og hann hrinti mér niður stiga og þegar ég reyndi að hlaupa í burtu þá tók hann stóran járnstand og henti honum á eftir mér niður stigann. Þannig að ég var komin níu mánuði á leið og var að reyna að bjarga mér í stiganum og þurfti að henda mér niður til að forðast járnstandinn sem hann henti á eftir mér og þá áttaði ég mig á því að barnið mitt var líka í hættu.” Staðan var áfram slæm eftir að barnið fæddist. „Þegar dóttir okkar síðan fæddist þá gerði hann hluti til þess að ögra mér. Hann tók hana og hélt henni á hvolfi og sveiflaði henni. Hann þóttist ætla að ýta vagninum út fyrir ´bílaumferð. Og ofbeldið hans gagnvart henni það var í rauninni jafn mikið og gagnvart mér. Og það er rosalega sárt að upplifa að geta ekki verndað barnið sitt fyrir manni sem maður býr með. Og ég áttaði mig á því að hann tengdist henni engan veginn. Honum var alveg sama þó hún gréti. Og hann stundaði það ef hún grét eða þurfti á mér að halda að banna mér að sinna henni. Hann lét mig bara sitja og horfa á hana gráta en bannaði mér að fara til hennar. Þannig að ég áttaði mig á því að hún væri í jafnmikilli hættu og ég og ef hún ætti að geta lifað af þá yrði ég að koma henni í burtu.” Reyndi að vera „stillt" í heilt ár Við tók mikil skipulagning, sem Karen þurfti að huga vel að, enda vissi hún að maðurinn myndi ganga í skrokk á sér, og jafnvel barninu, ef hann kæmist að því. Hún byrjaði á því að fá íslenskt vegabréf fyrir barnið og safnaði öllum helstu gögnum sem hún þurfti á að halda. Foreldrar hennar bjuggu einnig í Bretlandi en hún náði að sannfæra þau um að flytja aftur heim til Íslands, því hún vissi að þau væru líka í hættu ef þau byggju þar áfram eftir flótta hennar. „Síðan var þetta alveg næstum því ár þar sem ég þurfti að vera eins stillt og ég gat, gera ekkert til að styggja hann og hvernig ég kæmist úr landi, Mér tókst að finna kort sem ég átti þegar ég var í háskóla þar sem ég átti smá yfirdráttarheimild og ég faldi þetta kort og hugsaði með mér að ég gæti kannski bókað flug á því einhvern tímann. En síðan gerðist það eitt kvöldið að hann var í sturlunarástandi. Hann var að hlaupa um húsið með hamar og hann tók mig hálstaki, hann sneri upp á hendina á mér og svo gerði hann aðra tilraun til að reyna að henda mér niður stiga. Hann var alltaf búinn að segja við mig ef þú ferð héðan út þá sérðu dóttur þína ekki aftur á lífi. Þannig að það sem ég þurfti að gera í þessum aðstæðum var að ég hljóp út. Ég var hálfnakin og skildi barnið mitt eftir, sem er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en ég hljóp út og ég hljóp til nágrannanna. Nágrannarnir sáu þetta,, ég var marin og ég var ber, og þau komu með mér aftur inn í húsið og sögðu við hann að þau myndu koma aftur morguninn eftir. Og nóttin var alveg hræðileg. Hún var virkilega hræðileg. Það sem ég var svo ofboðslega hrædd við var ef ég fer frá honum eða geri eitthvað þá á hann eftir að hefna sín svo illilega. En ég bara vissi að það var bara tímaspursmál hvenær hann myndi ganga of langt og ég eða dóttir mín myndum bara ekki lifa af,” segir Karen. „Þannig að ég man eftir því að ég sat á gólfinu í myrkrinu, ég var með bók fyrir ofan höfuðið á mér þannig að ef hann kæmi með hamarinn og ég hefði eitthvað til að verja mig. Dóttir mín var læst inni í öðru herbergi og ég heyrði hana gráta og ég hugsaði með mér; vá ég er ekki trúuð, ég hef ekki talað mikið við guð, aldrei, en ég átti samtal þar sem ég sagði „heyrðu guð, ef þú ert til þá verður þú að bjarga mér út. Þú verður að hjálpa mér að komast í þessa flugvél og komast bara í burtu.” „Við vorum sloppnar" Daginn eftir fór maðurinn í vinnuna, en gat ekki læst Karen inni í íbúðinni því hann vissi að nágrannarnir ætluðu að koma og kanna ástandið á heimilinu. „Ég hringdi í mömmu mína til Íslands og sagði við hana: Mamma ég þarf að koma til íslands, ég ætla að koma núna, ég ætla að bóka eitthvað flug. Nágrannarnir komu síðan og við tókum það helsta sem við áttum sem var bangsinn hennar og sængin og nokkrir hlutir og veskið mitt með vegabréfinu og kortinu og við fórum út á flugvöll. Ég held ég hafi aldrei verið jafn hrædd á ævinni og á flugvellinum, ég bara beið eftir að hann kæmi og eitthvað gerðist. En síðan fór flugvélin á loft og við vorum sloppnar.” Hvernig var sú tilfinning þegar vélin tók á loft? „Hún var eiginlega ólýsanleg. Ég bara trúði því ekki að þetta hefði gerst. Að við hefðum báðar sloppið.” Framhald af sögu Karenar verður í næsta þætti Ofsókna, sem sýndur verður á Stöð 2 annað kvöld. Þar lýsir hún hvað tók við, ofsóknum of ofbeldi sem hún varð fyrir, auk þess sem aðstandendur hennar lýsa því sem átti sér stað. Karen segir hvers vegna hún ákvað að gerast prestur og hún afléttir trúnaði við sálfræðing sinn sem segir frá ótrúlegu ferli hennar.
Ofsóknir Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki „Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við. 24. apríl 2021 11:01 Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 „Við sofum ekki yfir þessu“ „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. 15. apríl 2021 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki „Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við. 24. apríl 2021 11:01
Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57
„Við sofum ekki yfir þessu“ „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. 15. apríl 2021 07:00