Fótbolti

Neymar að framlengja í París

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar léttur í bragði.
Neymar léttur í bragði. John Berry/Getty Images

Neymar, stórstjarna PSG, er samkvæmt fleiri miðlum nálægt því að framlengja samning sinn við Parísar-liðið og verður því í Frakklandi til ársins 2026.

PSG hefur síðustu vikur og mánuði barist við það að fá Neymar og samherja hans, Kylian Mbappe, til að framlengja samning sinn við félagið.

Nú greinir L’Equipe og Sky Sports frá því að Neymar sé að framlengja samning sinn í Frakklandi til ársins 2026. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Ekki verður Neymar blankur með því að framlengja í París en hann er talinn þéna um 30 milljónir evra á ári. Auk þess mun hann fá risa bónus takist þeim að vinna Meistaradeildina.

Talið er að PSG muni tilkynna um framlengingu Neymars í dag en þessi 29 ára Brassi hefur spilað með PSG frá því að han skipti frá Barcelona árið 2017.

Neymar hefur spilað 112 leiki fyrir PSG. Hann hefur skorað 85 mörk og lagt upp 51 mörk, en félagið datt út úr Meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Óvíst er hvað verður um Mbappe. Samkvæmt L’Equipe er hann áfram orðaður við Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×